Stærsta rannsókn í Surtsey gæti varpað ljósi á leyndardóma rómversku steinsteypunnar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. júlí 2017 13:00 Hver veit nema leyndardómur róversku steypunnar verðu leystur hér á landi. Vísir/Erling Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, er einn þeirra sem stýrir einu stærsta rannsóknarverkefni sem farið hefur fram á eyjunni Surtsey sem myndaðist í Surtseyjargosinu á árunum 1963-1967. Eyjan er friðuð og hefur verið nýtt til rannsókna síðan hún myndaðist. Engin rannsókn hefur þó verið jafn viðamikil. „Tilgangur verkefnisins er margþættur en við getum sagt að það sé í stórum dráttum að sjá hvernig eldfjallaeyjar verða til og þróast með tímanum og hvernig líf og örverur taka sé bólfestu í berginu. Það eru merkileg lífkerfi hérna á töluverðu dýpi í Surtsey,“ segir Magnús Tumi í samtali við Vísi.Magnús Tumi segir spennandi tíma framundan. Rannsóknin sé sú stærsta sem gerð hafi verið og margir fylgist með.HÍFyrri rannsóknir skipta máli Boraðar verða tvær holur á 200 og 300 metra dýpi. Einni þeirra verður ekki lokað því hún verður fóðruð og nýtt til tilrauna í líffræði. Ætlunin er að rannsaka byggingu eyjunnar og bera það saman við það sem sást þegar eyjan byggðist upp í byrjun. Magnús segir að fyrri rannsóknir á eyjunni skipti miklu máli og aðstoði við þessa rannsókn. Hægt sé að nýta efni til samanburðar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borkjarni hefur verið tekinn til rannsóknar. Það var gert árið 1979. Þá var boruð 180 metra djúp hola. „Við ætlum að bora við hliðina á henni. Þá erum við að gera eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður, það er að fara aftur á sama stað og sjá hvaða breytingar hafa orðið, hvernig bergið hefur breyst, hvernig það hefur haldið áfram að ummyndast. Það mun hjálpa heilmikið til að skilja þróun og myndun eldfjallaeyja,“ segir Magnús Tumi.Vonast til að skilja steinsteypu fornaldar Á eyjunni er mikill jarðhiti. Hann hefur, að sögn Magnúsar Tuma, mikil áhrif á þróun eyjunnar. Þá verður einnig skoðað hversu langan tíma það tekur að kólna. Að minnsta kosti 220 gráður hiti er 40 til 50 metra niður fyrir sjávarmál. Markús Tumi segir að efnabreytingar eigi sér stað í berginu og þær verði skoðaðar sérstaklega. „Þar eru ýmsar merkilegar steintegundir sem fólk hefur áhuga á að skoða betur og sjá hvort það geti hjálpað okkur til að skilja hvernig hægt er að búa til betri steinsteypu. Marie Jackson, sem leiðir verkefnið ásamt mér, er sérfræðingur í þessu. Hún hefur verið að vinna mikið með rómverska steypu; að skoða rómverskar myndanir steypu sem var búin til fyrir 2000 árum en það er besta steypa sem nokkurn tímann hefur verið gerð því hún helst enn þá; það eru enn þá til brýr sem eru myndaðar á þessum tíma,“ segir Magnús Tumi og vísar til þess að nútíma steypa sé ekki nærri því jafn endingargóð og svo forn rómverska.Mikil ábyrgð Magnús segir heilmikla ábyrgð að fara í svona verkefni á þessum stað en þau fylgi ákveðnum vinnuferlum og reynt sé að ganga þannig frá að það verði engin mengun af veru þeirra. Allur úrgangur og rusl verður flutt í burtu. Þá hefur fólk verið fengið frá Bandaríkjunum, sem sérhæfir sig í að vísindalegum borunum. Magnús segir að rannsóknir munu nýtast um allan heim. Það sé í fyrsta sinn sem borað sé í svona unga eyju. Um 50 manns koma að verkefninu. Dvalið verður á eyjunni í mánuð. Mikill búnaður fylgir verkefninu og er hann samtals um 60 tonn. Aðgerðin kostar um 140 milljónir og hafa margir styrkir fengist, meðal annars frá Rannsóknasjóð vísinda og tækniráðs og Rannís. Eldgos og jarðhræringar Surtsey Tengdar fréttir Fundu nýja flugutegund í rannsóknarleiðangri í Surtsey Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. 25. júlí 2017 14:55 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, er einn þeirra sem stýrir einu stærsta rannsóknarverkefni sem farið hefur fram á eyjunni Surtsey sem myndaðist í Surtseyjargosinu á árunum 1963-1967. Eyjan er friðuð og hefur verið nýtt til rannsókna síðan hún myndaðist. Engin rannsókn hefur þó verið jafn viðamikil. „Tilgangur verkefnisins er margþættur en við getum sagt að það sé í stórum dráttum að sjá hvernig eldfjallaeyjar verða til og þróast með tímanum og hvernig líf og örverur taka sé bólfestu í berginu. Það eru merkileg lífkerfi hérna á töluverðu dýpi í Surtsey,“ segir Magnús Tumi í samtali við Vísi.Magnús Tumi segir spennandi tíma framundan. Rannsóknin sé sú stærsta sem gerð hafi verið og margir fylgist með.HÍFyrri rannsóknir skipta máli Boraðar verða tvær holur á 200 og 300 metra dýpi. Einni þeirra verður ekki lokað því hún verður fóðruð og nýtt til tilrauna í líffræði. Ætlunin er að rannsaka byggingu eyjunnar og bera það saman við það sem sást þegar eyjan byggðist upp í byrjun. Magnús segir að fyrri rannsóknir á eyjunni skipti miklu máli og aðstoði við þessa rannsókn. Hægt sé að nýta efni til samanburðar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borkjarni hefur verið tekinn til rannsóknar. Það var gert árið 1979. Þá var boruð 180 metra djúp hola. „Við ætlum að bora við hliðina á henni. Þá erum við að gera eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður, það er að fara aftur á sama stað og sjá hvaða breytingar hafa orðið, hvernig bergið hefur breyst, hvernig það hefur haldið áfram að ummyndast. Það mun hjálpa heilmikið til að skilja þróun og myndun eldfjallaeyja,“ segir Magnús Tumi.Vonast til að skilja steinsteypu fornaldar Á eyjunni er mikill jarðhiti. Hann hefur, að sögn Magnúsar Tuma, mikil áhrif á þróun eyjunnar. Þá verður einnig skoðað hversu langan tíma það tekur að kólna. Að minnsta kosti 220 gráður hiti er 40 til 50 metra niður fyrir sjávarmál. Markús Tumi segir að efnabreytingar eigi sér stað í berginu og þær verði skoðaðar sérstaklega. „Þar eru ýmsar merkilegar steintegundir sem fólk hefur áhuga á að skoða betur og sjá hvort það geti hjálpað okkur til að skilja hvernig hægt er að búa til betri steinsteypu. Marie Jackson, sem leiðir verkefnið ásamt mér, er sérfræðingur í þessu. Hún hefur verið að vinna mikið með rómverska steypu; að skoða rómverskar myndanir steypu sem var búin til fyrir 2000 árum en það er besta steypa sem nokkurn tímann hefur verið gerð því hún helst enn þá; það eru enn þá til brýr sem eru myndaðar á þessum tíma,“ segir Magnús Tumi og vísar til þess að nútíma steypa sé ekki nærri því jafn endingargóð og svo forn rómverska.Mikil ábyrgð Magnús segir heilmikla ábyrgð að fara í svona verkefni á þessum stað en þau fylgi ákveðnum vinnuferlum og reynt sé að ganga þannig frá að það verði engin mengun af veru þeirra. Allur úrgangur og rusl verður flutt í burtu. Þá hefur fólk verið fengið frá Bandaríkjunum, sem sérhæfir sig í að vísindalegum borunum. Magnús segir að rannsóknir munu nýtast um allan heim. Það sé í fyrsta sinn sem borað sé í svona unga eyju. Um 50 manns koma að verkefninu. Dvalið verður á eyjunni í mánuð. Mikill búnaður fylgir verkefninu og er hann samtals um 60 tonn. Aðgerðin kostar um 140 milljónir og hafa margir styrkir fengist, meðal annars frá Rannsóknasjóð vísinda og tækniráðs og Rannís.
Eldgos og jarðhræringar Surtsey Tengdar fréttir Fundu nýja flugutegund í rannsóknarleiðangri í Surtsey Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. 25. júlí 2017 14:55 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Fundu nýja flugutegund í rannsóknarleiðangri í Surtsey Á svæðinu fannst einnig ný víðitegund, grávíðir, og segir Borgþór að þar með séu allar íslensku víðitegundirnar orðnar landnemar á eyjunni. 25. júlí 2017 14:55