Hulin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 10:00 Allir eiga að hafa rétt á því að sjá andlit þeirrar persónu sem þeir mæta og standa andspænis. Þannig er hægt að lesa í svipbrigði og túlka þau og átta sig á hvað einstaklingur hefur í hyggju. Þegar einstaklingur hylur andlit sitt sést ekki hver hann er, persónuleiki hans hverfur því svipbrigði hans eru ekki greinanleg. Öðrum er ómögulegt að átta sig á því hver er þarna á ferð. Víða um heim klæðast konur búrkum og í nokkrum löndum hefur þeim nú verið meinað að láta sjá sig á almannafæri í slíkum búningi. Allmargir hafa risið upp og mótmælt banninu með þeim rökum að fólk eigi að fá að klæða sig eins og því sýnist. Það er vissulega rétt en þegar klæðnaður nær til þess að viðkomandi fái að hylja andlit sitt svo einungis sjáist í augun þá er rétt að gera miklar athugasemdir. Sjálfsagt er að fólk hylji andlit sitt á grímuböllum eða öðrum álíka skemmtunum þannig að það þekkist ekki. Annars staðar á slíkt engan veginn að líðast. Það er dapurlegt til þess að vita að til séu menningarheimar þar sem konum er gert skylt að hylja andlit sitt og líkama þannig að einungis sjáist í augun. Með slíkum tilskipunum, hvort sem þær eru settar fram í nafni trúarbragða eða hefða, er verið að gera konur andlitslausar um leið og þær eru einangraðar. Ef einhver hópur ætti að rísa upp og mótmæla slíku harðlega þá eru það femínistar. Það gera blessunarlega fjölmargar þeirra og tala réttilega fyrir búrkubanni í nafni kvenfrelsis. Þetta gera þær þó því miður ekki allar, reyndar er engu líkara en að sumar þeirra hafi ruglast illilega í hugmyndafræðinni. Það er beinlínis súrrealískt að horfa upp á hóp femínista víða um heim styðja hið kúgandi karlveldi sem vill skikka konur til að fela líkama sinn í búrku og hylja andlit sitt. Tilgangur þessara karldurga er að gera konur undirgefnar og einangra þær frá öðrum. Þar hafa þeir náð miklum árangri. Síst hefði verið hægt að reikna með því að femínistar kinkuðu samþykkjandi kolli yfir kúgunarhugmyndum þeirra. Það að siður hafi tíðkast lengi í ákveðnum menningarheimum gerir hann hvorki gildan né góðan. Vilja femínistarnir, sem æsa sig svo yfir búrkubanni, virkilega að litlar stúlkur frjálsar og lífsglaðar séu einn daginn, þegar þær hafa náð kynþroskaaldri, settar í sekk og látnar hylja andlit sitt? Einhverjar þessara stúlkna gætu vissulega vanist því og jafnvel sagt opinberlega að þeim félli þessi klæðnaður í geð – sem er einmitt það sem karlskunkar í nánasta umhverfi þeirra vilja heyra. Þar á bæ er talið æskilegast að ekki sjáist mikið til kvenna og það á heldur ekki að heyrast mikið í þeim. Þær þykja best geymdar þar sem þær eru til friðs. Það er vissulega of mikið af boðum og bönnum í þessum heimi. Búrkubann er þó ekki af hinu illa. Það er einmitt rík ástæða til að styðja það heilshugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Trúmál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Allir eiga að hafa rétt á því að sjá andlit þeirrar persónu sem þeir mæta og standa andspænis. Þannig er hægt að lesa í svipbrigði og túlka þau og átta sig á hvað einstaklingur hefur í hyggju. Þegar einstaklingur hylur andlit sitt sést ekki hver hann er, persónuleiki hans hverfur því svipbrigði hans eru ekki greinanleg. Öðrum er ómögulegt að átta sig á því hver er þarna á ferð. Víða um heim klæðast konur búrkum og í nokkrum löndum hefur þeim nú verið meinað að láta sjá sig á almannafæri í slíkum búningi. Allmargir hafa risið upp og mótmælt banninu með þeim rökum að fólk eigi að fá að klæða sig eins og því sýnist. Það er vissulega rétt en þegar klæðnaður nær til þess að viðkomandi fái að hylja andlit sitt svo einungis sjáist í augun þá er rétt að gera miklar athugasemdir. Sjálfsagt er að fólk hylji andlit sitt á grímuböllum eða öðrum álíka skemmtunum þannig að það þekkist ekki. Annars staðar á slíkt engan veginn að líðast. Það er dapurlegt til þess að vita að til séu menningarheimar þar sem konum er gert skylt að hylja andlit sitt og líkama þannig að einungis sjáist í augun. Með slíkum tilskipunum, hvort sem þær eru settar fram í nafni trúarbragða eða hefða, er verið að gera konur andlitslausar um leið og þær eru einangraðar. Ef einhver hópur ætti að rísa upp og mótmæla slíku harðlega þá eru það femínistar. Það gera blessunarlega fjölmargar þeirra og tala réttilega fyrir búrkubanni í nafni kvenfrelsis. Þetta gera þær þó því miður ekki allar, reyndar er engu líkara en að sumar þeirra hafi ruglast illilega í hugmyndafræðinni. Það er beinlínis súrrealískt að horfa upp á hóp femínista víða um heim styðja hið kúgandi karlveldi sem vill skikka konur til að fela líkama sinn í búrku og hylja andlit sitt. Tilgangur þessara karldurga er að gera konur undirgefnar og einangra þær frá öðrum. Þar hafa þeir náð miklum árangri. Síst hefði verið hægt að reikna með því að femínistar kinkuðu samþykkjandi kolli yfir kúgunarhugmyndum þeirra. Það að siður hafi tíðkast lengi í ákveðnum menningarheimum gerir hann hvorki gildan né góðan. Vilja femínistarnir, sem æsa sig svo yfir búrkubanni, virkilega að litlar stúlkur frjálsar og lífsglaðar séu einn daginn, þegar þær hafa náð kynþroskaaldri, settar í sekk og látnar hylja andlit sitt? Einhverjar þessara stúlkna gætu vissulega vanist því og jafnvel sagt opinberlega að þeim félli þessi klæðnaður í geð – sem er einmitt það sem karlskunkar í nánasta umhverfi þeirra vilja heyra. Þar á bæ er talið æskilegast að ekki sjáist mikið til kvenna og það á heldur ekki að heyrast mikið í þeim. Þær þykja best geymdar þar sem þær eru til friðs. Það er vissulega of mikið af boðum og bönnum í þessum heimi. Búrkubann er þó ekki af hinu illa. Það er einmitt rík ástæða til að styðja það heilshugar.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun