Halda áfram þrátt fyrir hótun stjórnarinnar um fangelsisvist Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2017 06:00 Mariano Rajoy tilkynnti um helgina að stjórn hans ætlaði að virkja 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar um að svipta Katalóna sjálfstjórn. vísir/epa Katalónskir aðskilnaðarsinnar munu halda baráttu sinni fyrir sjálfstæði héraðsins áfram þrátt fyrir hótanir spænskra yfirvalda um fangelsisvist. Spænska stjórnin mun líklega virkja 155. grein stjórnarskrár landsins, sem kveður á um að svipta Katalóníu sjálfstjórn sinni, í þessari viku. „Engin stjórn í lýðræðisríki getur sætt sig við það að lög séu brotin,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í ávarpi á laugardag. Þar tilkynnti hann ákvörðun stjórnarinnar um að héraðið skyldi svipt sjálfstjórn. Að auki hafa spænsk stjórnvöld í hyggju að taka yfir stjórn lögreglu héraðsins og héraðsfjölmiðilsins TV3. „Ég átta mig á því að þetta eru erfiðir tímar en í sameiningu munum við komast yfir þetta líkt og við höfum áður gert,“ segir Rajoy.Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánarvísir/epaÞað hefur andað köldu milli Spánar og Katalóníu frá því að sjálfstjórnarhéraðið tilkynnti að það hygðist halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort lýsa ætti yfir sjálfstæði eður ei. Lögbann var lagt á kosningarnar en þær fóru fram engu að síður. Rúmlega níutíu prósent þeirra sem mættu á kjörstað voru hlynnt sjálfstæði. Hótanir hafa gengið milli manna síðan þá. Stefnt er að því að spænska þingið verði kallað saman á föstudag til að afturkalla sjálfstjórn Katalóna. Carles Puigdemont héraðsstjóri stefnir að því að hafa þingfund í héraðsþinginu á sama tíma. Talið er næsta víst að Katalónía muni lýsa einhliða yfir sjálfstæði á næstu vikum, mögulega strax á föstudag. Saksóknari í Madríd varaði Puigdemont og aðra sjálfstæðissinna við frekara brölti af því tagi. Sagði hann að til greina kæmi að saksækja héraðsstjórann fyrir byltingu en allt að þrjátíu ára fangelsisrefsing liggur við slíku broti. Forseti katalónska þingsins, Carme Forcadell, hefur kallað fyrirætlan spænsku stjórnarinnar „de facto coup d’état“ (byltingu í reynd). Því hafnar Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar, alfarið. „Ef einhver er að gera tilraun til byltingar, þá er það héraðsstjórn Katalóníu,“ sagði hann við BBC. „Við ætlum okkur að fylgja alfarið þeim ramma sem stjórnarskrá landsins setur.“ Það eru ekki aðeins Katalónar sem eru óánægðir með framgöngu stjórnar Rajoy í málinu. Formaður Basknesku þjóðarhreyfingarinnar hefur fordæmt framgöngu forsætisráðherrans í málinu. Sem stendur situr minnihlutastjórn í landinu. Baskar hafa varið hana falli en spurning er hvort slíkt haldi áfram. „Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru öfgafull og úr hófi,“ tísti Inigo Urkullu, héraðsstjóri Baska. „Hér er verið að sprengja brýr í loft upp. Héraðsstjórn Katalóníu hefur stuðning okkar til uppbyggilegrar framtíðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Katalónskir aðskilnaðarsinnar munu halda baráttu sinni fyrir sjálfstæði héraðsins áfram þrátt fyrir hótanir spænskra yfirvalda um fangelsisvist. Spænska stjórnin mun líklega virkja 155. grein stjórnarskrár landsins, sem kveður á um að svipta Katalóníu sjálfstjórn sinni, í þessari viku. „Engin stjórn í lýðræðisríki getur sætt sig við það að lög séu brotin,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í ávarpi á laugardag. Þar tilkynnti hann ákvörðun stjórnarinnar um að héraðið skyldi svipt sjálfstjórn. Að auki hafa spænsk stjórnvöld í hyggju að taka yfir stjórn lögreglu héraðsins og héraðsfjölmiðilsins TV3. „Ég átta mig á því að þetta eru erfiðir tímar en í sameiningu munum við komast yfir þetta líkt og við höfum áður gert,“ segir Rajoy.Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánarvísir/epaÞað hefur andað köldu milli Spánar og Katalóníu frá því að sjálfstjórnarhéraðið tilkynnti að það hygðist halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort lýsa ætti yfir sjálfstæði eður ei. Lögbann var lagt á kosningarnar en þær fóru fram engu að síður. Rúmlega níutíu prósent þeirra sem mættu á kjörstað voru hlynnt sjálfstæði. Hótanir hafa gengið milli manna síðan þá. Stefnt er að því að spænska þingið verði kallað saman á föstudag til að afturkalla sjálfstjórn Katalóna. Carles Puigdemont héraðsstjóri stefnir að því að hafa þingfund í héraðsþinginu á sama tíma. Talið er næsta víst að Katalónía muni lýsa einhliða yfir sjálfstæði á næstu vikum, mögulega strax á föstudag. Saksóknari í Madríd varaði Puigdemont og aðra sjálfstæðissinna við frekara brölti af því tagi. Sagði hann að til greina kæmi að saksækja héraðsstjórann fyrir byltingu en allt að þrjátíu ára fangelsisrefsing liggur við slíku broti. Forseti katalónska þingsins, Carme Forcadell, hefur kallað fyrirætlan spænsku stjórnarinnar „de facto coup d’état“ (byltingu í reynd). Því hafnar Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar, alfarið. „Ef einhver er að gera tilraun til byltingar, þá er það héraðsstjórn Katalóníu,“ sagði hann við BBC. „Við ætlum okkur að fylgja alfarið þeim ramma sem stjórnarskrá landsins setur.“ Það eru ekki aðeins Katalónar sem eru óánægðir með framgöngu stjórnar Rajoy í málinu. Formaður Basknesku þjóðarhreyfingarinnar hefur fordæmt framgöngu forsætisráðherrans í málinu. Sem stendur situr minnihlutastjórn í landinu. Baskar hafa varið hana falli en spurning er hvort slíkt haldi áfram. „Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru öfgafull og úr hófi,“ tísti Inigo Urkullu, héraðsstjóri Baska. „Hér er verið að sprengja brýr í loft upp. Héraðsstjórn Katalóníu hefur stuðning okkar til uppbyggilegrar framtíðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“