Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2017 22:17 Trump og repúblikanar skilja ekki loftslagsvísindi og hafa ætlað að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Vísir/AFP Talsmaður Hvíta hússins hafnar því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi breytt um afstöðu gagnvart Parísarsamkomulaginu. Wall Street Journal heldur því fram að fulltrúi Bandaríkjastjórnar hafi tilkynnt þetta á ráðherrafundi þrjátíu ríkja í Montreal í Kanada í dag. Upphaflega vitnaði blaðið í Miguel Arias Cañete, loftslags- og orkumálastjóri Evrópusambandsins, sem sagði að fulltrúi bandarískra stjórnvalda hefði kynnt þessa óvæntu stefnubreytingu á lokuðum fundi í dag. „Bandaríkin hafa gefið það út að þau ætli ekki að semja um Parísarsamkomulagið upp á nýtt en þau ætla að reyna að fara yfir forsendurnar sem þau væru til í að taka þátt í samkomulaginu á,“ sagði Cañete, að sögn Wall Street Journal. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, bar fréttirnar þó til baka nú í kvöld. „Það hefur engin breyting orðið á afstöðu Bandaríkjanna til Parísarsamkomulagsins. Eins og forsetinn hefur gert kirfilega ljóst ætla Bandaríkin að draga sig út nema að við getum skrifað aftur undir á skilmálum sem eru hagstæðari landi okkar,“ sagði hún í yfirlýsingu vegna fréttanna. Politico hefur eftir ónefndum bandarískum embættismönnum að erlendir erindrekar hafi rangtúlkað orð fulltrúa Bandaríkjanna á loftslagsfundinum í Montreal.Neitunin útilokar ekki endilega áframhaldandi þátttökuYfirlýsing Huckabee Sanders virðist þó ekki taka af öll tvímæli um hvort að Bandaríkin gætu tekið áfram þátt í Parísarsamkomulaginu. Í henni kemur aðeins fram að afstaða stjórnarinnar hafi ekki breyst. Sú afstaða hefur meðal annars verið sú að áframhaldandi þátttaka á öðrum forsendum gæti verið möguleg. Í frétt Wall Street Journal var gengið út frá þeirri forsendu að Bandaríkin gætu haldið sig við samkomulagið en dregið úr markmiðunum sem Barack Obama setti í forsetatíð sinni.Sarah Huckabee Sanders er blaðafulltrúi Hvíta hússins.Vísir/EPAJafnvel þó að sú yrði raunin er óljóst hverju það muni skila baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Bandaríkin eru stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda sögulega séð en aðeins Kínverjar losa meira nú um stundir. Dragi þau verulega úr metnaði sínum væri það þungt högg fyrir tilraunir manna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og forðast þannig verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.Gerði lítið úr tengslum loftslagsbreytinga við fellibyljinaTrump tilkynnti í júní að hann hygðist draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Hefur sú ákvörðun verið fordæmd af þjóðarleiðtogum, ríkis- og borgarstjórum stórra borga innan Bandaríkjanna og stórum fyrirtækjum. Hugmyndir Trump virðast um loftslagsbreytingar virðast einnig lítið hafa breyst frá því að hann lýsti þeim sem kínversku „gabbi“. Þegar hann var spurður að því hvort að að tveir stórir fellibyljir, Harvey og Irma, sem hafa gengið á land með skömmu millibili hafi breytt skoðunum hans á loftslagsbreytingum sagði forsetinn að stærri stormar hafi gengið yfir Bandaríkin. Þrátt fyrir það fór Trump mikinn á Twitter á meðan fellibyljirnir tveir voru í gangi og lýsti því hversu stórir þeir væru á sögulegan mælikvarða, jafnvel þeir stærstu sem sést hefðu, eins og fram kemur í frétt Washington Post.Fréttin og fyrirsögn hennar var uppfærð eftir að greint var frá yfirlýsingu Hvíta hússins vegna fréttar WSJ. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20 Kanslari Þýskalands gerir ráð fyrir erfiðum viðræðum á G20-fundinum í næstu viku vegna ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar annars vegar og leiðtoga annarra iðnríkja hins vegar á loftslagsvandann. Merkel segir að loftslagsbreytingar verði í brennidepli á fundinum. 