Gruna eina stærstu HM-stjörnu Rússa í sumar um að ólöglega lyfjanotkun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 15:00 Rússinn Denis Cheryshev sló í gegn á HM í fótbolta í Rússlandi og var einn aðalmaðurinn á bak við það að rússneska landsliðið komst öllum að óvörum alla leið í átta liða úrslit keppninnar og sló meðal annars úr Spánverja á leið sinni þangað. Nú er spænska lyfjaeftirlitið á eftir honum en menn þar á bæ gruna Denis Cheryshev um ólöglega lyfjanotkun. „Við höfum hafið rannsókn í samstarfi við rússneska lyfjaeftirlitið og höfum ennfremur verið í sambandi við Alþjóðalyfjaeftirlitið WADA,“ segir í tilkynningu frá Spánverjunum. Denis Cheryshev: WADA confirms doping probe into Russia star after father's comments about growth hormones https://t.co/syAO9ax9Jjpic.twitter.com/aPcbE29szq — AS English (@English_AS) September 11, 2018 Denis Cheryshev er 27 ára gamall og spilar með spænska úrvalsdeildarfélaginu Valencia. Leikmaðurinn sjálfur heldur fram sakleysi sínu. „Ég hef ekki brotið neinar reglur. Ég er hreinn. Sannleikurinn kemur fljótlega í ljós,“ sagði Denis Cheryshev við blaðamenn eftir 5-1 sigur Rússa á Tékkum. „Það er mjög óheppilegt þegar svona er skrifað um mann en ég hef engar áhyggjur. Það er skylda mín að spila fyrir landsliðið og félagasliðið og hjálpa þeim að ná góðum úrslitum,“ sagði Denis Cheryshev. Faðir Denis Cheryshev missti það út úr sér á síðasta ári að Denis Cheryshev hafi mögulega fengið hormóna hjá Valencia en Denis Cheryshev sjálfur segir að um misskilning hafi verið að ræða. Denis Cheryshev kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik í opnunarleik HM og skoraði tvisvar í 5-0 sigri á Sádí Arabíu. Hann skoraði einnig á móti Egyptalandi og Króatíu. Þetta voru fjögur fyrstu mörk hans fyrir landsliðið en hann hafði ekki skorað á fyrstu fjórum árum sínum með landsliðinu. HM 2018 í Rússlandi Lyfjamisferli Rússa Rússland Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Rússinn Denis Cheryshev sló í gegn á HM í fótbolta í Rússlandi og var einn aðalmaðurinn á bak við það að rússneska landsliðið komst öllum að óvörum alla leið í átta liða úrslit keppninnar og sló meðal annars úr Spánverja á leið sinni þangað. Nú er spænska lyfjaeftirlitið á eftir honum en menn þar á bæ gruna Denis Cheryshev um ólöglega lyfjanotkun. „Við höfum hafið rannsókn í samstarfi við rússneska lyfjaeftirlitið og höfum ennfremur verið í sambandi við Alþjóðalyfjaeftirlitið WADA,“ segir í tilkynningu frá Spánverjunum. Denis Cheryshev: WADA confirms doping probe into Russia star after father's comments about growth hormones https://t.co/syAO9ax9Jjpic.twitter.com/aPcbE29szq — AS English (@English_AS) September 11, 2018 Denis Cheryshev er 27 ára gamall og spilar með spænska úrvalsdeildarfélaginu Valencia. Leikmaðurinn sjálfur heldur fram sakleysi sínu. „Ég hef ekki brotið neinar reglur. Ég er hreinn. Sannleikurinn kemur fljótlega í ljós,“ sagði Denis Cheryshev við blaðamenn eftir 5-1 sigur Rússa á Tékkum. „Það er mjög óheppilegt þegar svona er skrifað um mann en ég hef engar áhyggjur. Það er skylda mín að spila fyrir landsliðið og félagasliðið og hjálpa þeim að ná góðum úrslitum,“ sagði Denis Cheryshev. Faðir Denis Cheryshev missti það út úr sér á síðasta ári að Denis Cheryshev hafi mögulega fengið hormóna hjá Valencia en Denis Cheryshev sjálfur segir að um misskilning hafi verið að ræða. Denis Cheryshev kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik í opnunarleik HM og skoraði tvisvar í 5-0 sigri á Sádí Arabíu. Hann skoraði einnig á móti Egyptalandi og Króatíu. Þetta voru fjögur fyrstu mörk hans fyrir landsliðið en hann hafði ekki skorað á fyrstu fjórum árum sínum með landsliðinu.
HM 2018 í Rússlandi Lyfjamisferli Rússa Rússland Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira