Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson og Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson skrifa 9. nóvember 2017 07:00 Frumframleiðendur er samheiti yfir matvælaframleiðendur sem vinna afurðir beint úr auðlindum lands og sjávar. Um er að ræða framleiðendur með leyfi til áframsölu, sem útvega afurðir til manneldis frá fyrstu hendi, yrkja landið, rækta dýr og afurðir þeirra (svo sem egg, hunang og fleira), sækja föng í sjó og vötn, eða sækja og safna afurðum beint úr villtri náttúru (svo sem jurtum, berjum, eggjum villtra fugla og annars sem nýta má til manneldis). Hugtakið frumframleiðandi kemur fyrir í búvörulögum nr. 99/1993 með síðari breytingum, og er aðgreint frá hugtakinu „afurðastöð“, sem nær yfir hvern þann aðila sem vinnur úr afurðum frá frumframleiðanda, en frumframleiðandi getur að auki verið afurðastöð og unnið úr eigin frumframleiðslu sjálfur. Frumframleiðendur gegna gífurlega mikilvægu hlutverki í möguleikum samfélags til sjálfbærni, viðhalds og framþróunar, þar sem þeir eru þeir aðilar sem útvega samfélaginu afurðir til að matast á eða vinna mat úr. Ísland er gjöfult land og á sér sterkar og langar hefðir í frumframleiðslu á flestum sviðum þeirrar framleiðslu. Mikilvægt er að halda áfram því góða starfi sem unnist hefur í átt að aukinni sjálfbærni á öllum sviðum frumframleiðslu (og um leið endurvakningu sjálfbærni fyrri tíma, með þróaðri hætti), til lands og sjávar. Í því samhengi er áríðandi að huga gaumgæfilega að þeim áhrifum sem stórvægilegar aðgerðir geta haft á náttúruleg vistkerfi, svo sem stóriðja, orkuver og virkjanir, geta hugsanlega haft á auðlindir og frumframleiðslu. Samfara aukinni sjálfbærni á öllum sviðum frumframleiðslu, er mikilvægt að finna leiðir sem minnka kostnað og skapa aðstæður sem auka möguleika á því að frumframleiðendur fái sanngjarnt verð fyrir þær afurðir sem þeir framleiða. Að öðrum kosti má vænta þess að kerfið falli um sjálft sig á endanum. Skv. upplýsingum frá Landssamtökum sauðfjárbænda er algengt að íslenskir sauðfjárbændur fái í sinn hlut um 25-41% af endanlegu markaðsverði þeirra afurða sem þeir framleiða. Þróunin undanfarið veldur áhyggjum um frekari lækkun á þessu hlutfalli. Þó hefur verið bent á að það hlutfall sé jafnvel lægra en kollegar þeirra víða annars staðar í Evrópu eru að fá, en breskir bændur séu til að mynda að fá nær 50% af endanlegu verði.Gróðahugsun Afleiðing þeirrar hugsunar sem stýrt hefur framleiðslu að miklu leyti frá iðnvæðingu og leiðir af sér síaukinn ágang á auðlindir með auðsöfnun að markmiði í nafni auðsöfnunar, er sú að frumframleiðendum fer fækkandi. Carlo Petrini, einn stofnenda SLOW FOOD samtakanna og formaður þeirra frá upphafi, benti á í fyrirlestri sínum hérlendis í maí síðastliðnum, að bændur væru í dag um 3% þegna á Ítalíu. Eftir seinni heimsstyrjöld hafi hlutfall þeirra hins vegar verið um 50%. Erfiður rekstrargrundvöllur sökum sífelldrar lækkunar afurðaverðs til bænda í krafti innkaupastefnu stórfyrirtækja, veldur því að æ fleiri bændur sjá ekki tilgang í og hafa ekki getu til áframhaldandi starfs. Sjá má fyrir sér að gróðahugsun, þar sem auðsöfnun auðsöfnunarinnar vegna er markmið, verði á endanum að víkja fyrir sjónarmiðum sem einkennast fremur af virðingu og vernd. Tekin hafa verið mikilvæg skref á ýmsum sviðum