Viðurkennir að hafa sundurlimað lík Wall en segir kolmónoxíðeitrun banameinið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2017 12:55 Hinn 46 ára gamli Peter Madsen er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Vísir/AFP Peter Madsen segir að sænska blaðakonan Kim Wall hafi látist af völdum kolmónoxíðeitrunar. Hann hafi í framhaldinu bútað niður líka hennar í kafbát sínum og komið fyrir í Köge flóa. Þetta kemur fram í tilkynningu dönsku lögreglunnar til fjölmiðla í dag.Tilkynningin er send út vegna mikils áhuga fjölmiðla á málinu. Madsen og lögmaður hans hafa ákveðið að una áframhaldandi gæsluvarðhaldi í málinu. Annars hefði farið fram réttarhald í málinu, þar sem krafa um varðhald hefði verið tekin fyrir. Þar hefðu nýjustu upplýsingar í málinu komið fram. Madsen verður í gæsluvarðhaldi til 15. nóvember. Danski uppfinningamaðurinn segir, að sögn dönsku lögreglunnar, að Wall hafi orðið fyrir kolmónoxíðeitruninni á meðan hann var sjálfur uppi á dekki kafbátsins. Hann hafði áður gefið þá skýringu að Wall hefði látist eftir að hafa fengið um 70 kílóa þunga lúgu í höfuðið. Hann hefði varpað líkinu fyrir borð en þvertók fyrir að hafa sundurlimað það. Nú er frásögn hans önnur. Ákæran á hendur Madsen hljóðaði áður upp á manndráp og ósæmilega meðferð á líki. Nú hefur bæst við ákæruliður sem snýr að kynferðisbroti, öðrum en kynmökum, og er vísað til fjórtán áverka eftir stungur í kringum kynfæri Wall. Áður hefur verið greint frá því að myndbönd sem sýndu aftöku kvenna hafi fundist í tölvu Madsen. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð þann 8. mars. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24 Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Peter Madsen segir að sænska blaðakonan Kim Wall hafi látist af völdum kolmónoxíðeitrunar. Hann hafi í framhaldinu bútað niður líka hennar í kafbát sínum og komið fyrir í Köge flóa. Þetta kemur fram í tilkynningu dönsku lögreglunnar til fjölmiðla í dag.Tilkynningin er send út vegna mikils áhuga fjölmiðla á málinu. Madsen og lögmaður hans hafa ákveðið að una áframhaldandi gæsluvarðhaldi í málinu. Annars hefði farið fram réttarhald í málinu, þar sem krafa um varðhald hefði verið tekin fyrir. Þar hefðu nýjustu upplýsingar í málinu komið fram. Madsen verður í gæsluvarðhaldi til 15. nóvember. Danski uppfinningamaðurinn segir, að sögn dönsku lögreglunnar, að Wall hafi orðið fyrir kolmónoxíðeitruninni á meðan hann var sjálfur uppi á dekki kafbátsins. Hann hafði áður gefið þá skýringu að Wall hefði látist eftir að hafa fengið um 70 kílóa þunga lúgu í höfuðið. Hann hefði varpað líkinu fyrir borð en þvertók fyrir að hafa sundurlimað það. Nú er frásögn hans önnur. Ákæran á hendur Madsen hljóðaði áður upp á manndráp og ósæmilega meðferð á líki. Nú hefur bæst við ákæruliður sem snýr að kynferðisbroti, öðrum en kynmökum, og er vísað til fjórtán áverka eftir stungur í kringum kynfæri Wall. Áður hefur verið greint frá því að myndbönd sem sýndu aftöku kvenna hafi fundist í tölvu Madsen. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð þann 8. mars.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24 Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24
Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45
Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37