Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar 22. október 2025 08:30 Það hefur orðið bakslag í réttindabaráttu kvenna, eða svo er okkur talin trú um þessa dagana. Tímasetningin er forvitnileg. Því svo samstillt eru orð og áherslur að ætla mætti að um væri að ræða sérstakt markaðsátak í aðdraganda Kvenna- og kváraverkfallsins. „Við gerum ráð fyrir því að þær konur og þau kvár sem geta séu í verkfalli allan daginn og að strákarnir beri byrðarnar sem þarf að bera.“ Framangreint er tilvísun í verkefnastýru Kvennaverkfallsins. Því eins og við öll vitum þá er það alltaf konur og kvár, en aldrei karlar og kvár. Í Morgunblaðinu lýsa baráttukonur áhyggjum af bakslagi meðal ungs fólks. Þær segja ungt fólk orðið íhaldssamara en afar þess og ömmur og vísa til Reykjavík Index-rannsóknarinnar. Því veganismi og kakó-athafnir séu á undanhaldi, en beinasoð og trúin á hina hefðbundnu fjölskyldu sækir fram. Þær hafa áhyggjur af þessu, gjalda varhug við hugsjónum ungu kynslóðarinnar, sem þær segja bruggaðar með beinasoðinu í faraldrinum. Þær segja okkur hafa skriðið fram úr hellum okkar eftir faraldurinn með nýja og verri sýn á heiminn. Já, þær sem selja naglasúpu hræðast beinaseyðið. Það er vert að nefna að ömmurnar og afarnir sem voru dregin til samanburðar eru hippakynslóðin. Fólk sem lifði sín uppvaxtarár á félagsmenningarlegri óöld sem raungerðist á grundvelli róttækrar framfarahyggju og skaðlegra hugmynda um að fjölskylda, hjónaband og móðurhlutverkið væru kúgandi afl. Efri stéttir og menntaðri skildu hins vegar aldrei við þessi gildi, þrátt fyrir að breiða þau út eins og gospel. Hugmyndafræðin normvæddi upplausn fjölskyldunnar í þágu frjálsari og ábyrgðarlausari ásta. Gott á meðan það hentar verður nýja mantran. Því við erum öll eyland í þessum nýja veruleika. Ekkert má vera heilagt lengur, ekki einu sinni móðureðlið. Því þó að rannsóknir sýni endurtekið hvernig niðurbrot fjölskyldunnar eykur misskiptingu og framleiðir fyrirsjáanleg félagsleg vandamál. Þá keppast jafnréttissinnar enn þann dag í dag við að viðhalda hugmyndafræðinni. En kvenréttindabarátta sem gerir út af við móðurhlutverkið í þágu eigin hugsjóna er barátta sem hefur gengið fram úr sér. Staðreyndin er að kjarnafjölskyldan er nú orðin hin sanna lúxus-vara. Ef markmið annarrar bylgju femínisma var að frelsa konur frá heimilinu, hefur þeim sannarlega tekist ætlunarverk sitt. Árið 2024 náði fæðingartíðni á Íslandi nýjum botni. Íslenskar konur eignast að meðaltali 1,56 börn á lífsleið sinni og þá fyrst um þrítugt. Ísland hefur verið dásamað sem jafnréttisparadís af erlendum miðlum og alþjóðastofnunum. En á bak við glansmyndina leynist þversögn, við erum þjóð sem er hætt að fjölga sér. Hagvöxtur er drifinn áfram af almennri neyslu og vinnandi höndum annarra þjóða. Láglaunastéttum sem mega éta það sem úti frýs svo lengi sem það þjónar atvinnulífinu. Fólki sem mun eflaust leita á önnur mið þegar í harðbakkann slær, ásamt öllum þeim Íslendingum sem þegar hafa glatað tengingu við land og þjóð. Það sjálfsblekking að kalla þetta sjálfbæra þróun. Við lifum á lánstíma. Fjármögnum vitleysu með yfirdrætti sem verður skuldfærður á komandi kynslóðir. Er furða að ungt fólk sé að verða íhaldssamt? En rétttrúnaðarriddarar eru á útleið og þeir kalla það bakslag. Því líkt og keisarinn kviknakti gekk sperrtur um göturnar gera þeir hið sama. Þeir segja okkur að upp sé niður og niður sé upp. Að veruleikinn sem blasir fyrir augum okkar sé öfugt við það sem hann er. Himininn er ekki blár. Blár er afstætt hugtak. Þú ert ekki að sjá blátt. Heldur flókinn veruleika himinhvolfsins sem er í hættu á farast og skammastu þín fyrir að spyrja. Því vandamálið er ekki vandamálið. Vandamálið ert þú. Höfundur er félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Sjá meira
