Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Birgir Olgeirsson skrifar 16. apríl 2018 21:08 Hart hefur verið deilt um ágæti frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í því er lagt til að allt að sex ára fangelsi liggi við því að umskera drengi. Vísir/Getty Ráðstefna um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun en mikill áhugi er á ráðstefnunni erlendis frá. Talsmaður Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi fjölda blaðamanna og fréttastofa hafa sýnt ráðstefnunni áhuga og hafa nokkrir boðað komu sína hingað til lands. Mikil umræða hefur átt sér stað hér á landi og erlendis vegna frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja hér á landi. Átján manns eru á mælendaskráskrá og lang flestir þeirra erlendir. Þar á meðal eru fulltrúar gyðinga í Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Danmörk og fulltrúi frá félagi gyðinga í Evrópu. Þá verða einnig á mælendaskrá fulltrúar múslima frá Finnlandi, Skotlandi og Íslandi. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og Salvör Nordal umboðsmaður barna, verða einnig á mælendaskrá ásamt öðrum.Jakob Rolland.Mynd/Haraldur JónssonTalsmaður Samráðsvettvangsins er Jakob Rolland, sem einnig er talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, segir Samráðsvettvanginn ekki taka afstöðu til málsins en vilji gefa þeim trúfélögum sem frumvarpið snertir mest tækifæri til að tjá sig. „Það er tvennt sem við höfum í huga. Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit, við höfum aðallega heyrt raddir sem styðja frumvarpið. Þingmenn eru eiginlega að fást nú við málefni sem snertir fyrst og fremst gyðinga og múslima og að okkar mati er að lágmarki að tala við gyðinga og múslima. Ef maður ákveður eitthvað sem varðar þau verður maður líka að tala við þau. Markmiðið að raddir þeirra heyrist og þeir heyri rökin sem standa að baki lagafrumvarpinu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir flesta sem taka til máls á morgun hafa boðið sig fram til þess. Jakob segir að í raun hafi ráðstefnan verið skipulögð vegna þess að þessi hópur var á leið til landsins til að ræða við þingmenn og því hafi verið upplagt að boða til þessa málþings svo sem flestir hafi færi á að heyra þeirra sjónarmið. Hann segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá fréttastofum og blaðamönnum erlendis frá og hafa meðal annars fulltrúar breska dagblaðsins Daily Telegraph og hollenska sjónvarpsins boðað komu sína hingað til lands. Hann segir alla velkomna á ráðstefnuna á morgun og að henni verði streymt beint á netinu. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ráðstefna um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun en mikill áhugi er á ráðstefnunni erlendis frá. Talsmaður Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi fjölda blaðamanna og fréttastofa hafa sýnt ráðstefnunni áhuga og hafa nokkrir boðað komu sína hingað til lands. Mikil umræða hefur átt sér stað hér á landi og erlendis vegna frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja hér á landi. Átján manns eru á mælendaskráskrá og lang flestir þeirra erlendir. Þar á meðal eru fulltrúar gyðinga í Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Danmörk og fulltrúi frá félagi gyðinga í Evrópu. Þá verða einnig á mælendaskrá fulltrúar múslima frá Finnlandi, Skotlandi og Íslandi. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og Salvör Nordal umboðsmaður barna, verða einnig á mælendaskrá ásamt öðrum.Jakob Rolland.Mynd/Haraldur JónssonTalsmaður Samráðsvettvangsins er Jakob Rolland, sem einnig er talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, segir Samráðsvettvanginn ekki taka afstöðu til málsins en vilji gefa þeim trúfélögum sem frumvarpið snertir mest tækifæri til að tjá sig. „Það er tvennt sem við höfum í huga. Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit, við höfum aðallega heyrt raddir sem styðja frumvarpið. Þingmenn eru eiginlega að fást nú við málefni sem snertir fyrst og fremst gyðinga og múslima og að okkar mati er að lágmarki að tala við gyðinga og múslima. Ef maður ákveður eitthvað sem varðar þau verður maður líka að tala við þau. Markmiðið að raddir þeirra heyrist og þeir heyri rökin sem standa að baki lagafrumvarpinu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir flesta sem taka til máls á morgun hafa boðið sig fram til þess. Jakob segir að í raun hafi ráðstefnan verið skipulögð vegna þess að þessi hópur var á leið til landsins til að ræða við þingmenn og því hafi verið upplagt að boða til þessa málþings svo sem flestir hafi færi á að heyra þeirra sjónarmið. Hann segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá fréttastofum og blaðamönnum erlendis frá og hafa meðal annars fulltrúar breska dagblaðsins Daily Telegraph og hollenska sjónvarpsins boðað komu sína hingað til lands. Hann segir alla velkomna á ráðstefnuna á morgun og að henni verði streymt beint á netinu. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Markmiðið samráðsvettvangsins er meðal annars að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira