Mótmælendur bauluðu á bandarísku sendinefndina á loftslagsfundi SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 11:08 Hópur fólks stóð fyrir setumótmælum fyrir utan kynningu bandarísku sendinefndarinnar í gær. Ein krafa mótmælenda er að jarðefnaeldsneyti verði skilið eftir neðanjarðar. Vísir/EPA Boðskap sendinefndar Bandaríkjastjórnar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Þýskalandi um að jarðefnaeldsneyti og kjarnorka séu lausn á loftslagsvandanum var tekið fálega í gær. Mótmælendur bauluðu á sendinefndina og gengu á endanum út af kynningu hennar. Eini opinberi viðburður bandarísku sendinefndarinnar var kynningin sem hún hélt í Bonn í gærkvöldi. Þar talaði meðal annars aðalráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í orkumálum um að það væri heiminum til hagsbóta að halda áfram að nota jarðefnaeldsneyti. Bruni á jarðefnaeldsneyti er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda nú hnattrænni hlýnun. Skilaboð bandarísku sendinefndarinnar ganga því þvert á stefnuna sem aðrar þjóðir, sveitarfélög, fyrirtæki og samtök kynna á fundinum.New York Times segir að mótmælendur hafi stöðvað kynningu bandarísku nefndarinnar í að minnsta kosti tíu mínútur með söng og slagorðum. Mótmælendurnir gengu síðan út og skildu eftir hálftóman sal. Afgangurinn af kynningunni einkenndist einnig af frammíköllum og andmælum frá áhorfendum.Stefna ein út úr ParísarsamkomulaginuLoftslagfundurinn í Bonn er sá fyrsti eftir að Trump lýsti því yfir í júní að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt skilmálum þess getur hann þó ekki gert það formlega fyrr en árið 2020. Tilkynnt var í síðust viku að Sýrlendingar hefðu skrifað undir samkomulagið. Bandaríkin eru því eina ríki heims sem stefnir á að standa utan þess. Markmið samkomulagsins er að draga nægilega úr losun gróðurhúsalofttegunda til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C.Hópur bandarískra ríkis- og borgarstjóra sem eru öndverðum meiði við stefnu Trump-stjórnarinnar er viðstaddur fundinn í Bonn. Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, gagnrýndi málflutning bandarísku sendinefndarinnar. „Að tala upp kol á loftslagsfundi er eins og að tala upp sígarettur á krabbameinsfundi,“ sagði Bloomberg. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Boðskap sendinefndar Bandaríkjastjórnar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Þýskalandi um að jarðefnaeldsneyti og kjarnorka séu lausn á loftslagsvandanum var tekið fálega í gær. Mótmælendur bauluðu á sendinefndina og gengu á endanum út af kynningu hennar. Eini opinberi viðburður bandarísku sendinefndarinnar var kynningin sem hún hélt í Bonn í gærkvöldi. Þar talaði meðal annars aðalráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í orkumálum um að það væri heiminum til hagsbóta að halda áfram að nota jarðefnaeldsneyti. Bruni á jarðefnaeldsneyti er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda nú hnattrænni hlýnun. Skilaboð bandarísku sendinefndarinnar ganga því þvert á stefnuna sem aðrar þjóðir, sveitarfélög, fyrirtæki og samtök kynna á fundinum.New York Times segir að mótmælendur hafi stöðvað kynningu bandarísku nefndarinnar í að minnsta kosti tíu mínútur með söng og slagorðum. Mótmælendurnir gengu síðan út og skildu eftir hálftóman sal. Afgangurinn af kynningunni einkenndist einnig af frammíköllum og andmælum frá áhorfendum.Stefna ein út úr ParísarsamkomulaginuLoftslagfundurinn í Bonn er sá fyrsti eftir að Trump lýsti því yfir í júní að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt skilmálum þess getur hann þó ekki gert það formlega fyrr en árið 2020. Tilkynnt var í síðust viku að Sýrlendingar hefðu skrifað undir samkomulagið. Bandaríkin eru því eina ríki heims sem stefnir á að standa utan þess. Markmið samkomulagsins er að draga nægilega úr losun gróðurhúsalofttegunda til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C.Hópur bandarískra ríkis- og borgarstjóra sem eru öndverðum meiði við stefnu Trump-stjórnarinnar er viðstaddur fundinn í Bonn. Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, gagnrýndi málflutning bandarísku sendinefndarinnar. „Að tala upp kol á loftslagsfundi er eins og að tala upp sígarettur á krabbameinsfundi,“ sagði Bloomberg.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58
Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27
Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39