Það hefur orðið bakslag í réttindabaráttu kvenna, eða svo er okkur talin trú um þessa dagana. Tímasetningin er forvitnileg. Því svo samstillt eru orð og áherslur að ætla mætti að um væri að ræða sérstakt markaðsátak í aðdraganda Kvenna- og kváraverkfallsins. „Við gerum ráð fyrir því að þær konur og þau kvár sem geta séu í verkfalli allan daginn og að strákarnir beri byrðarnar sem þarf að bera.“ Framangreint er tilvísun í verkefnastýru Kvennaverkfallsins. Því eins og við öll vitum þá er það alltaf konur og kvár, en aldrei karlar og kvár. Í Morgunblaðinu lýsa baráttukonur áhyggjum af bakslagi meðal ungs fólks. Þær segja ungt fólk orðið íhaldssamara en afar þess og ömmur og vísa til Reykjavík Index-rannsóknarinnar. Því veganismi og kakó-athafnir séu á undanhaldi, en beinasoð og trúin á hina hefðbundnu fjölskyldu sækir fram. Þær hafa áhyggjur af þessu, gjalda varhug við hugsjónum ungu kynslóðarinnar, sem þær segja bruggaðar með beinasoðinu í faraldrinum. Þær segja okkur hafa skriðið fram úr hellum okkar eftir faraldurinn með nýja og verri sýn á heiminn. Já, þær sem selja naglasúpu hræðast beinaseyðið. Það er vert að nefna að ömmurnar og afarnir sem voru dregin til samanburðar eru hippakynslóðin. Fólk sem lifði sín uppvaxtarár á félagsmenningarlegri óöld sem raungerðist á grundvelli róttækrar framfarahyggju og skaðlegra hugmynda um að fjölskylda, hjónaband og móðurhlutverkið væru kúgandi afl. Efri stéttir og menntaðri skildu hins vegar aldrei við þessi gildi, þrátt fyrir að breiða þau út eins og gospel. Hugmyndafræðin normvæddi upplausn fjölskyldunnar í þágu frjálsari og ábyrgðarlausari ásta. Gott á meðan það hentar verður nýja mantran. Því við erum öll eyland í þessum nýja veruleika. Ekkert má vera heilagt lengur, ekki einu sinni móðureðlið. Því þó að rannsóknir sýni endurtekið hvernig niðurbrot fjölskyldunnar eykur misskiptingu og framleiðir fyrirsjáanleg félagsleg vandamál. Þá keppast jafnréttissinnar enn þann dag í dag við að viðhalda hugmyndafræðinni. En kvenréttindabarátta sem gerir út af við móðurhlutverkið í þágu eigin hugsjóna er barátta sem hefur gengið fram úr sér. Staðreyndin er að kjarnafjölskyldan er nú orðin hin sanna lúxus-vara. Ef markmið annarrar bylgju femínisma var að frelsa konur frá heimilinu, hefur þeim sannarlega tekist ætlunarverk sitt. Árið 2024 náði fæðingartíðni á Íslandi nýjum botni. Íslenskar konur eignast að meðaltali 1,56 börn á lífsleið sinni og þá fyrst um þrítugt. Ísland hefur verið dásamað sem jafnréttisparadís af erlendum miðlum og alþjóðastofnunum. En á bak við glansmyndina leynist þversögn, við erum þjóð sem er hætt að fjölga sér. Hagvöxtur er drifinn áfram af almennri neyslu og vinnandi höndum annarra þjóða. Láglaunastéttum sem mega éta það sem úti frýs svo lengi sem það þjónar atvinnulífinu. Fólki sem mun eflaust leita á önnur mið þegar í harðbakkann slær, ásamt öllum þeim Íslendingum sem þegar hafa glatað tengingu við land og þjóð. Það sjálfsblekking að kalla þetta sjálfbæra þróun. Við lifum á lánstíma. Fjármögnum vitleysu með yfirdrætti sem verður skuldfærður á komandi kynslóðir. Er furða að ungt fólk sé að verða íhaldssamt? En rétttrúnaðarriddarar eru á útleið og þeir kalla það bakslag. Því líkt og keisarinn kviknakti gekk sperrtur um göturnar gera þeir hið sama. Þeir segja okkur að upp sé niður og niður sé upp. Að veruleikinn sem blasir fyrir augum okkar sé öfugt við það sem hann er. Himininn er ekki blár. Blár er afstætt hugtak. Þú ert ekki að sjá blátt. Heldur flókinn veruleika himinhvolfsins sem er í hættu á farast og skammastu þín fyrir að spyrja. Því vandamálið er ekki vandamálið. Vandamálið ert þú. Höfundur er félagsfræðingur
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun