Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar 23. október 2025 09:30 Þegar frelsið reynist flóknara en fangelsið Þegar einstaklingur lýkur afplánun ætti nýr kafli að hefjast, en oftar en ekki stendur hann frammi fyrir samfélagi sem er ekki tilbúið að taka á móti honum. Þrátt fyrir að hafa tekið út sína refsingu bíður fólk oft í tómarúmi eftir fangelsisvist: án atvinnu, án stuðnings og án raunverulegra tækifæra. Kerfið sem ætti að stuðla að endurhæfingu virðist í mörgum tilfellum viðhalda útilokun. Sem nemandi í félagsfræði við Menntaskólann við Sund ákvað ég að tileinka lokaverkefnið mitt viðkvæmu og mikilvægu málefni – lífi einstaklinga eftir afplánun. Ég vildi varpa ljósi á áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir þegar það reynir að aðlagast samfélaginu á ný, og kanna hvernig við sem samfélag getum stutt betur við þau. Til að öðlast dýpri skilning tók ég viðtal við Guðmund Inga Þóroddsson, fyrrum fanga og formann Afstöðu, og framkvæmdi einnig rafræna könnun meðal almennings. Niðurstöðurnar leiddu í ljós alvarlegar hindranir sem standa í vegi fyrir raunverulegri endurhæfingu – og minna okkur öll á að frelsið eitt og sér dugar ekki til. Einangrun og fordómar í stað tækifæra Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að félagsleg einangrun, stimplun og skortur á raunverulegum stuðningi eru helstu hindranir í vegi fyrrum fanga sem reyna að hefja nýtt líf. Um 46% þátttakenda í könnuninni töldu að samfélagið tæki frekar illa á móti fyrrum föngum. Aðeins 1% taldi að tekið væri vel á móti þeim. Guðmundur lýsir því hvernig lífið innan fangelsis er mótandi, þar sem einstaklingur er sviptur sjálfræði og þarf ekki að taka eigin ákvarðanir. Þegar frelsið kemur til baka fylgir því yfirþyrmandi ábyrgð og óöryggi. „Það er eins og að losna úr leikskóla og þurfa að reka fyrirtæki daginn eftir,“ segir hann. Þessi lýsing endurspeglar hversu mikilvægt er að stuðningur fylgi einstaklingum út úr fangelsi, ekki aðeins í fyrstu viku heldur langtímabundið. Samfélagslegt taumhald og stimplun Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar byggir m.a. á stimplunarkenningum og álagskenningum. Þær sýna að þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“er erfitt að losna við hann. Þetta getur valdið vítahring þar sem einstaklingar einangrast, missa tengsl og treysta síður á opinber kerfi, sem aftur eykur líkur á endurteknum brotum. Álagskenningar sýna hvernig einstaklingar, sem skortir lögmætar leiðir til að ná markmiðum sínum, kunna að leita í aðra farvegi, jafnvel aftur í afbrot. Þegar atvinnuleysi, húsnæðisskortur og fordómar leggjast saman er erfitt að fóta sig, jafnvel með mikinn vilja til þess. Menntun og ráðgjöf sem lausn Þrátt fyrir að það séu til úrræði eins og meðferðir og námsmöguleikar, sýna niðurstöður að þau eru oft illa aðgengilegir og nýtast aðeins fáum. Mikilvægt er að bjóða sérsniðinn einstaklingsmiðaðan stuðning, ekki bara almenna þjónustu sem virkar illa fyrir hópa sem glíma við áföll, stimplun og áratuga einangrun. Þegar spurt var hvað myndi hjálpa mest, svöruðu flestir „ráðgjöf“og „félagslegur stuðningur“. Menntun og atvinnumöguleikar komu einnig sterk inn. Þetta samsvarar reynslu Guðmundar, sem hóf háskólanám í fangelsi og segir menntun hafa verið lykilþáttur í hans bata og samfélagslegri endurkomu. Hver ber ábyrgðina? Rúmlega 75% þátttakenda töldu að samfélagið bæri einhverja ábyrgð á að hjálpa fólki eftir afplánun. Þetta er mikilvægt. Of lengi hefur áherslan verið á einstaklinginn sjálfan, að hann þurfi bara að „taka sig á“. En þegar kerfið sjálft byggir upp hindranir, fordóma og útilokun, þá er erfitt að gera það einn. Við þurfum að horfa á endurhæfingu sem sameiginlegt verkefni, þar sem bæði kerfi, stofnanir og við sem einstaklingar tökum þátt í að skapa betri skilyrði fyrir fólk sem vill breyta lífi sínu. Við þurfum nýja sýn Fangelsi eru ekki aðeins staður refsingar, heldur ættu þau að vera vettvangur breytinga. En ef samfélagið lokar á endurkomu einstaklinga sem hafa lokið sinni refsingu, með fordómum, atvinnuleysi og félagslegri útskúfun, þá svíkjum við bæði einstaklingana og okkur sjálf. Í stað þess að spyrja: „Á hann skilið annað tækifæri? “ ættum við að spyrja: „Hvernig getum við komið í veg fyrir að fleiri verði fórnarlömb glæpa? “ Það hlýtur að vera betra fyrir bæði þá sem brjóta af sér og samfélagið í heild þar sem glæpir, endurkoma í fangelsi og brotaþolendur verða færri? Við höfum val. Annað hvort viðhöldum við refsigleði og útilokun, eða við byggjum upp samfélag þar sem fólk fær raunverulega annað tækifæri. Hvað ætlar þú að gera? Höfundur er nremandi í félagsfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þegar frelsið reynist flóknara en fangelsið Þegar einstaklingur lýkur afplánun ætti nýr kafli að hefjast, en oftar en ekki stendur hann frammi fyrir samfélagi sem er ekki tilbúið að taka á móti honum. Þrátt fyrir að hafa tekið út sína refsingu bíður fólk oft í tómarúmi eftir fangelsisvist: án atvinnu, án stuðnings og án raunverulegra tækifæra. Kerfið sem ætti að stuðla að endurhæfingu virðist í mörgum tilfellum viðhalda útilokun. Sem nemandi í félagsfræði við Menntaskólann við Sund ákvað ég að tileinka lokaverkefnið mitt viðkvæmu og mikilvægu málefni – lífi einstaklinga eftir afplánun. Ég vildi varpa ljósi á áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir þegar það reynir að aðlagast samfélaginu á ný, og kanna hvernig við sem samfélag getum stutt betur við þau. Til að öðlast dýpri skilning tók ég viðtal við Guðmund Inga Þóroddsson, fyrrum fanga og formann Afstöðu, og framkvæmdi einnig rafræna könnun meðal almennings. Niðurstöðurnar leiddu í ljós alvarlegar hindranir sem standa í vegi fyrir raunverulegri endurhæfingu – og minna okkur öll á að frelsið eitt og sér dugar ekki til. Einangrun og fordómar í stað tækifæra Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að félagsleg einangrun, stimplun og skortur á raunverulegum stuðningi eru helstu hindranir í vegi fyrrum fanga sem reyna að hefja nýtt líf. Um 46% þátttakenda í könnuninni töldu að samfélagið tæki frekar illa á móti fyrrum föngum. Aðeins 1% taldi að tekið væri vel á móti þeim. Guðmundur lýsir því hvernig lífið innan fangelsis er mótandi, þar sem einstaklingur er sviptur sjálfræði og þarf ekki að taka eigin ákvarðanir. Þegar frelsið kemur til baka fylgir því yfirþyrmandi ábyrgð og óöryggi. „Það er eins og að losna úr leikskóla og þurfa að reka fyrirtæki daginn eftir,“ segir hann. Þessi lýsing endurspeglar hversu mikilvægt er að stuðningur fylgi einstaklingum út úr fangelsi, ekki aðeins í fyrstu viku heldur langtímabundið. Samfélagslegt taumhald og stimplun Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar byggir m.a. á stimplunarkenningum og álagskenningum. Þær sýna að þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“er erfitt að losna við hann. Þetta getur valdið vítahring þar sem einstaklingar einangrast, missa tengsl og treysta síður á opinber kerfi, sem aftur eykur líkur á endurteknum brotum. Álagskenningar sýna hvernig einstaklingar, sem skortir lögmætar leiðir til að ná markmiðum sínum, kunna að leita í aðra farvegi, jafnvel aftur í afbrot. Þegar atvinnuleysi, húsnæðisskortur og fordómar leggjast saman er erfitt að fóta sig, jafnvel með mikinn vilja til þess. Menntun og ráðgjöf sem lausn Þrátt fyrir að það séu til úrræði eins og meðferðir og námsmöguleikar, sýna niðurstöður að þau eru oft illa aðgengilegir og nýtast aðeins fáum. Mikilvægt er að bjóða sérsniðinn einstaklingsmiðaðan stuðning, ekki bara almenna þjónustu sem virkar illa fyrir hópa sem glíma við áföll, stimplun og áratuga einangrun. Þegar spurt var hvað myndi hjálpa mest, svöruðu flestir „ráðgjöf“og „félagslegur stuðningur“. Menntun og atvinnumöguleikar komu einnig sterk inn. Þetta samsvarar reynslu Guðmundar, sem hóf háskólanám í fangelsi og segir menntun hafa verið lykilþáttur í hans bata og samfélagslegri endurkomu. Hver ber ábyrgðina? Rúmlega 75% þátttakenda töldu að samfélagið bæri einhverja ábyrgð á að hjálpa fólki eftir afplánun. Þetta er mikilvægt. Of lengi hefur áherslan verið á einstaklinginn sjálfan, að hann þurfi bara að „taka sig á“. En þegar kerfið sjálft byggir upp hindranir, fordóma og útilokun, þá er erfitt að gera það einn. Við þurfum að horfa á endurhæfingu sem sameiginlegt verkefni, þar sem bæði kerfi, stofnanir og við sem einstaklingar tökum þátt í að skapa betri skilyrði fyrir fólk sem vill breyta lífi sínu. Við þurfum nýja sýn Fangelsi eru ekki aðeins staður refsingar, heldur ættu þau að vera vettvangur breytinga. En ef samfélagið lokar á endurkomu einstaklinga sem hafa lokið sinni refsingu, með fordómum, atvinnuleysi og félagslegri útskúfun, þá svíkjum við bæði einstaklingana og okkur sjálf. Í stað þess að spyrja: „Á hann skilið annað tækifæri? “ ættum við að spyrja: „Hvernig getum við komið í veg fyrir að fleiri verði fórnarlömb glæpa? “ Það hlýtur að vera betra fyrir bæði þá sem brjóta af sér og samfélagið í heild þar sem glæpir, endurkoma í fangelsi og brotaþolendur verða færri? Við höfum val. Annað hvort viðhöldum við refsigleði og útilokun, eða við byggjum upp samfélag þar sem fólk fær raunverulega annað tækifæri. Hvað ætlar þú að gera? Höfundur er nremandi í félagsfræði.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar