Hamas kalla eftir árásum á Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2017 10:34 Frá mótmælum í Palestínu í morgun. Vísir/AFP Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas hreyfingarinnar, kallar eftir árásum á, eða „uppreisn“ gegn Ísrael. Það gerir hann í kjölfar ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd víða um heim. Haniyeh ræddi við stuðningsmenn Hamas á Gaza í morgun og sagði hann ákvörðun Trump vera „árás á fólk okkar og stríð gegn helgidómum okkar“, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann kallaði eftir því að árásirnar myndu hefjast á morgun, föstudag. Þá vill Haniyeh að árásirnar endist til að fá Trump og hernámsliðinu til að sjá eftir ákvörðuninni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.Sjá einnig: Staða Jerúsalem – Um hvað snýst máliðÍsrael og Bandaríkin telja Hamas vera hryðjuverkasamtök en samtökin hafa háð þrjú stríð gegn Ísrael frá árinu 2007. Hamas viðurkenna ekki tilverurétt Ísrael og meðlimir samtakanna felldu hundruð Ísraelsmanna í átökum á árunum 2000 til 2005. Samtökin eru talin eiga mikinn fjölda eldflauga sem meðlimir þeirra geta notað til að gera árásir á Ísrael. „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu. Sameinuð Jerúsalem er arabísk og íslömsk, og hún er höfuðborg Palestínu. Allrar Palestínu,“ sagði Haniyeh í morgun samkvæmt Reuters.Hann kallaði einnig eftir því að Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hætti allri friðarviðleitni við Ísrael og að Arabaríki slitu samskiptum sínum við ríkisstjórn Donald Trump.Umdeild ákvörðun innan Bandaríkjanna Mike Pence, varaforseti, studdi ákvörðunina, og sagði Trump að hans helstu stuðningsmenn myndu taka henni fagnandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og James Mattis, varnarmálaráðherra, voru báðir andvígir ákvörðun Trump. Samkvæmt frétt Washington Post, reyndu þeir báðir að fá forsetann til að skipta um skoðun. Tillerson varaði við því að afleiðingarnar gætu verið mjög alvarlegar.Þá báðu þeir um tíma til að skoða starfsstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og jafnvel víggirða þeir ef þörf þyki. Einn heimildarmaður Washington Post sagði Trump engan veginn gera sér grein fyrir afleiðingunum sem þessi ákvörðun gæti haft. Þegar væri mikil ólga á svæðinu vegna pólitískra aðgerða Sádi-Arabíu og sífellt sterkari stöðu Íran. Samkvæmt mörgum heimildarmönnum miðilsins tók forsetinn ákvörðunina eingöngu til þess að standa við kosningaloforð sitt og með engu tilliti til aðstæðna á svæðinu. Donald Trump Mið-Austurlönd Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas hreyfingarinnar, kallar eftir árásum á, eða „uppreisn“ gegn Ísrael. Það gerir hann í kjölfar ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd víða um heim. Haniyeh ræddi við stuðningsmenn Hamas á Gaza í morgun og sagði hann ákvörðun Trump vera „árás á fólk okkar og stríð gegn helgidómum okkar“, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann kallaði eftir því að árásirnar myndu hefjast á morgun, föstudag. Þá vill Haniyeh að árásirnar endist til að fá Trump og hernámsliðinu til að sjá eftir ákvörðuninni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.Sjá einnig: Staða Jerúsalem – Um hvað snýst máliðÍsrael og Bandaríkin telja Hamas vera hryðjuverkasamtök en samtökin hafa háð þrjú stríð gegn Ísrael frá árinu 2007. Hamas viðurkenna ekki tilverurétt Ísrael og meðlimir samtakanna felldu hundruð Ísraelsmanna í átökum á árunum 2000 til 2005. Samtökin eru talin eiga mikinn fjölda eldflauga sem meðlimir þeirra geta notað til að gera árásir á Ísrael. „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu. Sameinuð Jerúsalem er arabísk og íslömsk, og hún er höfuðborg Palestínu. Allrar Palestínu,“ sagði Haniyeh í morgun samkvæmt Reuters.Hann kallaði einnig eftir því að Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hætti allri friðarviðleitni við Ísrael og að Arabaríki slitu samskiptum sínum við ríkisstjórn Donald Trump.Umdeild ákvörðun innan Bandaríkjanna Mike Pence, varaforseti, studdi ákvörðunina, og sagði Trump að hans helstu stuðningsmenn myndu taka henni fagnandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og James Mattis, varnarmálaráðherra, voru báðir andvígir ákvörðun Trump. Samkvæmt frétt Washington Post, reyndu þeir báðir að fá forsetann til að skipta um skoðun. Tillerson varaði við því að afleiðingarnar gætu verið mjög alvarlegar.Þá báðu þeir um tíma til að skoða starfsstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og jafnvel víggirða þeir ef þörf þyki. Einn heimildarmaður Washington Post sagði Trump engan veginn gera sér grein fyrir afleiðingunum sem þessi ákvörðun gæti haft. Þegar væri mikil ólga á svæðinu vegna pólitískra aðgerða Sádi-Arabíu og sífellt sterkari stöðu Íran. Samkvæmt mörgum heimildarmönnum miðilsins tók forsetinn ákvörðunina eingöngu til þess að standa við kosningaloforð sitt og með engu tilliti til aðstæðna á svæðinu.
Donald Trump Mið-Austurlönd Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira