Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2018 07:45 Jarðgas er brennt við olíupumpur í Nevada. Metan er ein öflugasta gróðurhúsalofttegundin í lofthjúpi jarðar. Vísir/AP Bandaríkjastjórn ætlar að afnema umhverfisreglur til þess að gera orkufyrirtækjum auðveldara að losa gróðurhúsalofttegundina metan út í andrúmsloftið. Metan, sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur, lekur í miklum magni frá olíu- og gasborholum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) ætlar að kynna breytingar á reglum sem samþykktar voru í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta og veikja þær verulegar. Reglurnar voru settar eftir að ljóst varð að gríðarlegt magn metans læki út í andrúmsloftið, ekki síst frá gaslindum sem hafa verið nýttar í stórum stíl í Bandaríkjunum undanfarin ár. Með breytingunum er slakað verulega á kröfum um að orkufyrirtækin fylgist með og stoppi metanleka, að því er segir í frétt New York Times. Innanríkisráðuneytið er einnig sagt ætla að afnema reglur sem bönnuðu fyrirtækjunum að sleppa metaninu viljandi og brenna það við boranir. Búist er við því að reglubreytingarnar verði kynntar strax í þessari viku. Orkufyrirtækin hafa lengi kvartað undan því að reglurnar væru of dýrar og íþyngjandi.Geta farið eftir enn slakari reglum Metan er ein öflugasta gróðurhúsalofttegundin í lofthjúpi jarðar, um tuttugu og fimm sinnum öflugri en koltvísýringur en þó skammlífari í andrúmsloftinu. Um þriðjungur metanlosunar manna kemur frá olíu- og gasvinnslu. Samkvæmt nýju útgáfunni af reglunum þurfa orkufyrirtækin aðeins að fylgjast með lekum einu sinni á ári, jafnvel á tveggja ára fresti í sumum tilfellum, í stað á hálfs árs fresti. Þá fá fyrirtækin tvöfalt lengri tíma til að gera við lekana, sextíu daga í stað þrjátíu áður. Þá heimila reglurnar fyrirtækjunum að fara frekar eftir metanlosunarreglum einstakra ríkja frekar en alríkisreglunum. Sum ríki eins og Texas eru með losunarreglur sem eru enn rýmri en alríkisreglurnar. Með tilkynningunni um afnám reglnanna um losun metans hefur ríkisstjórn Donalds Trump forseta lýst því yfir að hún ætli að veikja allar helstu loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna frá því í tíð Obama. Áður hefur hún sett fram tillögur um að slaka á kröfum til kolaorkuvera og um sparneytni bensín- og dísilbíla. Trump ætlar einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um leið og það verður fyrst hægt árið 2020. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Bandaríkjastjórn ætlar að afnema umhverfisreglur til þess að gera orkufyrirtækjum auðveldara að losa gróðurhúsalofttegundina metan út í andrúmsloftið. Metan, sem er enn öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur, lekur í miklum magni frá olíu- og gasborholum. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) ætlar að kynna breytingar á reglum sem samþykktar voru í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta og veikja þær verulegar. Reglurnar voru settar eftir að ljóst varð að gríðarlegt magn metans læki út í andrúmsloftið, ekki síst frá gaslindum sem hafa verið nýttar í stórum stíl í Bandaríkjunum undanfarin ár. Með breytingunum er slakað verulega á kröfum um að orkufyrirtækin fylgist með og stoppi metanleka, að því er segir í frétt New York Times. Innanríkisráðuneytið er einnig sagt ætla að afnema reglur sem bönnuðu fyrirtækjunum að sleppa metaninu viljandi og brenna það við boranir. Búist er við því að reglubreytingarnar verði kynntar strax í þessari viku. Orkufyrirtækin hafa lengi kvartað undan því að reglurnar væru of dýrar og íþyngjandi.Geta farið eftir enn slakari reglum Metan er ein öflugasta gróðurhúsalofttegundin í lofthjúpi jarðar, um tuttugu og fimm sinnum öflugri en koltvísýringur en þó skammlífari í andrúmsloftinu. Um þriðjungur metanlosunar manna kemur frá olíu- og gasvinnslu. Samkvæmt nýju útgáfunni af reglunum þurfa orkufyrirtækin aðeins að fylgjast með lekum einu sinni á ári, jafnvel á tveggja ára fresti í sumum tilfellum, í stað á hálfs árs fresti. Þá fá fyrirtækin tvöfalt lengri tíma til að gera við lekana, sextíu daga í stað þrjátíu áður. Þá heimila reglurnar fyrirtækjunum að fara frekar eftir metanlosunarreglum einstakra ríkja frekar en alríkisreglunum. Sum ríki eins og Texas eru með losunarreglur sem eru enn rýmri en alríkisreglurnar. Með tilkynningunni um afnám reglnanna um losun metans hefur ríkisstjórn Donalds Trump forseta lýst því yfir að hún ætli að veikja allar helstu loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna frá því í tíð Obama. Áður hefur hún sett fram tillögur um að slaka á kröfum til kolaorkuvera og um sparneytni bensín- og dísilbíla. Trump ætlar einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um leið og það verður fyrst hægt árið 2020.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17