Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar 23. október 2025 11:02 Okkur er tíðrætt um aukið aðgengi að upplýsingum í nútímasamfélagi. Þá er vert að spyrja sig hvernig er aðgengi barna og ungmenna að fréttum á Íslandi í dag? Þá og nú Fyrir ekki löngu síðan lágu morgun- og fréttablöð á eldhúsborðum landsins sem ungir sem aldnir gátu gripið í með síðdegishressingunni eftir langan dag í vinnu eða skóla. Engin TikTok eða Reels. Í staðinn leiddu Pondus og Smáfólkið yngri kynslóðina yfir í íþróttafréttir, þaðan í dægurmál, heilsíðugreinar og forsíðufréttir. Þar með var, kannski óvart, búið að skanna heilt dagblað og jafnvel teygði maður sig í það næsta. Í umferðarteppunni á leið á fótboltaæfingu eða í fiðlutíma ómuðu síðdegisþættir útvarpsstöðvanna þar sem fréttir og málefni líðandi stundar voru krufin. Er sömu sögu að segja í dag eða víkja fréttaskýringarnar og samfélagsumræðan mögulega fyrir Spotify-playlistum skutlaranna? Kvöldfréttir áttu sinn stað eftir kvöldmatinn, gæðastund með fjölskyldunni. Er sá tími liðinn? Fá mamma og pabbi kannski nægan skammt af fréttum í gegnum samfélagsmiðlaskrun dagsins og leyfa Netflix að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni í staðinn? Þessar lýsingar eru auðvitað ekki algildar en settar fram til að vekja okkur til umhugsunar um hvort fréttir á hefðbundnum miðlum séu smám saman að hverfa úr umhverfi barna. Hversu mörg dagblöð liggja á eldhúsborðum landsins í dag og hversu heilagur er kvöldfréttatíminn á heimilum landsins? Fréttaforðun raunveruleg Á sama tíma og helmingur Íslendinga segist halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum, sýna rannsóknir að ungt fólk nálgast fréttir í vaxandi mæli á samfélagsmiðlum fremur en í hefðbundnum fjölmiðlum. Á samfélagsmiðlum má finna mikið af frábæru og vönduðu fréttaefni og íslenskir fjölmiðlar eru sannarlega duglegir að deila sínu efni á þeim vettvangi. Engu að síður er þar einnig aragrúi af síðra efni sem oft er dulbúið sem fréttir, birt undir fölsku flaggi og hefur annars konar tilgang en að miðla fréttum á traustan máta. Ekki er þar með sagt að þessi nýi veruleiki sé alslæmur. Þó gefur augaleið að bæði ungir og aldnir fréttaneytendur þurfa réttu verkfærin til að rata í gegnum þennan frumskóg af efni svo skilja megi kjarnann frá hisminu. Miðlalæsi hefur aldrei verið mikilvægara og það er okkar að bregðast við nýjum veruleika með eflingu þess, sérstaklega hjá yngri kynslóðum sem alast upp í allt öðru fréttaumhverfi en við sem eldri erum. Höldum á lofti mikilvægi hefðbundinna fréttamiðla og eflum ungt fólk sem ábyrga og gagnrýna fréttaneytendur. Höfundur er sérfræðingur upplýsinga- og miðlalæsis hjá Netvís - Netöryggismiðstöð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Fjölmiðlar Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Okkur er tíðrætt um aukið aðgengi að upplýsingum í nútímasamfélagi. Þá er vert að spyrja sig hvernig er aðgengi barna og ungmenna að fréttum á Íslandi í dag? Þá og nú Fyrir ekki löngu síðan lágu morgun- og fréttablöð á eldhúsborðum landsins sem ungir sem aldnir gátu gripið í með síðdegishressingunni eftir langan dag í vinnu eða skóla. Engin TikTok eða Reels. Í staðinn leiddu Pondus og Smáfólkið yngri kynslóðina yfir í íþróttafréttir, þaðan í dægurmál, heilsíðugreinar og forsíðufréttir. Þar með var, kannski óvart, búið að skanna heilt dagblað og jafnvel teygði maður sig í það næsta. Í umferðarteppunni á leið á fótboltaæfingu eða í fiðlutíma ómuðu síðdegisþættir útvarpsstöðvanna þar sem fréttir og málefni líðandi stundar voru krufin. Er sömu sögu að segja í dag eða víkja fréttaskýringarnar og samfélagsumræðan mögulega fyrir Spotify-playlistum skutlaranna? Kvöldfréttir áttu sinn stað eftir kvöldmatinn, gæðastund með fjölskyldunni. Er sá tími liðinn? Fá mamma og pabbi kannski nægan skammt af fréttum í gegnum samfélagsmiðlaskrun dagsins og leyfa Netflix að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni í staðinn? Þessar lýsingar eru auðvitað ekki algildar en settar fram til að vekja okkur til umhugsunar um hvort fréttir á hefðbundnum miðlum séu smám saman að hverfa úr umhverfi barna. Hversu mörg dagblöð liggja á eldhúsborðum landsins í dag og hversu heilagur er kvöldfréttatíminn á heimilum landsins? Fréttaforðun raunveruleg Á sama tíma og helmingur Íslendinga segist halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum, sýna rannsóknir að ungt fólk nálgast fréttir í vaxandi mæli á samfélagsmiðlum fremur en í hefðbundnum fjölmiðlum. Á samfélagsmiðlum má finna mikið af frábæru og vönduðu fréttaefni og íslenskir fjölmiðlar eru sannarlega duglegir að deila sínu efni á þeim vettvangi. Engu að síður er þar einnig aragrúi af síðra efni sem oft er dulbúið sem fréttir, birt undir fölsku flaggi og hefur annars konar tilgang en að miðla fréttum á traustan máta. Ekki er þar með sagt að þessi nýi veruleiki sé alslæmur. Þó gefur augaleið að bæði ungir og aldnir fréttaneytendur þurfa réttu verkfærin til að rata í gegnum þennan frumskóg af efni svo skilja megi kjarnann frá hisminu. Miðlalæsi hefur aldrei verið mikilvægara og það er okkar að bregðast við nýjum veruleika með eflingu þess, sérstaklega hjá yngri kynslóðum sem alast upp í allt öðru fréttaumhverfi en við sem eldri erum. Höldum á lofti mikilvægi hefðbundinna fréttamiðla og eflum ungt fólk sem ábyrga og gagnrýna fréttaneytendur. Höfundur er sérfræðingur upplýsinga- og miðlalæsis hjá Netvís - Netöryggismiðstöð Íslands.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun