Vilja banna sölu á límgildrum sem ekki má nota Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2018 20:00 Dýralæknir hjá Matvælastofnun telur þörf á endurskoðun laga til að koma megi í veg fyrir sölu á límgildrum fyrir mýs. Notkun þeirra er talin andstæð dýravelferðarlögum en sala og dreifing á þeim er heimil. Límgildrur fyrir mýs fást víða á Íslandi og njóta töluverðra vinsælda þar sem þær þykja skilvirkar í veiðum. Samkæmt lögum um dýravelferð skal hins vegar ávallt staðið að veiðum þannig að það valdi dýrunum sem minnstum sársauka og á aflífun að taka sem skemmstan tíma. Í frumvarpi til laganna er beinlínis minnst á límgildrur í þessu samhengi og þær sagðar ómannúðlegar þar sem dauðastríð dýra sem í þeim festast getur varað í langan tíma. Notkun þeirra er samkvæmt þessu óheimil en dýralæknir hjá Matvælastofnun segir hins vegar ekki hægt að stöðva sölu þeirra og dreifingu. „Í þessum lögum kemur einnig fram að sala og dreifing á tækjum og tólum sem eru ætluð til að meiða sé bönnuð á dýrum í haldi manna. Þar sem að fæstir halda mýs og önnur meindýr náum við ekki að nýta þessa lagaheimild til þess að gera þessi tæki og tól upptæk eða banna sölu og dreifingu," segir Þóra J. Jónasdóttir. Notkun á gildrunum er bönnuð á öllum Norðurlöndum en einungis í Svíþjóð hefur einnig verið tekið fyrir sölu og dreifingu. Þóra telur misræmið bagalegt. „Ég held það væri skýrar fyrir alla ef það væri sett reglugerð sem tæki á þessum atriðum því augljóslega finnst fólki mjög undarlegt að eitthvað sé leyft í sölu og dreifingu sem svo ekki má nota," segir Þóra. Ekki náðist í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem fer með málaflokkinn við vinnslu fréttarinnar en Þóra segir lögin gera ráð fyrir reglugerð um þetta efni og hefur MAST óskað eftir henni. „Þeir tóku jákvætt í erindi okkar en við höfum svo ekki heyrt meir. Það er mögulega í vinnslu þar eða mér er ekki alveg kunnugt um hvar það mál er statt hjá ráðuneytinu," segir Þóra. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Dýralæknir hjá Matvælastofnun telur þörf á endurskoðun laga til að koma megi í veg fyrir sölu á límgildrum fyrir mýs. Notkun þeirra er talin andstæð dýravelferðarlögum en sala og dreifing á þeim er heimil. Límgildrur fyrir mýs fást víða á Íslandi og njóta töluverðra vinsælda þar sem þær þykja skilvirkar í veiðum. Samkæmt lögum um dýravelferð skal hins vegar ávallt staðið að veiðum þannig að það valdi dýrunum sem minnstum sársauka og á aflífun að taka sem skemmstan tíma. Í frumvarpi til laganna er beinlínis minnst á límgildrur í þessu samhengi og þær sagðar ómannúðlegar þar sem dauðastríð dýra sem í þeim festast getur varað í langan tíma. Notkun þeirra er samkvæmt þessu óheimil en dýralæknir hjá Matvælastofnun segir hins vegar ekki hægt að stöðva sölu þeirra og dreifingu. „Í þessum lögum kemur einnig fram að sala og dreifing á tækjum og tólum sem eru ætluð til að meiða sé bönnuð á dýrum í haldi manna. Þar sem að fæstir halda mýs og önnur meindýr náum við ekki að nýta þessa lagaheimild til þess að gera þessi tæki og tól upptæk eða banna sölu og dreifingu," segir Þóra J. Jónasdóttir. Notkun á gildrunum er bönnuð á öllum Norðurlöndum en einungis í Svíþjóð hefur einnig verið tekið fyrir sölu og dreifingu. Þóra telur misræmið bagalegt. „Ég held það væri skýrar fyrir alla ef það væri sett reglugerð sem tæki á þessum atriðum því augljóslega finnst fólki mjög undarlegt að eitthvað sé leyft í sölu og dreifingu sem svo ekki má nota," segir Þóra. Ekki náðist í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem fer með málaflokkinn við vinnslu fréttarinnar en Þóra segir lögin gera ráð fyrir reglugerð um þetta efni og hefur MAST óskað eftir henni. „Þeir tóku jákvætt í erindi okkar en við höfum svo ekki heyrt meir. Það er mögulega í vinnslu þar eða mér er ekki alveg kunnugt um hvar það mál er statt hjá ráðuneytinu," segir Þóra.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent