Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2017 14:42 Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í gær en svolítið pirraður eftir leik. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, grafa stríðsöxina í viðtali sem birt var á Twitter-síðu íþróttadeildar RÚV nú fyrir skömmu. Guðjóni leiddist mjög spurning Þorkels eftir leik í gærkvöldi um hinn víðfræga „slæma kafla“ íslenska liðsins sem var svo sannarlega til staðar í seinni hálfleik. Spánverjar skoruðu mest sex mörk í röð og unnu leikinn, 27-21, eftir að Ísland var 12-10 yfir í hálfleik.Sjá einnig:Guðjón Valur: „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ „Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig. Þetta er dautt, ef ekki á þessari öld þá [...],“ sagði fyrirliðinn þá. Jú, jú, við getum byrjað á þessu aftur. Allt í lagi, frábært. Slæmi kaflinn, hann drap okkur,“ sagði Guðjón Valur eftir tapið í gærkvöldi.Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Þorkell Gunnar lét þetta ekkert slá sig út af laginu og ræddi aftur við landsliðsfyrirliðann í dag á hittingi landsliðsmanna og fréttamanna þar sem Guðjón Valur sá svolítið eftir því hvernig hann brást við. „Nú er slæmi kaflinn búinn. Ég brást kannski aðeins of harkalega við en það fer aðeins í taugarnar á mér þegar við Íslendingar persónugerum þennan slæma kafla,“ segir Guðjón Valur brosandi.Sjá einnig:Sorg á Twitter í seinni hálfleik: „Slæmi kaflinn, góða kvöldið“ „Ég vill forða ungu strákunum frá því að þurfa að takast á við þetta í framtíðinni. Slæmi kaflinn var hjá Spánverjum í fyrri hálfleik og hjá okkur í þeim síðari. Við erum góðir held ég áfram.“ Þorkell spurði Guðjón hvort hann ætti ekki bara að spyrja betri spurninga. „Alls ekki. Þú ert í þinni vinnu og ég í minni vinnu. Það er ágætt að nuddast stundum en svo klárum við þetta bara eins og menn eftir á,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. Myndband af þessum sættum má sjá hér að neðan.Guðjón Valur og Þorkell gerðu viðtalið í gærkvöld upp nú rétt áðan. #hmruv #handbolti pic.twitter.com/gadWxXFDtb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56 Frábær frumraun Arnars Freys: Nýr Rússajeppi sem verður á línunni næstu fimmtán árin Sérfræðingur íþróttadeildar 365 segir að það verði erfitt að finna betri frumraun á heimsmeistaramóti en fyrsta leik íslenska línumannsins. 13. janúar 2017 11:30 „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ Guðjón Valur Sigurðsson styður réttindabaráttu LGBTI+ fólks með því að skarta regnbogafánanum á skónum sínum. 13. janúar 2017 12:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, grafa stríðsöxina í viðtali sem birt var á Twitter-síðu íþróttadeildar RÚV nú fyrir skömmu. Guðjóni leiddist mjög spurning Þorkels eftir leik í gærkvöldi um hinn víðfræga „slæma kafla“ íslenska liðsins sem var svo sannarlega til staðar í seinni hálfleik. Spánverjar skoruðu mest sex mörk í röð og unnu leikinn, 27-21, eftir að Ísland var 12-10 yfir í hálfleik.Sjá einnig:Guðjón Valur: „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ „Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig. Þetta er dautt, ef ekki á þessari öld þá [...],“ sagði fyrirliðinn þá. Jú, jú, við getum byrjað á þessu aftur. Allt í lagi, frábært. Slæmi kaflinn, hann drap okkur,“ sagði Guðjón Valur eftir tapið í gærkvöldi.Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Þorkell Gunnar lét þetta ekkert slá sig út af laginu og ræddi aftur við landsliðsfyrirliðann í dag á hittingi landsliðsmanna og fréttamanna þar sem Guðjón Valur sá svolítið eftir því hvernig hann brást við. „Nú er slæmi kaflinn búinn. Ég brást kannski aðeins of harkalega við en það fer aðeins í taugarnar á mér þegar við Íslendingar persónugerum þennan slæma kafla,“ segir Guðjón Valur brosandi.Sjá einnig:Sorg á Twitter í seinni hálfleik: „Slæmi kaflinn, góða kvöldið“ „Ég vill forða ungu strákunum frá því að þurfa að takast á við þetta í framtíðinni. Slæmi kaflinn var hjá Spánverjum í fyrri hálfleik og hjá okkur í þeim síðari. Við erum góðir held ég áfram.“ Þorkell spurði Guðjón hvort hann ætti ekki bara að spyrja betri spurninga. „Alls ekki. Þú ert í þinni vinnu og ég í minni vinnu. Það er ágætt að nuddast stundum en svo klárum við þetta bara eins og menn eftir á,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. Myndband af þessum sættum má sjá hér að neðan.Guðjón Valur og Þorkell gerðu viðtalið í gærkvöld upp nú rétt áðan. #hmruv #handbolti pic.twitter.com/gadWxXFDtb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56 Frábær frumraun Arnars Freys: Nýr Rússajeppi sem verður á línunni næstu fimmtán árin Sérfræðingur íþróttadeildar 365 segir að það verði erfitt að finna betri frumraun á heimsmeistaramóti en fyrsta leik íslenska línumannsins. 13. janúar 2017 11:30 „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ Guðjón Valur Sigurðsson styður réttindabaráttu LGBTI+ fólks með því að skarta regnbogafánanum á skónum sínum. 13. janúar 2017 12:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira
Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56
Frábær frumraun Arnars Freys: Nýr Rússajeppi sem verður á línunni næstu fimmtán árin Sérfræðingur íþróttadeildar 365 segir að það verði erfitt að finna betri frumraun á heimsmeistaramóti en fyrsta leik íslenska línumannsins. 13. janúar 2017 11:30
„Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ Guðjón Valur Sigurðsson styður réttindabaráttu LGBTI+ fólks með því að skarta regnbogafánanum á skónum sínum. 13. janúar 2017 12:00