frumframleiðslu til að tryggja sjálfbærni auðlinda Íslands, miklar framfarir hafa orðið í vinnsluaðferðum í sjávarútvegi, ekki síst hvað stærri fyrirtæki og útgerð varðar. Framfarir til aukinnar sjálfbærni og fyrirhyggja einkennir í auknum mæli einnig landbúnað og önnur svið, en komið hafa fram mikilvæg verkefni þar sem grasrótin er virkjuð, sem stuðla markvisst að aukinni sjálfbærni, svo sem aðgerðir sem færa landgræðslu heim í héruð, eins og verkefnið Bændur græða landið og styrkir Landbótasjóðs Landgræðslunnar til umráðahafa lands til uppgræðsluverkefna. Þá má nefna verkefni eins og Gæðastýrða sauðfjárrækt og Gæðastýringu í hrossarækt, sem taka til landnota, búfjáreftirlits, lyfjanotkunar, áburðarnotkunar og uppskeru, fóðrunar dýranna og fleiri þátta. Þá hafa verið tekin jákvæð skref með aukinni vinnslu heima á býlum, svo sem sjálfbærum og vistvænum býlum, t.a.m. á Þorvaldseyri Hvolsvelli, Vallanesi á Fljótsdalshéraði, Erpsstöðum í Dölum og Sólheimum í Grímsnesi og handverkssláturhúsi á Seglbúðum Kirkjubæjarklaustri, sem eru fyrirmyndir sem horfa ber til. Ekki síst eru mikilvæg þau skref sem hinn almenni neytandi virðist í auknum mæli taka í átt að sjálfbærari og vistvænni lífsstíl, sem greina má í auknum áhuga á bændamörkuðum, auknum áhuga á afurðum beint frá frumframleiðendum og áhuga á meðvitaðri neyslu, minnkun matarsóunar og umhyggju fyrir náttúrunni.Greinin er annar hluti greinaraðarinnar Sjálfbært Ísland – sjálfbær jörð. Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís.Rakel Halldórsdóttir er annar stofnenda Frú Laugu bændamarkaðar, stjórnarmaður SLOW FOOD Reykjavík og ráðgjafi hjá Matís.Páll Gunnar Pálsson er sérfræðingur hjá Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frumframleiðendur er samheiti yfir matvælaframleiðendur sem vinna afurðir beint úr auðlindum lands og sjávar. Um er að ræða framleiðendur með leyfi til áframsölu, sem útvega afurðir til manneldis frá fyrstu hendi, yrkja landið, rækta dýr og afurðir þeirra (svo sem egg, hunang og fleira), sækja föng í sjó og vötn, eða sækja og safna afurðum beint úr villtri náttúru (svo sem jurtum, berjum, eggjum villtra fugla og annars sem nýta má til manneldis). Hugtakið frumframleiðandi kemur fyrir í búvörulögum nr. 99/1993 með síðari breytingum, og er aðgreint frá hugtakinu „afurðastöð“, sem nær yfir hvern þann aðila sem vinnur úr afurðum frá frumframleiðanda, en frumframleiðandi getur að auki verið afurðastöð og unnið úr eigin frumframleiðslu sjálfur. Frumframleiðendur gegna gífurlega mikilvægu hlutverki í möguleikum samfélags til sjálfbærni, viðhalds og framþróunar, þar sem þeir eru þeir aðilar sem útvega samfélaginu afurðir til að matast á eða vinna mat úr. Ísland er gjöfult land og á sér sterkar og langar hefðir í frumframleiðslu á flestum sviðum þeirrar framleiðslu. Mikilvægt er að halda áfram því góða starfi sem unnist hefur í átt að aukinni sjálfbærni á öllum sviðum frumframleiðslu (og um leið endurvakningu sjálfbærni fyrri tíma, með þróaðri hætti), til lands og sjávar. Í því samhengi er áríðandi að huga gaumgæfilega að þeim áhrifum sem stórvægilegar aðgerðir geta haft á náttúruleg vistkerfi, svo sem stóriðja, orkuver og virkjanir, geta hugsanlega haft á auðlindir og frumframleiðslu. Samfara aukinni sjálfbærni á öllum sviðum frumframleiðslu, er mikilvægt að