Króatía og Slóvenía í undanúrslitin Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 21:20 Króatía er komin í undanúrslit. vísir/epa Króatía komst í kvöld í undanúrslit HM 2017 í handbolta eftir sigur á Spáni, 30-29. Spánn vann B-riðilinn sem Ísland var í en Króatía hafnaði í öðru sæti C-riðils á eftir Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu. Króatar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15, en seinni hálfleikurinn var geggjuð skemmtun þar sem liðin skiptust á að skora en Krótar voru alltaf með frumkvæðið þó Spánn náði að jafna nokkrum sinnum. Lokamínútan var ótrúlega spennandi. Luka Cindric brauast í gegn og gat klárað leikinn með 31. marki Króata þegar 20 sekúndur voru eftir en hann lét verja frá sér. Spánn fór í lokasóknina sem endaði með erfiðu skoti línumannsins Julen Aguinagalde sem króatíska vörnin varði. Króatar trylltust af gleði en Spánverjar voru eðlilega niðurlútir. Króatía enn einu sinni í undanúrslitum á stórmóti en liðið hefur þó ekki tekist að verða heimsmeistari síðan 2003 þegar það fagnaði sigri í Portúgal. Slóvenar, sem voru eins og Spánverjar með Íslandi í riðli, komust einnig í undanúrslit í kvöld eftir tiltölulega þægilegan sigur á Katar, 32-30. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins. Slóvenska liðið, sem hefur heillað með skemmtilegri spilamennsku sinni á HM, var 18-15 yfir í hálfleik. Það skoraði svo ellefu mörk á móti fimm mörkum Katar á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og náði mest níu marka forskoti, 29-20. Þegar sex mínútur voru eftir voru Slóvenar sex mörkum yfir, 32-26, en þá tóku Katarbúar smá sprett undir lokin og skoruðu fjögur mörk í röð. Það var bara of lítið og of seint og slóvenskur sigur staðreynd. Gasper Marguc var markahæstur Slóvena með sex mörk úr sex skotum en Jure Dolenec skoraði fimm mörk úr sex skotum. Bretrand Roine skoraði átta mörk fyrir Katar sem fékk aðeins 16 prósent hlutfallsmarkvörslur frá markvörðum sínum í kvöld. Slóvenar mæta gestgjöfum Frakka í undanúrslitum en Króatar eiga leik við Noreg. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Króatía komst í kvöld í undanúrslit HM 2017 í handbolta eftir sigur á Spáni, 30-29. Spánn vann B-riðilinn sem Ísland var í en Króatía hafnaði í öðru sæti C-riðils á eftir Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu. Króatar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15, en seinni hálfleikurinn var geggjuð skemmtun þar sem liðin skiptust á að skora en Krótar voru alltaf með frumkvæðið þó Spánn náði að jafna nokkrum sinnum. Lokamínútan var ótrúlega spennandi. Luka Cindric brauast í gegn og gat klárað leikinn með 31. marki Króata þegar 20 sekúndur voru eftir en hann lét verja frá sér. Spánn fór í lokasóknina sem endaði með erfiðu skoti línumannsins Julen Aguinagalde sem króatíska vörnin varði. Króatar trylltust af gleði en Spánverjar voru eðlilega niðurlútir. Króatía enn einu sinni í undanúrslitum á stórmóti en liðið hefur þó ekki tekist að verða heimsmeistari síðan 2003 þegar það fagnaði sigri í Portúgal. Slóvenar, sem voru eins og Spánverjar með Íslandi í riðli, komust einnig í undanúrslit í kvöld eftir tiltölulega þægilegan sigur á Katar, 32-30. Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins. Slóvenska liðið, sem hefur heillað með skemmtilegri spilamennsku sinni á HM, var 18-15 yfir í hálfleik. Það skoraði svo ellefu mörk á móti fimm mörkum Katar á fyrsta korterinu í seinni hálfleik og náði mest níu marka forskoti, 29-20. Þegar sex mínútur voru eftir voru Slóvenar sex mörkum yfir, 32-26, en þá tóku Katarbúar smá sprett undir lokin og skoruðu fjögur mörk í röð. Það var bara of lítið og of seint og slóvenskur sigur staðreynd. Gasper Marguc var markahæstur Slóvena með sex mörk úr sex skotum en Jure Dolenec skoraði fimm mörk úr sex skotum. Bretrand Roine skoraði átta mörk fyrir Katar sem fékk aðeins 16 prósent hlutfallsmarkvörslur frá markvörðum sínum í kvöld. Slóvenar mæta gestgjöfum Frakka í undanúrslitum en Króatar eiga leik við Noreg.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira