Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 11:27 Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen. Vísir/AFP Danski uppfinningmaðurinn Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall, var rekinn úr dönskum BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur og taka ekki virkan þátt. Þetta kom fram í svörum vitnis við réttarhöldin yfir Madsen, sem halda áfram í dag. Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Madsen hófst í dag og eins og áður er þeim lýst í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins. Fyrsta vitni dagsins var karlmaður, sem sat í stjórn samtakanna „Det Sorte Selskab“ eða „Svarta félagsins“, í hverjum Madsen var félagsmaður um aldamótin 2000. Samtökin eru fyrir fólk sem leitast eftir því að stunda svokallað BDSM-kynlíf, sem samkvæmt heimasíðu BDSM á Íslandi snýst um „valdaskipti og/eða blæti á einn eða annan hátt,“ og hittust félagsmenn reglulega til þeirrar ástundunar. Vitnið sagði Madsen hafa verið meðlimur í samtökunum í stuttan tíma en að hann hafi verið rekinn vegna þess að hann virtist „yfirvegaður og rólegur maður, sem lét fara vel um sig og fylgdist með. Hann virtist frekar vera áhugasamur en virkilega knúinn áfram af losta.“Sjá einnig: Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinnÁður hefur komið fram að Madsen hafi verið „heillaður af dauðanum.“ Fjölmörg myndbönd, sem fundist hafa í síma og tölvu Madsens, hafa verið sýnd við réttarhöldin og innihalda þau flest gróft ofbeldi og misþyrmingar af einhverju tagi. Þá hefur Madsen sjálfur leikið í klámmyndum, að því er fram kom í framburði eins vitnis í vikunni, og hann er auk þess sagður hafa viljað taka upp svokallaða „snuff“-mynd með konu í kafbáti sínum. Í slíkri mynd deyr einhver í alvörunni. Peter Madsen er grunaður um að hafa myrt Kim Wall í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur um siglingar. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Danski uppfinningmaðurinn Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall, var rekinn úr dönskum BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur og taka ekki virkan þátt. Þetta kom fram í svörum vitnis við réttarhöldin yfir Madsen, sem halda áfram í dag. Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Madsen hófst í dag og eins og áður er þeim lýst í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins. Fyrsta vitni dagsins var karlmaður, sem sat í stjórn samtakanna „Det Sorte Selskab“ eða „Svarta félagsins“, í hverjum Madsen var félagsmaður um aldamótin 2000. Samtökin eru fyrir fólk sem leitast eftir því að stunda svokallað BDSM-kynlíf, sem samkvæmt heimasíðu BDSM á Íslandi snýst um „valdaskipti og/eða blæti á einn eða annan hátt,“ og hittust félagsmenn reglulega til þeirrar ástundunar. Vitnið sagði Madsen hafa verið meðlimur í samtökunum í stuttan tíma en að hann hafi verið rekinn vegna þess að hann virtist „yfirvegaður og rólegur maður, sem lét fara vel um sig og fylgdist með. Hann virtist frekar vera áhugasamur en virkilega knúinn áfram af losta.“Sjá einnig: Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinnÁður hefur komið fram að Madsen hafi verið „heillaður af dauðanum.“ Fjölmörg myndbönd, sem fundist hafa í síma og tölvu Madsens, hafa verið sýnd við réttarhöldin og innihalda þau flest gróft ofbeldi og misþyrmingar af einhverju tagi. Þá hefur Madsen sjálfur leikið í klámmyndum, að því er fram kom í framburði eins vitnis í vikunni, og hann er auk þess sagður hafa viljað taka upp svokallaða „snuff“-mynd með konu í kafbáti sínum. Í slíkri mynd deyr einhver í alvörunni. Peter Madsen er grunaður um að hafa myrt Kim Wall í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur um siglingar.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51
„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31