finna leiðir sem minnka kostnað og skapa aðstæður sem auka möguleika á því að frumframleiðendur fái sanngjarnt verð fyrir þær afurðir sem þeir framleiða. Að öðrum kosti má vænta þess að kerfið falli um sjálft sig á endanum. Skv. upplýsingum frá Landssamtökum sauðfjárbænda er algengt að íslenskir sauðfjárbændur fái í sinn hlut um 25-41% af endanlegu markaðsverði þeirra afurða sem þeir framleiða. Þróunin undanfarið veldur áhyggjum um frekari lækkun á þessu hlutfalli. Þó hefur verið bent á að það hlutfall sé jafnvel lægra en kollegar þeirra víða annars staðar í Evrópu eru að fá, en breskir bændur séu til að mynda að fá nær 50% af endanlegu verði.Gróðahugsun Afleiðing þeirrar hugsunar sem stýrt hefur framleiðslu að miklu leyti frá iðnvæðingu og leiðir af sér síaukinn ágang á auðlindir með auðsöfnun að markmiði í nafni auðsöfnunar, er sú að frumframleiðendum fer fækkandi. Carlo Petrini, einn stofnenda SLOW FOOD samtakanna og formaður þeirra frá upphafi, benti á í fyrirlestri sínum hérlendis í maí síðastliðnum, að bændur væru í dag um 3% þegna á Ítalíu. Eftir seinni heimsstyrjöld hafi hlutfall þeirra hins vegar verið um 50%. Erfiður rekstrargrundvöllur sökum sífelldrar lækkunar afurðaverðs til bænda í krafti innkaupastefnu stórfyrirtækja, veldur því að æ fleiri bændur sjá ekki tilgang í og hafa ekki getu til áframhaldandi starfs. Sjá má fyrir sér að gróðahugsun, þar sem auðsöfnun auðsöfnunarinnar vegna er markmið, verði á endanum að víkja fyrir sjónarmiðum sem einkennast fremur af virðingu og vernd. Tekin hafa verið mikilvæg skref á ýmsum sviðum frumframleiðslu til að tryggja sjálfbærni auðlinda Íslands, miklar framfarir hafa orðið í vinnsluaðferðum í sjávarútvegi, ekki síst hvað stærri fyrirtæki og útgerð varðar. Framfarir til aukinnar sjálfbærni og fyrirhyggja einkennir í auknum mæli einnig landbúnað og önnur svið, en komið hafa fram mikilvæg verkefni þar sem grasrótin er virkjuð, sem stuðla markvisst að aukinni sjálfbærni, svo sem aðgerðir sem færa landgræðslu heim í héruð, eins og verkefnið Bændur græða landið og styrkir Landbótasjóðs Landgræðslunnar til umráðahafa lands til uppgræðsluverkefna. Þá má nefna verkefni eins og Gæðastýrða sauðfjárrækt og Gæðastýringu í hrossarækt, sem taka til landnota, búfjáreftirlits, lyfjanotkunar, áburðarnotkunar og uppskeru, fóðrunar dýranna og fleiri þátta. Þá hafa verið tekin jákvæð skref með aukinni vinnslu heima á býlum, svo sem sjálfbærum og vistvænum býlum, t.a.m. á Þorvaldseyri Hvolsvelli, Vallanesi á Fljótsdalshéraði, Erpsstöðum í Dölum og Sólheimum í Grímsnesi og handverkssláturhúsi á Seglbúðum Kirkjubæjarklaustri, sem eru fyrirmyndir sem horfa ber til. Ekki síst eru mikilvæg þau skref sem hinn almenni neytandi virðist í auknum mæli taka í átt að sjálfbærari og vistvænni lífsstíl, sem greina má í auknum áhuga á bændamörkuðum, auknum áhuga á afurðum beint frá frumframleiðendum og áhuga á meðvitaðri neyslu, minnkun matarsóunar og umhyggju fyrir náttúrunni.Greinin er annar hluti greinaraðarinnar Sjálfbært Ísland – sjálfbær jörð. Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís.Rakel Halldórsdóttir er annar stofnenda Frú Laugu bændamarkaðar, stjórnarmaður SLOW FOOD Reykjavík og ráðgjafi hjá Matís.Páll Gunnar Pálsson er sérfræðingur hjá Matís.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun