Trump ekki hættur við að draga sig úr Parísarsamkomulaginu Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 18:52 H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, neitar því að stefnubreyting hafi átt sér stað gagnvart Parísarsamkomulaginu. Vísir/AFP Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump og utanríkisráðherra Bandaríkjanna segja ekki standa til að snúa við þeirri ákvörðun forsetans að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mætti í viðtalsþætti bandarískra sjónvarpsstöðva í dag og svaraði spurningum um loftslagsstefnu forsetans. Wall Street Journal hafði greint frá því í gær að stjórn hans væri hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins bar þær fréttir til baka í gærkvöldi. „Það er fölsk frétt. Forsetinn ákvað að draga sig úr Parísarsamkomulaginu vegna þess að það er slæmur samningur fyrir bandarísku þjóðina og það er slæmur samningur fyrir umhverfið,“ sagði McMaster við Fox News án þess að útskýra frekar hvernig samkomulagið væri skaðlegt umhverfinu. Lokaði hann þó ekki á að Trump gæti skipt um skoðun ef hægt væri að semja um nýja skilmála sem væru Bandaríkjunum hagstæðari, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Ójafnvægi gagnvart KínaRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að bandarísk stjórnvöld væru að skoða leiðir til að vinna með öðrum ríkjum að því að taka á loftslagsbreytingum „við réttu skilyrðin“. Þau skilyrði ættu að taka tillit til hagkerfis Bandaríkjanna og efnahagslegra hagsmuna, ekki síst borið saman við Kína. Taldi Tillerson að „ójafnvægi“ væri til staðar í samkomulaginu hvað varðaði Bandaríkin og Kína. Útilokaði Tillerson ekki heldur að Trump gætu haldið þátttöku í samkomulaginu áfram við rétt skilyrði. Bandaríkjamenn eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum sögulega séð. Kínverjar hafa á undanförnum árum tekið fram úr þeim sem umfangsmesti losandinn.Ríkin setja sér sín eigin markmiðÓljóst er hvað McMaster og Tillerson eiga við þegar þeir tala um möguleikann á að Bandarikin semji aftur um þátttöku sína í Parísarsamkomulaginu. Það byggir á svonefndum landsmarkmiðum sem stjórnvöld í hverju landi setja sér sjálf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Engin ákvæði eða tæki eru til að neyða ríki til að setja sér tiltekin markmið. Bandarísk stjórnvöld hafa því sjálfdæmi um að ákveða ný markmið. Eina viðmið Parísarsamkomulagsins er að aðildarríkin setji sér sífellt metnaðarfyllri markmið en áður. Núverandi markmið Bandaríkjanna voru sett í forsetatíð Baracks Obama. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. 16. september 2017 22:17 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump og utanríkisráðherra Bandaríkjanna segja ekki standa til að snúa við þeirri ákvörðun forsetans að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mætti í viðtalsþætti bandarískra sjónvarpsstöðva í dag og svaraði spurningum um loftslagsstefnu forsetans. Wall Street Journal hafði greint frá því í gær að stjórn hans væri hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins bar þær fréttir til baka í gærkvöldi. „Það er fölsk frétt. Forsetinn ákvað að draga sig úr Parísarsamkomulaginu vegna þess að það er slæmur samningur fyrir bandarísku þjóðina og það er slæmur samningur fyrir umhverfið,“ sagði McMaster við Fox News án þess að útskýra frekar hvernig samkomulagið væri skaðlegt umhverfinu. Lokaði hann þó ekki á að Trump gæti skipt um skoðun ef hægt væri að semja um nýja skilmála sem væru Bandaríkjunum hagstæðari, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Ójafnvægi gagnvart KínaRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að bandarísk stjórnvöld væru að skoða leiðir til að vinna með öðrum ríkjum að því að taka á loftslagsbreytingum „við réttu skilyrðin“. Þau skilyrði ættu að taka tillit til hagkerfis Bandaríkjanna og efnahagslegra hagsmuna, ekki síst borið saman við Kína. Taldi Tillerson að „ójafnvægi“ væri til staðar í samkomulaginu hvað varðaði Bandaríkin og Kína. Útilokaði Tillerson ekki heldur að Trump gætu haldið þátttöku í samkomulaginu áfram við rétt skilyrði. Bandaríkjamenn eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum sögulega séð. Kínverjar hafa á undanförnum árum tekið fram úr þeim sem umfangsmesti losandinn.Ríkin setja sér sín eigin markmiðÓljóst er hvað McMaster og Tillerson eiga við þegar þeir tala um möguleikann á að Bandarikin semji aftur um þátttöku sína í Parísarsamkomulaginu. Það byggir á svonefndum landsmarkmiðum sem stjórnvöld í hverju landi setja sér sjálf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Engin ákvæði eða tæki eru til að neyða ríki til að setja sér tiltekin markmið. Bandarísk stjórnvöld hafa því sjálfdæmi um að ákveða ný markmið. Eina viðmið Parísarsamkomulagsins er að aðildarríkin setji sér sífellt metnaðarfyllri markmið en áður. Núverandi markmið Bandaríkjanna voru sett í forsetatíð Baracks Obama.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. 16. september 2017 22:17 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. 16. september 2017 22:17