29. júní 2017 12:06 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Talsmaður Hvíta hússins hafnar því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi breytt um afstöðu gagnvart Parísarsamkomulaginu. Wall Street Journal heldur því fram að fulltrúi Bandaríkjastjórnar hafi tilkynnt þetta á ráðherrafundi þrjátíu ríkja í Montreal í Kanada í dag. Upphaflega vitnaði blaðið í Miguel Arias Cañete, loftslags- og orkumálastjóri Evrópusambandsins, sem sagði að fulltrúi bandarískra stjórnvalda hefði kynnt þessa óvæntu stefnubreytingu á lokuðum fundi í dag. „Bandaríkin hafa gefið það út að þau ætli ekki að semja um Parísarsamkomulagið upp á nýtt en þau ætla að reyna að fara yfir forsendurnar sem þau væru til í að taka þátt í samkomulaginu á,“ sagði Cañete, að sögn Wall Street Journal. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, bar fréttirnar þó til baka nú í kvöld. „Það hefur engin breyting orðið á afstöðu Bandaríkjanna til Parísarsamkomulagsins. Eins og forsetinn hefur gert kirfilega ljóst ætla Bandaríkin að draga sig út nema að við getum skrifað aftur undir á skilmálum sem eru hagstæðari landi okkar,“ sagði hún í yfirlýsingu vegna fréttanna. Politico hefur eftir ónefndum bandarískum embættismönnum að erlendir erindrekar hafi rangtúlkað orð fulltrúa Bandaríkjanna á loftslagsfundinum í Montreal.Neitunin útilokar ekki endilega áframhaldandi þátttökuYfirlýsing Huckabee Sanders virðist þó ekki taka af öll tvímæli um hvort að Bandaríkin gætu tekið áfram þátt í Parísarsamkomulaginu. Í henni kemur aðeins fram að afstaða stjórnarinnar hafi ekki breyst. Sú afstaða hefur meðal annars verið sú að áframhaldandi þátttaka á öðrum forsendum gæti verið möguleg. Í frétt Wall Street Journal var gengið út frá þeirri forsendu að Bandaríkin gætu haldið sig við samkomulagið en dregið úr markmiðunum sem Barack Obama setti í forsetatíð sinni.Sarah Huckabee Sanders er blaðafulltrúi Hvíta hússins.Vísir/EPAJafnvel þó að sú yrði raunin er óljóst hverju það muni skila baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Bandaríkin eru stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda sögulega séð en aðeins Kínverjar losa meira nú um stundir. Dragi þau verulega úr metnaði sínum væri það þungt högg fyrir tilraunir manna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og forðast þannig verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.Gerði lítið úr tengslum loftslagsbreytinga við fellibyljinaTrump tilkynnti í júní að hann hygðist draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Hefur sú ákvörðun verið fordæmd af þjóðarleiðtogum, ríkis- og borgarstjórum stórra borga innan Bandaríkjanna og stórum fyrirtækjum. Hugmyndir Trump virðast um loftslagsbreytingar virðast einnig lítið hafa breyst frá því að hann lýsti þeim sem kínversku „gabbi“. Þegar hann var spurður að því hvort að að tveir stórir fellibyljir, Harvey og Irma, sem hafa gengið á land með skömmu millibili hafi breytt skoðunum hans á loftslagsbreytingum sagði forsetinn að stærri stormar hafi gengið yfir Bandaríkin. Þrátt fyrir það fór Trump mikinn á Twitter á meðan fellibyljirnir tveir voru í gangi og lýsti því hversu stórir þeir væru á sögulegan mælikvarða, jafnvel þeir stærstu sem sést hefðu, eins og fram kemur í frétt Washington Post.Fréttin og fyrirsögn hennar var uppfærð eftir að greint var frá yfirlýsingu Hvíta hússins vegna fréttar WSJ.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20 Kanslari Þýskalands gerir ráð fyrir erfiðum viðræðum á G20-fundinum í næstu viku vegna ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar annars vegar og leiðtoga annarra iðnríkja hins vegar á loftslagsvandann. Merkel segir að loftslagsbreytingar verði í brennidepli á fundinum. 29. júní 2017 12:06 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27
Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20 Kanslari Þýskalands gerir ráð fyrir erfiðum viðræðum á G20-fundinum í næstu viku vegna ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar annars vegar og leiðtoga annarra iðnríkja hins vegar á loftslagsvandann. Merkel segir að loftslagsbreytingar verði í brennidepli á fundinum. 29. júní 2017 12:06
Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49