Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. nóvember 2025 13:32 Albert Guðmundsson verður klár í slaginn þegar Fiorentina mætir Genoa á sunnudag. Getty/Andrea Martini Albert Guðmundsson er mættur aftur til Ítalíu eftir stutt stopp á Íslandi með viðkomu í dómssal. Hann verður með á æfingu Fiorentina síðdegis, sem nýr þjálfari liðsins mun stýra. Gazzettan greinir frá því að Paolo Vanoli muni taka við starfi aðalþjálfara eftir að Stefano Pioli var rekinn fyrr í vikunni. Vanoli muni skrifa undir samning sem gildir út tímabilið og stýra liðinu í fyrsta sinn á sunnudaginn í fallbaráttuslag gegn öðru Íslendingaliði, Genoa. Vanoli var þjálfari Torino á síðasta tímabili og þjálfaði Íslendingaliðið Venezia þar áður, hann hefur einnig starfað fyrir Spartak í Moskvu og yngri landslið Ítalíu. #Vanoli è al Viola Park: comincia la sua avventura con la #Fiorentina pic.twitter.com/7NliyCcZ7N— Violanews Fiorentina (@violanews) November 7, 2025 Þetta er ekki eina breytingin hjá Fiorentina þessa dagana því nýr yfirmaður íþróttamála tók einnig við störfum í vikunni, Roberto Goretti fékk stöðuhækkun eftir að fyrrum yfirmaðurinn Daniele Pradé var rekinn. Báðar þessar breytingar eru auðvitað teknar með afleitt gengi liðsins í huga en Fiorentina hefur ekki unnið leik í ítölsku úrvalsdeildinni, liðið situr í neðsta sæti deildarinnar eftir að hafa gert fjögur jafntefli og tapað sex sinnum. Liðinu hefur gengið betur í Sambandsdeildinni og vann fyrstu tvo leikina þar, en tapaði svo 2-1 gegn Mainz í gærkvöldi. Albert Guðmundsson var ekki með í leiknum í gærkvöldi, hann var þá staddur á Íslandi og æfði með pabba sínum, Guðmundi Benediktssyni, á Laugardalsvelli. Stuðningsmannasíðan ViolaNews, sem flytur fréttir af liði Fiorentina, segir að Albert hafi mætt aftur til Flórens í gærkvöldi og verði með á æfingu liðsins síðdegis í dag, þeirri fyrstu undir stjórn Vanoli. Hann verði svo klár í slaginn gegn Genoa, sem mun einnig spila undir stjórn nýs þjálfara, á sunnudag. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum. 5. nóvember 2025 09:59 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Gazzettan greinir frá því að Paolo Vanoli muni taka við starfi aðalþjálfara eftir að Stefano Pioli var rekinn fyrr í vikunni. Vanoli muni skrifa undir samning sem gildir út tímabilið og stýra liðinu í fyrsta sinn á sunnudaginn í fallbaráttuslag gegn öðru Íslendingaliði, Genoa. Vanoli var þjálfari Torino á síðasta tímabili og þjálfaði Íslendingaliðið Venezia þar áður, hann hefur einnig starfað fyrir Spartak í Moskvu og yngri landslið Ítalíu. #Vanoli è al Viola Park: comincia la sua avventura con la #Fiorentina pic.twitter.com/7NliyCcZ7N— Violanews Fiorentina (@violanews) November 7, 2025 Þetta er ekki eina breytingin hjá Fiorentina þessa dagana því nýr yfirmaður íþróttamála tók einnig við störfum í vikunni, Roberto Goretti fékk stöðuhækkun eftir að fyrrum yfirmaðurinn Daniele Pradé var rekinn. Báðar þessar breytingar eru auðvitað teknar með afleitt gengi liðsins í huga en Fiorentina hefur ekki unnið leik í ítölsku úrvalsdeildinni, liðið situr í neðsta sæti deildarinnar eftir að hafa gert fjögur jafntefli og tapað sex sinnum. Liðinu hefur gengið betur í Sambandsdeildinni og vann fyrstu tvo leikina þar, en tapaði svo 2-1 gegn Mainz í gærkvöldi. Albert Guðmundsson var ekki með í leiknum í gærkvöldi, hann var þá staddur á Íslandi og æfði með pabba sínum, Guðmundi Benediktssyni, á Laugardalsvelli. Stuðningsmannasíðan ViolaNews, sem flytur fréttir af liði Fiorentina, segir að Albert hafi mætt aftur til Flórens í gærkvöldi og verði með á æfingu liðsins síðdegis í dag, þeirri fyrstu undir stjórn Vanoli. Hann verði svo klár í slaginn gegn Genoa, sem mun einnig spila undir stjórn nýs þjálfara, á sunnudag.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum. 5. nóvember 2025 09:59 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum. 5. nóvember 2025 09:59