Hvert er erindi VG? Svanur Kristjánsson skrifar 24. september 2018 07:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, var mynduð 30. nóvember 2017 en í þingkosningum skömmu áður hlaut flokkur hennar tæp 17% atkvæða og 11 þingsæti. Í upphafi naut ríkisstjórnin mikilla vinsælda en 70-80% kjósenda studdu stjórnina. Á skömmum tíma dvínuðu vinsældirnar mjög. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallup skiptast kjósendur nú í tvo jafnstóra hópa í afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Engu að síður halda tveir stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, fylgi sínu en VG er í frjálsu falli – mælist einungis með ríflega 11% fylgi. Engin ástæða er til annars en að taka mark á þessum vísbendingum um fylgishrun VG. Skemmst er þess að minnast að flokkurinn hlaut samtals 14.477 atkvæði í síðustu þingkosningum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur en 2.700 atkvæði í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fengu einfaldlega þá stjórnarstefnu sem flokkarnir tveir lofuðu: Slegin er skjaldborg gegn öllum kerfisbreytingum. Engar breytingar gerðar í sjávarútvegi eða landbúnaði. Engar umbætur í húsnæðismálum. Endurskoðun stjórnarskrárinnar háð samþykki forystumanna allra flokka. 1. desember 2018 munu því Íslendingar fagna 100 ára fullveldi án þess að valdaflokkar landsins hafi efnt hátíðleg loforð um að endurskoða bráðabirgðastjórnarskrá lýðveldisins frá 1944. Óbreytt er stjórnarskrá sem í grundvallaratriðum er byggð á stjórnarskrá konungsríkisins Danmerkur – frá 1849! Kjósendur VG kölluðu eftir róttækum breytingum en uppskáru ríkisstjórn stöðnunar. Þingflokkur VG lýsti meira að segja yfir trausti á dómsmálaráðherra sem Hæstiréttur Íslands hefur fundið seka um lögbrot við skipun dómara í einn af dómstólum landsins. Ríkisstjórn undir forystu VG er einnig að stefna landinu í harðvítug stéttaátök, neitar m.a. að afturkalla stórfelldar kauphækkanir til alþingismanna og annarra valdhafa. Umbótaöflin í íslenskri verkalýðshreyfingu og stjórnmálum munu væntanlega sigra án atbeina forystufólks VG. Engu að síður er núverandi erindisleysi og fylgishrun VG ekkert fagnaðarefni. Umbótahreyfingin í landinu yrði sterkari með VG innanborðs. Vonandi að svo megi verða. Varla er erindi forystu VG fyrst og fremst að þjóna ríkjandi valdakerfi í landinu?Höfundur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, var mynduð 30. nóvember 2017 en í þingkosningum skömmu áður hlaut flokkur hennar tæp 17% atkvæða og 11 þingsæti. Í upphafi naut ríkisstjórnin mikilla vinsælda en 70-80% kjósenda studdu stjórnina. Á skömmum tíma dvínuðu vinsældirnar mjög. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallup skiptast kjósendur nú í tvo jafnstóra hópa í afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Engu að síður halda tveir stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, fylgi sínu en VG er í frjálsu falli – mælist einungis með ríflega 11% fylgi. Engin ástæða er til annars en að taka mark á þessum vísbendingum um fylgishrun VG. Skemmst er þess að minnast að flokkurinn hlaut samtals 14.477 atkvæði í síðustu þingkosningum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur en 2.700 atkvæði í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fengu einfaldlega þá stjórnarstefnu sem flokkarnir tveir lofuðu: Slegin er skjaldborg gegn öllum kerfisbreytingum. Engar breytingar gerðar í sjávarútvegi eða landbúnaði. Engar umbætur í húsnæðismálum. Endurskoðun stjórnarskrárinnar háð samþykki forystumanna allra flokka. 1. desember 2018 munu því Íslendingar fagna 100 ára fullveldi án þess að valdaflokkar landsins hafi efnt hátíðleg loforð um að endurskoða bráðabirgðastjórnarskrá lýðveldisins frá 1944. Óbreytt er stjórnarskrá sem í grundvallaratriðum er byggð á stjórnarskrá konungsríkisins Danmerkur – frá 1849! Kjósendur VG kölluðu eftir róttækum breytingum en uppskáru ríkisstjórn stöðnunar. Þingflokkur VG lýsti meira að segja yfir trausti á dómsmálaráðherra sem Hæstiréttur Íslands hefur fundið seka um lögbrot við skipun dómara í einn af dómstólum landsins. Ríkisstjórn undir forystu VG er einnig að stefna landinu í harðvítug stéttaátök, neitar m.a. að afturkalla stórfelldar kauphækkanir til alþingismanna og annarra valdhafa. Umbótaöflin í íslenskri verkalýðshreyfingu og stjórnmálum munu væntanlega sigra án atbeina forystufólks VG. Engu að síður er núverandi erindisleysi og fylgishrun VG ekkert fagnaðarefni. Umbótahreyfingin í landinu yrði sterkari með VG innanborðs. Vonandi að svo megi verða. Varla er erindi forystu VG fyrst og fremst að þjóna ríkjandi valdakerfi í landinu?Höfundur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun