„Á þetta fólk alltaf að þurfa að bíða?“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. desember 2017 20:00 Fjárlög og fjáraukalög næsta árs voru samþykkt á Alþingi í gærkvöld. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en samþykkt var að veita 665 milljónum króna til sauðfjárbænda. Formaður Samfylkingar segir gengið fram hjá fátækum en forsætisráðherra segir nauðsynlegt að forgangsraða. Síðasta þingfundi ársins lauk um miðnætti gær og voru fjárlög og fjáraukalög samþykkt með 34 atkvæðum en 24 sátu hjá. Fjárlögin voru samþykkt með tæpum 33 milljarða króna afgangi og nemur útgjaldaaukningin 55,3 milljörðum króna miðað við fjárlög fyrra árs. Mesta heildaraukningin frá síðustu fjárlögum er til heilbrigðismála en hún nemur 22 milljörðum króna. Þá eru framlög til menntamála aukin um 4,1 milljarð en meirihlutinn rennur til háskólanna. Þá eru framlög til vegaframkvæmda aukin um 2,3 milljarða frá síðasta fjárlagafrumvarpi. Tillaga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um verja 665 milljónum króna til sauðfjárbænda var einnig samþykkt í gær. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta halda bændum á floti á meðan leitað er varanlegra lausna. „Þetta eru heilmiklir peningar þó að vissulega sé tekjutapið á síðustu tveimur árum ennþá meira. Það er alveg rúmlega tveir milljarðar ef þú tekur bæði þessi ár," segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. „Þetta hjálpar mönnum að ná endum saman eins langt og það nær en til að styrkja stoðirnar til framtíðar þarf auðvitað að styrkja markaðsstarfið og styrkja sölumálin," segir Sigurður. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu tvisvar til að hækka skerðingarmörk barnabóta upp í 300 þúsund eða að lágmarkslaunum. Formaður Samfylkingar, segir að nýta hefði mátt góða stöðu þjóðarbúsins á toppi hagsveiflunnar til aðgerða fyrir fátæka. „Ef ekki er hægt að ráðast í þetta þá, hvenær þá? Á þetta fólk alltaf að þurfa að bíða? Líka þegar illa árar? Nú hefðum við verið í færi til að afla tekna til að taka raunverulega á ójöfnuði og misskiptingu í landinu," segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að innviðauppbygging hafi verið sett í forgang. „Þar erum við auðvitað að forgangsraða heilbrigðismálunum, sem er sá málaflokkur sem almenningur hefur forgangsraðað efst á sinn lista þegar það hefur verið kannað, erum að forgangsraða menntamálum og erum að auka fjárveitingar til samgöngumála," segir Katrín. „Auðvitað er ekki verið að leysa öll mál og við erum auðvitað að horfa til þess að fara í ákveðna endurskoðun, til að mynda á húsnæðisstuðningi hins opinbera, til þess að hann muni nýtast annars vegar tekjulágum og hins vegar ungu fólki sem á í erfiðleikum með að komast inn á húsnæðismarkað," segir Katrín. Ráðist verður í endurskoðun bótakerfsins á næstunni og Katrín leggur áherslu á að vinnan taki stuttan tíma. „Við erum líka að fara í samtal við fulltrúa Öryrkjabandalagsins og fulltrúa Þroskahjálpar um hvernig við getum náð fram kerfisbreytingum á því kerfi, þannig að kerfið verði einfaldara, það hvetji til samfélagslegrar þátttöku og um leið verði örorkulífeyrisþegum tryggð mannsæmandi kjör," segir Katrín. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Fjárlög og fjáraukalög næsta árs voru samþykkt á Alþingi í gærkvöld. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en samþykkt var að veita 665 milljónum króna til sauðfjárbænda. Formaður Samfylkingar segir gengið fram hjá fátækum en forsætisráðherra segir nauðsynlegt að forgangsraða. Síðasta þingfundi ársins lauk um miðnætti gær og voru fjárlög og fjáraukalög samþykkt með 34 atkvæðum en 24 sátu hjá. Fjárlögin voru samþykkt með tæpum 33 milljarða króna afgangi og nemur útgjaldaaukningin 55,3 milljörðum króna miðað við fjárlög fyrra árs. Mesta heildaraukningin frá síðustu fjárlögum er til heilbrigðismála en hún nemur 22 milljörðum króna. Þá eru framlög til menntamála aukin um 4,1 milljarð en meirihlutinn rennur til háskólanna. Þá eru framlög til vegaframkvæmda aukin um 2,3 milljarða frá síðasta fjárlagafrumvarpi. Tillaga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um verja 665 milljónum króna til sauðfjárbænda var einnig samþykkt í gær. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta halda bændum á floti á meðan leitað er varanlegra lausna. „Þetta eru heilmiklir peningar þó að vissulega sé tekjutapið á síðustu tveimur árum ennþá meira. Það er alveg rúmlega tveir milljarðar ef þú tekur bæði þessi ár," segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. „Þetta hjálpar mönnum að ná endum saman eins langt og það nær en til að styrkja stoðirnar til framtíðar þarf auðvitað að styrkja markaðsstarfið og styrkja sölumálin," segir Sigurður. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu tvisvar til að hækka skerðingarmörk barnabóta upp í 300 þúsund eða að lágmarkslaunum. Formaður Samfylkingar, segir að nýta hefði mátt góða stöðu þjóðarbúsins á toppi hagsveiflunnar til aðgerða fyrir fátæka. „Ef ekki er hægt að ráðast í þetta þá, hvenær þá? Á þetta fólk alltaf að þurfa að bíða? Líka þegar illa árar? Nú hefðum við verið í færi til að afla tekna til að taka raunverulega á ójöfnuði og misskiptingu í landinu," segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að innviðauppbygging hafi verið sett í forgang. „Þar erum við auðvitað að forgangsraða heilbrigðismálunum, sem er sá málaflokkur sem almenningur hefur forgangsraðað efst á sinn lista þegar það hefur verið kannað, erum að forgangsraða menntamálum og erum að auka fjárveitingar til samgöngumála," segir Katrín. „Auðvitað er ekki verið að leysa öll mál og við erum auðvitað að horfa til þess að fara í ákveðna endurskoðun, til að mynda á húsnæðisstuðningi hins opinbera, til þess að hann muni nýtast annars vegar tekjulágum og hins vegar ungu fólki sem á í erfiðleikum með að komast inn á húsnæðismarkað," segir Katrín. Ráðist verður í endurskoðun bótakerfsins á næstunni og Katrín leggur áherslu á að vinnan taki stuttan tíma. „Við erum líka að fara í samtal við fulltrúa Öryrkjabandalagsins og fulltrúa Þroskahjálpar um hvernig við getum náð fram kerfisbreytingum á því kerfi, þannig að kerfið verði einfaldara, það hvetji til samfélagslegrar þátttöku og um leið verði örorkulífeyrisþegum tryggð mannsæmandi kjör," segir Katrín.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent