Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. maí 2018 06:00 Aðeins rúmum mánuði eftir að stjórn Hörpu hækkaði laun forstjórans um 20 prósent var þjónustufulltrúum tilkynnt um launalækkun í hagræðingaraðgerðum. Einum þeirra blöskraði svo mikið að hann sagði upp. Vísir/eyþór Þjónustufulltrúa í Hörpu ofbauð svo frétt af launahækkun forstjóra Hörpu í fyrra sem Fréttablaðið greindi frá í gær að hann fór rakleiðis og sagði upp. Ástæðan er að hann og samstarfsfólk hans neyddist til að taka á sig verulega launalækkun hjá Hörpu um áramótin. „Ég veit ekki til þess að aðrir en þjónustufulltrúarnir hafi verið lækkaðir í launum, sem notabene eru lægst launuðu starfsmenn hússins,“ segir Örvar Blær Guðmundsson, námsmaður og fyrrverandi þjónustufulltrúi í Hörpu, sem sagði upp í gær. Hann segir starfsmenn verulega ósátta við að hafa verið stillt upp við vegg til að taka á sig launalækkun aðeins rúmum mánuði eftir að laun forstjórans voru hækkuð um rúm 20 prósent síðastliðið sumar.Sjá einnig: Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkunÖrvar segir að tilkynnt hafi verið um aðgerðirnar í lok september, en þær fólu í sér að tímakaup fyrir kvöld- og helgarvinnu átti að lækka um 12,7 prósent, en dagvinnutaxti um 21,4 prósent. Auk skerðingar á fjölda greiddra tíma fyrir útköll til vinnu. Lagður hafi verið fram nýr ráðningarsamningur fyrir starfsmenn til undirskriftar. Örvar segir að tilboðið hafi vægast sagt lagst illa í fólk á þeim tíma og því hafi verið leitað til lögfræðinga stéttarfélagsins VR. Svanhildur Konráðsdóttir er forstjóri Hörpu.Vísir/valli„Við sögðum að þessi launalækkun væri ekki í lagi og reyndum að fara í eins hart og við gátum. Leituðum til VR og þá kom í ljós að það var eitthvað í samningnum sem ekki stóðst skoðun. Við lögðum fram móttilboð og Harpa kom eitthvað eilítið til móts við okkur en annars var þetta bara „take it or leave it“,“ segir Örvar. Nýr samningur tók gildi í ársbyrjun 2018 en þar varð lendingin að yfirvinnukaup starfsmanns með árs starfsreynslu eða meira lækkaði um tæp 9 prósent og dagvinnutaxti um 17 prósent. Örvar segir nokkra þjónustufulltrúa hafa sagt upp þá. „Þetta er auðvitað þægileg vinna með skóla og flestir tóku nýja samningnum. Ekki með glöðu geði, en eftir að þessi frétt birtist, þá breytti það öllu. Ég er búinn að tala við krakkana sem eru að vinna með mér og það er mikil reiði meðal þeirra,“ segir Örvar. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að þjónustufulltrúum hafi áður verið greitt 40 prósenta álag umfram dagvinnutaxta kjarasamninga og 26 prósent á yfirvinnu, auk 4 tíma lágmarks óháð framlagi. Samningum þjónustufulltrúa hafi verið sagt upp með 4 mánaða fyrirvara síðastliðið haust. Í nýjum samningi sé nú greitt 15 prósent umfram kjarasamninga jafnt á dagvinnu og eftirvinnu og aðeins greitt 4 tíma lágmark um helgar en 3 í dagvinnu. Hún staðfestir að aðrir starfsmenn hafi ekki sætt viðlíka launalækkunum, hvorki hún né aðrir stjórnendur. „En ég ítreka að þessi vinna er enn í fullum gangi og er engan veginn lokið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00 Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þjónustufulltrúa í Hörpu ofbauð svo frétt af launahækkun forstjóra Hörpu í fyrra sem Fréttablaðið greindi frá í gær að hann fór rakleiðis og sagði upp. Ástæðan er að hann og samstarfsfólk hans neyddist til að taka á sig verulega launalækkun hjá Hörpu um áramótin. „Ég veit ekki til þess að aðrir en þjónustufulltrúarnir hafi verið lækkaðir í launum, sem notabene eru lægst launuðu starfsmenn hússins,“ segir Örvar Blær Guðmundsson, námsmaður og fyrrverandi þjónustufulltrúi í Hörpu, sem sagði upp í gær. Hann segir starfsmenn verulega ósátta við að hafa verið stillt upp við vegg til að taka á sig launalækkun aðeins rúmum mánuði eftir að laun forstjórans voru hækkuð um rúm 20 prósent síðastliðið sumar.Sjá einnig: Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkunÖrvar segir að tilkynnt hafi verið um aðgerðirnar í lok september, en þær fólu í sér að tímakaup fyrir kvöld- og helgarvinnu átti að lækka um 12,7 prósent, en dagvinnutaxti um 21,4 prósent. Auk skerðingar á fjölda greiddra tíma fyrir útköll til vinnu. Lagður hafi verið fram nýr ráðningarsamningur fyrir starfsmenn til undirskriftar. Örvar segir að tilboðið hafi vægast sagt lagst illa í fólk á þeim tíma og því hafi verið leitað til lögfræðinga stéttarfélagsins VR. Svanhildur Konráðsdóttir er forstjóri Hörpu.Vísir/valli„Við sögðum að þessi launalækkun væri ekki í lagi og reyndum að fara í eins hart og við gátum. Leituðum til VR og þá kom í ljós að það var eitthvað í samningnum sem ekki stóðst skoðun. Við lögðum fram móttilboð og Harpa kom eitthvað eilítið til móts við okkur en annars var þetta bara „take it or leave it“,“ segir Örvar. Nýr samningur tók gildi í ársbyrjun 2018 en þar varð lendingin að yfirvinnukaup starfsmanns með árs starfsreynslu eða meira lækkaði um tæp 9 prósent og dagvinnutaxti um 17 prósent. Örvar segir nokkra þjónustufulltrúa hafa sagt upp þá. „Þetta er auðvitað þægileg vinna með skóla og flestir tóku nýja samningnum. Ekki með glöðu geði, en eftir að þessi frétt birtist, þá breytti það öllu. Ég er búinn að tala við krakkana sem eru að vinna með mér og það er mikil reiði meðal þeirra,“ segir Örvar. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að þjónustufulltrúum hafi áður verið greitt 40 prósenta álag umfram dagvinnutaxta kjarasamninga og 26 prósent á yfirvinnu, auk 4 tíma lágmarks óháð framlagi. Samningum þjónustufulltrúa hafi verið sagt upp með 4 mánaða fyrirvara síðastliðið haust. Í nýjum samningi sé nú greitt 15 prósent umfram kjarasamninga jafnt á dagvinnu og eftirvinnu og aðeins greitt 4 tíma lágmark um helgar en 3 í dagvinnu. Hún staðfestir að aðrir starfsmenn hafi ekki sætt viðlíka launalækkunum, hvorki hún né aðrir stjórnendur. „En ég ítreka að þessi vinna er enn í fullum gangi og er engan veginn lokið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00 Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00
Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00