Handbolti

Baldur Fritz fór á kostum og Aftur­elding styrkti stöðuna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Afturelding er í toppsæti Olís deildarinnar. 
Afturelding er í toppsæti Olís deildarinnar. 

Fjórir leikir fóru fram í 9. umferð Olís deildar karla í kvöld. Topplið Aftureldingar lagði FH að velli, ÍR tók stig gegn ÍBV og HK vann fallbaráttuslaginn gegn Selfossi. Auk þess vann Valur öruggan sigur gegn Fram.

Afturelding er á toppi deildarinnar og vann 25-23 gegn FH. Leikurinn var æsispennandi og gestirnir leiddu framan af, en heimamenn stigu á bensíngjöfina í seinni hálfleik. Árni Bragi Eyjólfsson og Ævar Smári Gunnarsson voru markahæstir hjá Aftureldingu með sjö mörk hvor, líkt og markahæsti maður FH, Ómar Darri Sigurgeirsson.

Hinum megin á stöðutöflunni er ÍR, í neðsta sæti deildarinnar. ÍR-ingar hafa ekki enn unnið leik en græddu eitt stig í kvöld með 36-36 jafntefli gegn ÍBV, sem situr í fjórða sæti deildarinnar. Baldur Fritz Bjarnason fór á kostum og var markahæstur í leiknum með 13 mörk, hann skoraði líka það sem reyndist jöfnunarmark leiksins þegar rúm mínúta var eftir.

Í sætinu fyrir ofan ÍR er Selfoss, enn með fimm stig eftir 32-29 tap gegn HK í kvöld. HK komst með sigrinum upp í áttunda sæti deildarinnar og á Hauki Inga Haukssyni og hans ellefu mörkum mikið að þakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×