Varpaði ljósi á Google-leitir Madsen fyrir kafbátaferðina með Wall Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2018 14:28 Teikning úr dómsal. Peter Madsen snýr baki í teiknarann. Vísir/AFP Saksóknari í málinu gegn Peter Madsen vegna andláts Kim Wall eyddi megninu af deginum í dag dómsal í Kaupmannahöfn að þylja upp Google-leitir úr tölvum og símum uppfinningamannsins danska. Með þessu er saksóknari að reyna að sýna fram á að Madsen hafi ráðgert að myrða Wall.Réttarhöldin héldu áfram í dag en fyrir páska reyndi saksóknari að varpa ljósi á kynferðislega hegðun Madsens, en hann virðist meðal annars hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum sem Kim Wall fór sína hinstu för í þann 10. ágúst síðastliðinn.Nær öll vitni í málinu hafa komið fyrir dómara en eftir á að ákveða hvort að fyrrverandi eiginkona Madsen beri vitni auk þess sem að verjandi Madsen hefur farið fram á tölvusérfræðingur frá dönsku lögreglunni sem fór yfir tölvugögn í fórum Madsen svari frekari spurningum. Jakob Buch-Jepsen sækir Peter Madsen til saka.Vísir/AFP Leitaði að „Game of Thrones“ og aftökmyndböndum frá ISIS Það voru þessi tölvugögn sem voru til umfjöllunar megnið af deginum í dag. Fór saksóknari yfir öll þau gögn sem fundust í tölvum Madsen sem embætti hans telur að varði málið. Meðal þess sem fannst voru kynlífsmyndbönd af Madsen með konum.Þá fundust einnig myndbönd þar sem sjá má konur vera brenndar en alls fundust fjöldi myndbanda og mynda þar sem verið sjá má einhvers konar misþyrmingu á konum. Saksóknari lagði einnig fram leitir úr leitarvélinni Google sem Madsen er sagður hafa framkvæmt.Kom fram að allt frá árinu 2010 hafi Madsen leitað að klámfengnu efni sem og efni þar sem sjá má verið að taka konur af lífi. Gögn saksóknara voru mjög nákvæm en fyrir dómi kom fram að Madsen hafði meðal annars leitað að orðunum „Game of Thrones,“ „Gyldendals Boldklub“ og „Cute Cats“ svo dæmi séu tekin.Kom einnig fram að 26. júlí, um tveimur vikum áður en Wall lét lífið, leitaði Madsen að aftökumyndböndum frá ISIS sem og öðrum aftökumyndböndum. Daginn áður en Wall og Madsen héldu út um borð í kafbáti Madsen framkvæmdi hann Google-leitir með orðunum „girl“ „pain“ og „háls“ eða „stúlka“, „sársauki“, og „háls“. Kim Wall var sænskur blaðamaður í blóma lífsins.Vísir/AFP Verjandi Madsen segir að leit sé ekki það sama og heimsókn á vefsíðu Sagði saksóknari einnig að þann 27. júlí hafi Madsen leitað ítrekað að orðinu „álpípa“ á Google.„Ástæðan fyrir því að við höfum áhuga á þessu er að pípa var bundin við Kim Wall,“ sagði Jakob Buch-Jepsen, saksóknari.Verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, lét ítrekað í sér heyra á meðan Jepsen þuldi upp Google-leitir Madsen. Minnti Engmark dómara á að þó að Madsen hafi leitað að tilteknum orðum þýði það ekki endilega að Madsen hafi heimsótt vefsíðurnar sem leitirnar hafi skilað.Sagði hún einnig að ekki væri víst að Madsen hafði horft á þau myndbönd sem saksóknari minntist á fyrir dómi í dag, jafnvel þó að þau hafi verið opnuð. Ekki væri samasemmerki þarna á milli.Hefur Engmark sem fyrr segir krafist þess að fá að spyrja sérfræðinginn sem fór yfir tölvur Madsen út í vinnu hans, meðal annars til þess að sjá hvort að hægt sé að fá úr því skorið hvort að Madsen hafi raunverulega skoðað það sem hann leitaði að.Réttarhöldin halda áfram á morgun. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27 Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 „Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Saksóknari í málinu gegn Peter Madsen vegna andláts Kim Wall eyddi megninu af deginum í dag dómsal í Kaupmannahöfn að þylja upp Google-leitir úr tölvum og símum uppfinningamannsins danska. Með þessu er saksóknari að reyna að sýna fram á að Madsen hafi ráðgert að myrða Wall.Réttarhöldin héldu áfram í dag en fyrir páska reyndi saksóknari að varpa ljósi á kynferðislega hegðun Madsens, en hann virðist meðal annars hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum sem Kim Wall fór sína hinstu för í þann 10. ágúst síðastliðinn.Nær öll vitni í málinu hafa komið fyrir dómara en eftir á að ákveða hvort að fyrrverandi eiginkona Madsen beri vitni auk þess sem að verjandi Madsen hefur farið fram á tölvusérfræðingur frá dönsku lögreglunni sem fór yfir tölvugögn í fórum Madsen svari frekari spurningum. Jakob Buch-Jepsen sækir Peter Madsen til saka.Vísir/AFP Leitaði að „Game of Thrones“ og aftökmyndböndum frá ISIS Það voru þessi tölvugögn sem voru til umfjöllunar megnið af deginum í dag. Fór saksóknari yfir öll þau gögn sem fundust í tölvum Madsen sem embætti hans telur að varði málið. Meðal þess sem fannst voru kynlífsmyndbönd af Madsen með konum.Þá fundust einnig myndbönd þar sem sjá má konur vera brenndar en alls fundust fjöldi myndbanda og mynda þar sem verið sjá má einhvers konar misþyrmingu á konum. Saksóknari lagði einnig fram leitir úr leitarvélinni Google sem Madsen er sagður hafa framkvæmt.Kom fram að allt frá árinu 2010 hafi Madsen leitað að klámfengnu efni sem og efni þar sem sjá má verið að taka konur af lífi. Gögn saksóknara voru mjög nákvæm en fyrir dómi kom fram að Madsen hafði meðal annars leitað að orðunum „Game of Thrones,“ „Gyldendals Boldklub“ og „Cute Cats“ svo dæmi séu tekin.Kom einnig fram að 26. júlí, um tveimur vikum áður en Wall lét lífið, leitaði Madsen að aftökumyndböndum frá ISIS sem og öðrum aftökumyndböndum. Daginn áður en Wall og Madsen héldu út um borð í kafbáti Madsen framkvæmdi hann Google-leitir með orðunum „girl“ „pain“ og „háls“ eða „stúlka“, „sársauki“, og „háls“. Kim Wall var sænskur blaðamaður í blóma lífsins.Vísir/AFP Verjandi Madsen segir að leit sé ekki það sama og heimsókn á vefsíðu Sagði saksóknari einnig að þann 27. júlí hafi Madsen leitað ítrekað að orðinu „álpípa“ á Google.„Ástæðan fyrir því að við höfum áhuga á þessu er að pípa var bundin við Kim Wall,“ sagði Jakob Buch-Jepsen, saksóknari.Verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, lét ítrekað í sér heyra á meðan Jepsen þuldi upp Google-leitir Madsen. Minnti Engmark dómara á að þó að Madsen hafi leitað að tilteknum orðum þýði það ekki endilega að Madsen hafi heimsótt vefsíðurnar sem leitirnar hafi skilað.Sagði hún einnig að ekki væri víst að Madsen hafði horft á þau myndbönd sem saksóknari minntist á fyrir dómi í dag, jafnvel þó að þau hafi verið opnuð. Ekki væri samasemmerki þarna á milli.Hefur Engmark sem fyrr segir krafist þess að fá að spyrja sérfræðinginn sem fór yfir tölvur Madsen út í vinnu hans, meðal annars til þess að sjá hvort að hægt sé að fá úr því skorið hvort að Madsen hafi raunverulega skoðað það sem hann leitaði að.Réttarhöldin halda áfram á morgun.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27 Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 „Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27
Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51
„Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“