Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júní 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dregur land sitt út úr Parísarsamkomulaginu. Nordicphotos/AFP Bandaríkin munu draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. „Ég vil ekki að neitt haldi aftur af okkur. Ég berst á hverjum degi fyrir þessa frábæru þjóð. Þess vegna, til að uppfylla skyldu mína til að vernda Bandaríkin og Bandaríkjamenn, munum við draga okkur út úr Parísarsamkomulaginu,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó að Bandaríkin myndu þegar í stað hefja viðræður um að koma á ný inn í samkomulagið, eða taka þátt í gerð nýs samkomulags, með ákvæðum sem hann teldi sanngjarnari. „Frá og með deginum í dag munum við hætta allri innleiðingu ákvæða Parísarsamkomulagsins og létta þannig hinar gífurlegu efnahagslegu byrðar sem það leggur á landið okkar,“ sagði Trump enn fremur. Með þessu verða Bandaríkin þriðja ríki Sameinuðu þjóðanna til að standa utan samkomulagsins, hin eru Níkaragva og Sýrland. Kína og ríki Evrópusambandsins ætla ekki að feta sömu slóð. Að þeirra sögn eru markmið Parísarsamkomulagsins um að draga úr loftslagsbreytingum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem vænst er að leiðtogar Kína og Evrópusambandsins sendi frá sér og BBC hefur komist yfir. Búist er við því að hún verði formlega birt í dag. Samkvæmt heimildum BBC hefur verið unnið að yfirlýsingunni í rúmt ár. Í henni mun vera að finna umfjöllun um hættur vegna loftslagsbreytinga og áhrif þeirra á jafnvægi í samfélögum heimsins. „Evrópusambandið og Kína telja Parísarsamkomulagið sögulegt afrek sem hraði samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda,“ segir í uppkastinu. Enn fremur segir að Parísarsamkomulagið sé sönnun á því að með samvinnu og trausti sé hægt að finna sanngjarnar og áhrifaríkar lausnir á erfiðustu vandamálum okkar tíma. „Evrópusambandið og Kína ítreka ótvíræða skuldbindingu sína er varðar öll ákvæði Parísarsamkomulagsins,“ segir þar enn fremur. Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, var í opinberri heimsókn í Þýskalandi í gær. Þar sagði hann baráttuna gegn loftslagsbreytingum þjóna hagsmunum Kínverja. „Kínverjar munu halda áfram að innleiða ákvæði Parísarsamkomulagsins en auðvitað vonumst við til þess að geta gert það í samvinnu við aðra,“ sagði Keqiang, en Kína blæs út meiri gróðurhúsalofttegundum en nokkurt annað ríki. Rússar, sem eru í þriðja sæti á þeim lista, einungis á eftir Bandaríkjunum og Kína, ætla heldur ekki að víkja frá ákvæðum samkomulagsins. Hins vegar myndi brotthvarf Bandaríkjanna hafa áhrif á samkomulagið. „Það þarf vart að taka það fram að áhrif þessa samkomulags dvína líklega án slíks lykilríkis,“ segir í yfirlýsingu frá forsetaembætti Rússlands í gær. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók í sama streng í gær og sagði stuðning Bandaríkjanna skipta sköpum. „En burtséð frá ákvörðun bandarísku ríkisstjórnarinnar er mikilvægt að aðrar ríkisstjórnir haldi áfram á sinni braut,“ sagði Guterres við BBC. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru á sama máli og Guterres og sendu Trump í gær sameiginlegt bréf þar sem hann var hvattur til að standa við samkomulagið. Í bréfinu var jafnframt lögð áhersla á mikilvægi þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira
Bandaríkin munu draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. „Ég vil ekki að neitt haldi aftur af okkur. Ég berst á hverjum degi fyrir þessa frábæru þjóð. Þess vegna, til að uppfylla skyldu mína til að vernda Bandaríkin og Bandaríkjamenn, munum við draga okkur út úr Parísarsamkomulaginu,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó að Bandaríkin myndu þegar í stað hefja viðræður um að koma á ný inn í samkomulagið, eða taka þátt í gerð nýs samkomulags, með ákvæðum sem hann teldi sanngjarnari. „Frá og með deginum í dag munum við hætta allri innleiðingu ákvæða Parísarsamkomulagsins og létta þannig hinar gífurlegu efnahagslegu byrðar sem það leggur á landið okkar,“ sagði Trump enn fremur. Með þessu verða Bandaríkin þriðja ríki Sameinuðu þjóðanna til að standa utan samkomulagsins, hin eru Níkaragva og Sýrland. Kína og ríki Evrópusambandsins ætla ekki að feta sömu slóð. Að þeirra sögn eru markmið Parísarsamkomulagsins um að draga úr loftslagsbreytingum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem vænst er að leiðtogar Kína og Evrópusambandsins sendi frá sér og BBC hefur komist yfir. Búist er við því að hún verði formlega birt í dag. Samkvæmt heimildum BBC hefur verið unnið að yfirlýsingunni í rúmt ár. Í henni mun vera að finna umfjöllun um hættur vegna loftslagsbreytinga og áhrif þeirra á jafnvægi í samfélögum heimsins. „Evrópusambandið og Kína telja Parísarsamkomulagið sögulegt afrek sem hraði samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda,“ segir í uppkastinu. Enn fremur segir að Parísarsamkomulagið sé sönnun á því að með samvinnu og trausti sé hægt að finna sanngjarnar og áhrifaríkar lausnir á erfiðustu vandamálum okkar tíma. „Evrópusambandið og Kína ítreka ótvíræða skuldbindingu sína er varðar öll ákvæði Parísarsamkomulagsins,“ segir þar enn fremur. Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, var í opinberri heimsókn í Þýskalandi í gær. Þar sagði hann baráttuna gegn loftslagsbreytingum þjóna hagsmunum Kínverja. „Kínverjar munu halda áfram að innleiða ákvæði Parísarsamkomulagsins en auðvitað vonumst við til þess að geta gert það í samvinnu við aðra,“ sagði Keqiang, en Kína blæs út meiri gróðurhúsalofttegundum en nokkurt annað ríki. Rússar, sem eru í þriðja sæti á þeim lista, einungis á eftir Bandaríkjunum og Kína, ætla heldur ekki að víkja frá ákvæðum samkomulagsins. Hins vegar myndi brotthvarf Bandaríkjanna hafa áhrif á samkomulagið. „Það þarf vart að taka það fram að áhrif þessa samkomulags dvína líklega án slíks lykilríkis,“ segir í yfirlýsingu frá forsetaembætti Rússlands í gær. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók í sama streng í gær og sagði stuðning Bandaríkjanna skipta sköpum. „En burtséð frá ákvörðun bandarísku ríkisstjórnarinnar er mikilvægt að aðrar ríkisstjórnir haldi áfram á sinni braut,“ sagði Guterres við BBC. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru á sama máli og Guterres og sendu Trump í gær sameiginlegt bréf þar sem hann var hvattur til að standa við samkomulagið. Í bréfinu var jafnframt lögð áhersla á mikilvægi þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira