Dómari rekur á eftir lögreglu en framlengir farbannið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2018 10:38 Sigurður Kristinsson í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um að hafa staðið að innflutningi á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands í upphafi árs, hefur verið úrskurðaður í farbann til 6. september í Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur hefur staðfest úrskurðinn. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur, frá 26. janúar til 20. apríl sem er hámarkstíminn án þess að gefin sé út ákæra. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar á grundvelli almannahagsmuna. Síðan hefur Sigurður verið í farbanni þótt lögmaður Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, hafi óskað eftir því að hann sætti gæsluvarðhaldi frekar en farbanni.Hefur Stefán Karl bent á að farbann sé frekar íþyngjandi en gæsluvarðhald í tilfelli Sigurðar þótt almennt þyki hið síðarnefnda, þegar menn eru á bak við lás og slá, þyngra úrræði. Hins vegar er svo að sá tími sem menn eru í gæsluvarðhaldi dregst frá fangelsisvist sem menn gætu síðar verið dæmdir til.Telur farbann verra en gæsluvarðhald Héraðsdómur tekur undir sjónarmið Stefáns Karls að rannsókn málsins hafi tekið langan tíma miðað við þær upplýsingar sem gefnar hafi verið af lögreglu. Leggur dómurinn á það áherslu að rannsókn verði flýtt eins og frekast er kostur. Lögregla útskýrir seinagang rannsóknar með töfum sem orðið hafi verið við afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni. Í kröfunni um farbann er minnt á að Sigurður gæti átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Það varði almannahag að hann geti ekki farið úr landi. Sigurður hefur játað sök í yfirheyrslum hjá lögreglu en fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins. Lögregla komst á snoðir um innflutninginn og skipti efnunum, sem falin voru í taflmönnum, út fyrir gerviefni.Einnig grunaður um skattalagabrot Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs. Sunna man ekki hvað gerðist í aðdraganda þess að hún féll. Eftir að hafa dvalið lengi á spænskum sjúkrahúsum, á meðan hún var grunuð af spænskum yfirvöldum að aðild að smyglinu og í farbanni af þeim sökum, kom hún til Íslands þann 8. apríl. Þá er Sigurður ákærður fyrir meirháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um að hafa staðið að innflutningi á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands í upphafi árs, hefur verið úrskurðaður í farbann til 6. september í Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur hefur staðfest úrskurðinn. Málið hefur verið kennt við Skáksamband Íslands þar sem reynt var að fela fíkniefnin í skákmunum og senda í húsakynni sambandsins þar sem þau átti að nálgast. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur, frá 26. janúar til 20. apríl sem er hámarkstíminn án þess að gefin sé út ákæra. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar á grundvelli almannahagsmuna. Síðan hefur Sigurður verið í farbanni þótt lögmaður Sigurðar, Stefán Karl Kristjánsson, hafi óskað eftir því að hann sætti gæsluvarðhaldi frekar en farbanni.Hefur Stefán Karl bent á að farbann sé frekar íþyngjandi en gæsluvarðhald í tilfelli Sigurðar þótt almennt þyki hið síðarnefnda, þegar menn eru á bak við lás og slá, þyngra úrræði. Hins vegar er svo að sá tími sem menn eru í gæsluvarðhaldi dregst frá fangelsisvist sem menn gætu síðar verið dæmdir til.Telur farbann verra en gæsluvarðhald Héraðsdómur tekur undir sjónarmið Stefáns Karls að rannsókn málsins hafi tekið langan tíma miðað við þær upplýsingar sem gefnar hafi verið af lögreglu. Leggur dómurinn á það áherslu að rannsókn verði flýtt eins og frekast er kostur. Lögregla útskýrir seinagang rannsóknar með töfum sem orðið hafi verið við afhendingu gagna frá lögregluyfirvöldum á Spáni. Í kröfunni um farbann er minnt á að Sigurður gæti átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Það varði almannahag að hann geti ekki farið úr landi. Sigurður hefur játað sök í yfirheyrslum hjá lögreglu en fíkniefnin bárust þó aldrei til landsins. Lögregla komst á snoðir um innflutninginn og skipti efnunum, sem falin voru í taflmönnum, út fyrir gerviefni.Einnig grunaður um skattalagabrot Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem féll úr mikilli hæð á heimili þeirra á Spáni í upphafi árs. Sunna man ekki hvað gerðist í aðdraganda þess að hún féll. Eftir að hafa dvalið lengi á spænskum sjúkrahúsum, á meðan hún var grunuð af spænskum yfirvöldum að aðild að smyglinu og í farbanni af þeim sökum, kom hún til Íslands þann 8. apríl. Þá er Sigurður ákærður fyrir meirháttar skattalagabrot í tengslum við reksturinn á verktakafyrirtækinu SS verk.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Rannsókn á falli Sunnu og Skáksambandsmálinu enn í gangi Beðið eftir gögnum frá Spáni. 2. ágúst 2018 10:56
600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09
Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. 27. apríl 2018 18:21
Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00