Google hannar leitarvél með ritskoðun fyrir Kínverja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Verkefnið er umdeilt innan fyrirtækisins. Vísir/Getty Google vinnur nú að nýrri leitarvél fyrir kínverskan markað. Samnefnd leitarvél fyrirtækisins er á svarta listanum þar í landi, er sum sé á bak við Netkínamúrinn svokallaða líkt og fjölmargar aðrar síður sem sýna eða veita aðgang að efni sem kínverska ríkisstjórnin telur óæskilegt. The Intercept greindi frá málinu í gær en miðillinn hefur í fórum sínum lekin skjöl frá stórfyrirtækinu um verkefnin. Innan Google er verkefnið kallað Drekafluga og hefur verið unnið að því síðan síðasta vor. Aukinn þungi var svo settur í verkefnið eftir að framkvæmdastjórinn Sundar Pichai fundaði með kínverskum embættismönnum í desember. Ekki á að verða hægt að finna neitt sem kínverska ríkisstjórnin vill ekki að almenningur þar í landi fletti upp. Yfirvöld hafa til að mynda bannað vefsíður sem innihalda upplýsingar um andstæðinga stjórnvalda, tjáningarfrelsi og atburðina á Torgi hins himneska friðar 1989. Google mun því setja síu í leitarvél sína svo niðurstöður sem nú þegar eru á bak við Netkínamúrinn finnist ekki. Þá mun ekki heldur verða hægt að fletta upp ákveðnum bannorðum. Verði það reynt, samkvæmt skjölunum sem Intercept hefur, munu engar niðurstöður birtast. Google vildi ekki svara spurningum Intercept um málið en heimildarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið þar sem þau sem starfa að verkefninu mega ekki ræða við fjölmiðla, sagði samstarfsmenn sína hafa áhyggjur af því að verkefnið stangist á við almenna siðferðiskennd. Starfsmaðurinn sagðist sjálfur andsnúinn því að stórfyrirtæki ynnu með yfirvöldum að kúgun sem þessari. Ritskoðun Kínverja og aðstoð Google gæti verið slæmt fordæmi fyrir önnur ríki. Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Tengdar fréttir Google lætur undan þrýstingi vegna hergagnasamninga eftir míotmæli starfsmanna Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. 2. júní 2018 14:32 ESB sektar Google um 4,3 milljarða evra vegna Android Evrópusambandið hefur ákveðið að sekta bandaríska tæknirisann Google um 4,3 milljarða evra vegna Android-stýrikerfisins. 18. júlí 2018 11:30 Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. 18. júní 2018 15:45 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Google vinnur nú að nýrri leitarvél fyrir kínverskan markað. Samnefnd leitarvél fyrirtækisins er á svarta listanum þar í landi, er sum sé á bak við Netkínamúrinn svokallaða líkt og fjölmargar aðrar síður sem sýna eða veita aðgang að efni sem kínverska ríkisstjórnin telur óæskilegt. The Intercept greindi frá málinu í gær en miðillinn hefur í fórum sínum lekin skjöl frá stórfyrirtækinu um verkefnin. Innan Google er verkefnið kallað Drekafluga og hefur verið unnið að því síðan síðasta vor. Aukinn þungi var svo settur í verkefnið eftir að framkvæmdastjórinn Sundar Pichai fundaði með kínverskum embættismönnum í desember. Ekki á að verða hægt að finna neitt sem kínverska ríkisstjórnin vill ekki að almenningur þar í landi fletti upp. Yfirvöld hafa til að mynda bannað vefsíður sem innihalda upplýsingar um andstæðinga stjórnvalda, tjáningarfrelsi og atburðina á Torgi hins himneska friðar 1989. Google mun því setja síu í leitarvél sína svo niðurstöður sem nú þegar eru á bak við Netkínamúrinn finnist ekki. Þá mun ekki heldur verða hægt að fletta upp ákveðnum bannorðum. Verði það reynt, samkvæmt skjölunum sem Intercept hefur, munu engar niðurstöður birtast. Google vildi ekki svara spurningum Intercept um málið en heimildarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið þar sem þau sem starfa að verkefninu mega ekki ræða við fjölmiðla, sagði samstarfsmenn sína hafa áhyggjur af því að verkefnið stangist á við almenna siðferðiskennd. Starfsmaðurinn sagðist sjálfur andsnúinn því að stórfyrirtæki ynnu með yfirvöldum að kúgun sem þessari. Ritskoðun Kínverja og aðstoð Google gæti verið slæmt fordæmi fyrir önnur ríki.
Birtist í Fréttablaðinu Google Tækni Tengdar fréttir Google lætur undan þrýstingi vegna hergagnasamninga eftir míotmæli starfsmanna Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. 2. júní 2018 14:32 ESB sektar Google um 4,3 milljarða evra vegna Android Evrópusambandið hefur ákveðið að sekta bandaríska tæknirisann Google um 4,3 milljarða evra vegna Android-stýrikerfisins. 18. júlí 2018 11:30 Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. 18. júní 2018 15:45 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Google lætur undan þrýstingi vegna hergagnasamninga eftir míotmæli starfsmanna Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. 2. júní 2018 14:32
ESB sektar Google um 4,3 milljarða evra vegna Android Evrópusambandið hefur ákveðið að sekta bandaríska tæknirisann Google um 4,3 milljarða evra vegna Android-stýrikerfisins. 18. júlí 2018 11:30
Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. 18. júní 2018 15:45