Áfram Færeyjar Benedikt Bóas skrifar 22. ágúst 2018 09:30 Á laugardaginn klukkan 20.00 verður flautað til leiks í bikarúrslitaleik HB og B36 í Færeyjum. Heiðursgestur verður krónprinsinn í Danmörku. Uppselt er á leikinn en Þjóðarleikvangurinn tekur 3.500 manns í sæti. Gríðarleg eftirspurn var eftir miðum enda liðin tvö af þeim stærstu í Færeyjum. Ég hef verið á landsleik í Færeyjum. Það er geggjað gaman. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það er seldur bjór og stuðið á vellinum var ótrúlega skemmtilegt. Bæði fyrir og eftir leik. Umgjörðin var rúmlega þúsund sinnum skemmtilegri en í Laugardal. Þar er selt popp og kók en áfengi fyrir VIP-gesti. Ég efast ekki um að sama stemning verði á laugardaginn. Leikurinn verður leikinn undir dásamlegum flóðljósum en þannig verða sjónvarpsleikir alltaf skemmtilegri. Allir leikir eru einhvern veginn fallegri í flóðljósum. Á Íslandi er ekki horft til Færeyja um hvernig eigi að gera hlutina. Nei, það er horft til einhvers annars lands sem ég kann ekki deili á. Bikarúrslitaleikurinn í ár verður klukkan 16 af einhverjum furðulegum ástæðum og bjór verður ekki seldur á vellinum. Blikar hafa þess vegna leigt svokallað púbbtjald Þróttar, sem er við hliðina á vellinum, til að bjóða sínum stuðningsmönnum upp á bjór og með því. Persónulega hef ég aldrei skilið af hverju við Íslendingar horfum ekki meira til Færeyja sem er frábær eyja og geggjað skemmtilegt fólk með hrikalega góðan bjór, hvort sem hann er á vellinum eða ekki. Ég held að KSÍ ætti að skella sér á laugardaginn og sjá Heimi Guðjónsson og félaga í HB og læra hvernig eigi að halda bikarúrslitaleik. Því það verða nánast pottþétt fleiri á þeim leik en á bikarúrslitaleiknum hér heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn klukkan 20.00 verður flautað til leiks í bikarúrslitaleik HB og B36 í Færeyjum. Heiðursgestur verður krónprinsinn í Danmörku. Uppselt er á leikinn en Þjóðarleikvangurinn tekur 3.500 manns í sæti. Gríðarleg eftirspurn var eftir miðum enda liðin tvö af þeim stærstu í Færeyjum. Ég hef verið á landsleik í Færeyjum. Það er geggjað gaman. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það er seldur bjór og stuðið á vellinum var ótrúlega skemmtilegt. Bæði fyrir og eftir leik. Umgjörðin var rúmlega þúsund sinnum skemmtilegri en í Laugardal. Þar er selt popp og kók en áfengi fyrir VIP-gesti. Ég efast ekki um að sama stemning verði á laugardaginn. Leikurinn verður leikinn undir dásamlegum flóðljósum en þannig verða sjónvarpsleikir alltaf skemmtilegri. Allir leikir eru einhvern veginn fallegri í flóðljósum. Á Íslandi er ekki horft til Færeyja um hvernig eigi að gera hlutina. Nei, það er horft til einhvers annars lands sem ég kann ekki deili á. Bikarúrslitaleikurinn í ár verður klukkan 16 af einhverjum furðulegum ástæðum og bjór verður ekki seldur á vellinum. Blikar hafa þess vegna leigt svokallað púbbtjald Þróttar, sem er við hliðina á vellinum, til að bjóða sínum stuðningsmönnum upp á bjór og með því. Persónulega hef ég aldrei skilið af hverju við Íslendingar horfum ekki meira til Færeyja sem er frábær eyja og geggjað skemmtilegt fólk með hrikalega góðan bjór, hvort sem hann er á vellinum eða ekki. Ég held að KSÍ ætti að skella sér á laugardaginn og sjá Heimi Guðjónsson og félaga í HB og læra hvernig eigi að halda bikarúrslitaleik. Því það verða nánast pottþétt fleiri á þeim leik en á bikarúrslitaleiknum hér heima.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar