Skattaundanskotin hleyptu lífi í umræður Grétar Þór Sigurðsson skrifar 11. maí 2018 06:00 Sigurður Hannesson og Líf Magneudóttir voru meðal þátttakenda í gær. Vísir Orð forseta borgarstjórnar, Lífar Magneudóttur, um skattalagabrot vegna heimagistingar sem hún lét falla á fundinum Leiðtogaumræður í Reykjavík vöktu athygli í vikunni og sitt sýndist hverjum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og einn af spyrlum fundarins, sagði ummælin áhugaverð. „Ég held að við séum öll mjög löghlýðin og ég held líka að þeir sem eru að leigja út á Airbnb vilji vera löghlýðnir og ríkisskattstjóri nennir eðlilega ekki að eltast við þetta,“ sagði Líf á fundinum auk þess sem hún sagði að um smápeninga væri að ræða og að það væru stærri fiskar sem skattayfirvöld hefðu við að eltast. „Henni fannst þetta vera eitthvað smámál sem engu máli skiptir,“ segir Sigurður um ummælin og bætir við „Hún var að ranghvolfa í sér augunum þegar aðrir voru að tala.“ Aðspurður um hvort Líf hafi þannig sýnt öðrum á fundinum vanvirðingu segir Sigurður: „Það var allavega upplifun okkar fundarmanna eftir fundinn.“ Líf segist í samtali við Fréttablaðið mögulega hafa brosað út í annað en veit að öðru leyti ekki um hvað Sigurður er að tala, sjálfur hafi hann átt það til að grípa fram í fyrir fundarmönnum. Varðandi ummælin um Airbnb segir Líf þau hafa verið óheppileg. „Ég talaði fjálglega. Málið er að ríkisskatturinn hefur ekki starfsfólk til að elta einstaka ólöglega starfsemi á Airbnb. Þetta eru ótrúlega miklir peningar sem við verðum að fá inn í hagkerfið.“ Sigurður minnist einnig á ummæli Lífar um húsnæðis- og skipulagsmál. „Það var mjög áhugavert að heyra fulltrúa VG segja að umræður um þetta mál væru þreytandi og leiðinlegar. Ég held að fólki þætti það mjög leiðinlegt ef það gæti ekki eignast þak yfir höfuðið,“ segir Sigurður Líf bendir á að hún hafi verið að vísa í umræður um lóðir og úthlutanir þeirra í þessu samhengi. „Mér finnst umræðan festast svo mikið í þessu. Við getum ekki bara tengt hana við einhvern lóðaskort. Það tekur tíma að búa til nútímalega borg. Það er rask og óþægindi sem fylgja því og svo er það búið,“ segir Líf sem vísar þar til þéttingar byggðar sem er að hennar mati einkenni borgarskipulags 21. aldar. Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Orð forseta borgarstjórnar, Lífar Magneudóttur, um skattalagabrot vegna heimagistingar sem hún lét falla á fundinum Leiðtogaumræður í Reykjavík vöktu athygli í vikunni og sitt sýndist hverjum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og einn af spyrlum fundarins, sagði ummælin áhugaverð. „Ég held að við séum öll mjög löghlýðin og ég held líka að þeir sem eru að leigja út á Airbnb vilji vera löghlýðnir og ríkisskattstjóri nennir eðlilega ekki að eltast við þetta,“ sagði Líf á fundinum auk þess sem hún sagði að um smápeninga væri að ræða og að það væru stærri fiskar sem skattayfirvöld hefðu við að eltast. „Henni fannst þetta vera eitthvað smámál sem engu máli skiptir,“ segir Sigurður um ummælin og bætir við „Hún var að ranghvolfa í sér augunum þegar aðrir voru að tala.“ Aðspurður um hvort Líf hafi þannig sýnt öðrum á fundinum vanvirðingu segir Sigurður: „Það var allavega upplifun okkar fundarmanna eftir fundinn.“ Líf segist í samtali við Fréttablaðið mögulega hafa brosað út í annað en veit að öðru leyti ekki um hvað Sigurður er að tala, sjálfur hafi hann átt það til að grípa fram í fyrir fundarmönnum. Varðandi ummælin um Airbnb segir Líf þau hafa verið óheppileg. „Ég talaði fjálglega. Málið er að ríkisskatturinn hefur ekki starfsfólk til að elta einstaka ólöglega starfsemi á Airbnb. Þetta eru ótrúlega miklir peningar sem við verðum að fá inn í hagkerfið.“ Sigurður minnist einnig á ummæli Lífar um húsnæðis- og skipulagsmál. „Það var mjög áhugavert að heyra fulltrúa VG segja að umræður um þetta mál væru þreytandi og leiðinlegar. Ég held að fólki þætti það mjög leiðinlegt ef það gæti ekki eignast þak yfir höfuðið,“ segir Sigurður Líf bendir á að hún hafi verið að vísa í umræður um lóðir og úthlutanir þeirra í þessu samhengi. „Mér finnst umræðan festast svo mikið í þessu. Við getum ekki bara tengt hana við einhvern lóðaskort. Það tekur tíma að búa til nútímalega borg. Það er rask og óþægindi sem fylgja því og svo er það búið,“ segir Líf sem vísar þar til þéttingar byggðar sem er að hennar mati einkenni borgarskipulags 21. aldar.
Airbnb Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira