Fréttaskýring: Trump þyrfti að selja allt Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2017 11:30 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Yfirmaður Siðaskrifstofu Bandaríkjanna, Walter Shaub, segir meint skref Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, til að einangra sig frá rekstri fyrirtækis síns langt frá því að vera fullnægjandi. Hann verði að selja allt sitt og setja það í sérstakan sjóð sem hann hafi engin áhrif á.Shaub segir áætlanir Trump brjóta gegn þeim viðmiðum sem hafi verið sett af öðrum forsetum á síðustu 40 árum. Þrátt fyrir að nýir samningar fyrirtækis Trump verði takmarkað sé það ekki nóg til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Trump er þó í allt annarri stöðu en aðrir forsetar síðustu 40 ára.Hann lýsti því yfir á blaðamannafundi sínum í gær að synir hans, þeir Eric og Don, myndu að mestu sjá um rekstur fyrirtækisins og þeir myndu ekki ræða við hann um reksturinn. Þá sagði lögfræðingur Trump að fyrirtækið myndi ekki gera erlenda samninga í forsetatíð Trump og að innlendir samningar verði kannaðir gaumgæfilega vegna mögulegra hagsmunaárekstra. Þar að auki sagði hann að það sem erlendir erindrekar greiða fyrir gistingu á hótelum Trump, verði endurgreitt til ríkisins.Shaub segir það þó ekki nóg hjá Trump. Ef synir hans segi honum ekkert frá rekstri fyrirtækisins muni hann áfram sjá hvað sé um að vera í fjölmiðlum. Þar að auki viti Trump fullvel hverjar eigur fyrirtækisins eru. Sjálfur segir Trump að aðgerðir hans séu nægjanlegar og mun meiri en hann þarf nauðsynlega að gera samkvæmt lögum.Hvert er vandamálið? Siðferðislögfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að áætlun Trump veiti honum tækifæri til að hafa áhrif á lög, skatta og utanríkisstefnu til að gera sig ríkari og aðrir þjóðarleiðtogar geti jafnvel notað erlenda hluta fyrirtækis Trump til að komast í náðir forsetans verðandi. Meðal annars hefur Trump gert samninga í Tyrklandi, Suður-Kóreu, Úrúgvæ, Filippseyjum og víðar. Þar að auki reki hann hótel og önnur fyrirtæki víða í Bandaríkjunum. Þau fyrirtæki þurfa að fylgja lögum og hægt er að höfða mál gegn þeim fyrir bandarískum dómstólum. Sem forseti getur Trump skipað fólk sem er hliðhollt sér í áhrifastöður á þeim stöðum þar sem hann rekur fyrirtæki. Bandarískir embættismenn og jafnvel dómarar gætu jafnvel séð hag sinn í því að hygla fyrirtækjum Trump. Þrátt fyrir að Trump hagi ákvörðunum sínum ávalt í hag Bandaríkjanna allra, segja sérfræðingarnir að skaði muni verða af fyrirkomulagi Trump. Ávalt verði uppi efasemdir um utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem og löggjöf innanlands. Endurteknar vangaveltur og spurningar geti dregið úr trúverðugleika embættis forseta Bandaríkjanna.Af hverju vill Trump ekki selja? Yfirmaður Siðaskrifstofu Bandaríkjanna og siðferðislögfræðingar vilja að Trump selji allar sínar eigur, setji peningana í sjóð og fái utanaðkomandi aðila til að halda utan um sjóðinn. Eins og fyrri forsetar hafa gert. Það yrði hins vegar langt frá því að vera auðvelt fyrir Trump. Þegar Jimmy Carter varð forseti seldi hann hneturæktun sína og setti í sjóð. Ronald Reagan seldi allar sínar eigur og setti í sjóð, en það voru einungis um 740 þúsund dalir. Fyrirtæki Trump er mun stærra og mun flóknara.Trump Organization, er regnhlífarfélag og kemur að hundruðum fyrirtækja um allan heim. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur verið nálægt því að eiga svo mikið og svo víða um heiminn. Þá er ekki hægt að selja fasteignir eins hratt og hlutabréf og þar að auki væri erfitt að aðskilja Trump frá byggingunum þar sem nafnið hans er í stórum gylltum stöfum utan á þeim byggingum. Lögfræðingur Trump sagði í gær að ef fasteignir hans yrðu seldar væri hægt að velta vöngum yfir því hvort að söluverðið hefði verið réttmætt eða hvort erlendur aðili væri að reyna að borga of mikla peninga til forsetans. Þar að auki myndi sala á öllum eignunum á skömmum tíma draga verulega úr verðmæti þeirra og í raun gera út af við fyrirtæki sem Trump hefur varið ævi sinni í að byggja upp. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Yfirmaður Siðaskrifstofu Bandaríkjanna, Walter Shaub, segir meint skref Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, til að einangra sig frá rekstri fyrirtækis síns langt frá því að vera fullnægjandi. Hann verði að selja allt sitt og setja það í sérstakan sjóð sem hann hafi engin áhrif á.Shaub segir áætlanir Trump brjóta gegn þeim viðmiðum sem hafi verið sett af öðrum forsetum á síðustu 40 árum. Þrátt fyrir að nýir samningar fyrirtækis Trump verði takmarkað sé það ekki nóg til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Trump er þó í allt annarri stöðu en aðrir forsetar síðustu 40 ára.Hann lýsti því yfir á blaðamannafundi sínum í gær að synir hans, þeir Eric og Don, myndu að mestu sjá um rekstur fyrirtækisins og þeir myndu ekki ræða við hann um reksturinn. Þá sagði lögfræðingur Trump að fyrirtækið myndi ekki gera erlenda samninga í forsetatíð Trump og að innlendir samningar verði kannaðir gaumgæfilega vegna mögulegra hagsmunaárekstra. Þar að auki sagði hann að það sem erlendir erindrekar greiða fyrir gistingu á hótelum Trump, verði endurgreitt til ríkisins.Shaub segir það þó ekki nóg hjá Trump. Ef synir hans segi honum ekkert frá rekstri fyrirtækisins muni hann áfram sjá hvað sé um að vera í fjölmiðlum. Þar að auki viti Trump fullvel hverjar eigur fyrirtækisins eru. Sjálfur segir Trump að aðgerðir hans séu nægjanlegar og mun meiri en hann þarf nauðsynlega að gera samkvæmt lögum.Hvert er vandamálið? Siðferðislögfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að áætlun Trump veiti honum tækifæri til að hafa áhrif á lög, skatta og utanríkisstefnu til að gera sig ríkari og aðrir þjóðarleiðtogar geti jafnvel notað erlenda hluta fyrirtækis Trump til að komast í náðir forsetans verðandi. Meðal annars hefur Trump gert samninga í Tyrklandi, Suður-Kóreu, Úrúgvæ, Filippseyjum og víðar. Þar að auki reki hann hótel og önnur fyrirtæki víða í Bandaríkjunum. Þau fyrirtæki þurfa að fylgja lögum og hægt er að höfða mál gegn þeim fyrir bandarískum dómstólum. Sem forseti getur Trump skipað fólk sem er hliðhollt sér í áhrifastöður á þeim stöðum þar sem hann rekur fyrirtæki. Bandarískir embættismenn og jafnvel dómarar gætu jafnvel séð hag sinn í því að hygla fyrirtækjum Trump. Þrátt fyrir að Trump hagi ákvörðunum sínum ávalt í hag Bandaríkjanna allra, segja sérfræðingarnir að skaði muni verða af fyrirkomulagi Trump. Ávalt verði uppi efasemdir um utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem og löggjöf innanlands. Endurteknar vangaveltur og spurningar geti dregið úr trúverðugleika embættis forseta Bandaríkjanna.Af hverju vill Trump ekki selja? Yfirmaður Siðaskrifstofu Bandaríkjanna og siðferðislögfræðingar vilja að Trump selji allar sínar eigur, setji peningana í sjóð og fái utanaðkomandi aðila til að halda utan um sjóðinn. Eins og fyrri forsetar hafa gert. Það yrði hins vegar langt frá því að vera auðvelt fyrir Trump. Þegar Jimmy Carter varð forseti seldi hann hneturæktun sína og setti í sjóð. Ronald Reagan seldi allar sínar eigur og setti í sjóð, en það voru einungis um 740 þúsund dalir. Fyrirtæki Trump er mun stærra og mun flóknara.Trump Organization, er regnhlífarfélag og kemur að hundruðum fyrirtækja um allan heim. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur verið nálægt því að eiga svo mikið og svo víða um heiminn. Þá er ekki hægt að selja fasteignir eins hratt og hlutabréf og þar að auki væri erfitt að aðskilja Trump frá byggingunum þar sem nafnið hans er í stórum gylltum stöfum utan á þeim byggingum. Lögfræðingur Trump sagði í gær að ef fasteignir hans yrðu seldar væri hægt að velta vöngum yfir því hvort að söluverðið hefði verið réttmætt eða hvort erlendur aðili væri að reyna að borga of mikla peninga til forsetans. Þar að auki myndi sala á öllum eignunum á skömmum tíma draga verulega úr verðmæti þeirra og í raun gera út af við fyrirtæki sem Trump hefur varið ævi sinni í að byggja upp.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira