Putín segist ekki hafa skaðlegar upplýsingar um Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2017 21:36 Vladimir Pútin, forseti Rússlands. Vísir/AFP Forseti Rússlands, Vladimír Pútín segir að frásagnir fjölmiðla þess efnis að rússnesk yfirvöld hafi undir höndunum skaðlegar upplýsingar um Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, séu þvættingur. BBC greinir frá. Umræddar frásagnir byggja á á skýrslu sem skrifuð var af breskum fyrrverandi leyniþjónustumanni sem starfar nú sjálfstætt. Upplýsingarnar um Trump í skýrslunni eru sagðar vera bæði af persónulegu og fjárhagslegu tagi. Skýrslunni hefur verið lekið á netið. Sagt er að Rússar hafi meðal annars undir höndum myndband sem sýnir Trump með hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013 og eru sögusagnir um að hann hafi látið vændiskonurnar pissa á hvora aðra í rúminu fyrir framan hann. Trump hefur áður þvertekið fyrir að sannindi felist í fréttum fjölmiðla þar ytra.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í ummælum sínum um upplýsingarnar sem Rússar eru sagðir hafa um Trump spyr Pútín meðal annars hvaða ástæðu rússneska leyniþjónustan ætti að hafa fyrir því að njósna um Trump á þeim tíma sem hann var ekki byrjaður að taka þátt í stjórnmálum, líkt og árið 2013. Pútín segir að umrædd skýrsla sé „augljóslega fölsuð“ og birt í þeim tilgangi að grafa undan lögmæti Trumps sem forseta. „Þegar Trump kom til Moskvu var hann ekki orðinn stjórnmálaleiðtogi og við höfðum ekki hugmynd um fyrirætlanir hans í stjórnmálum“ segir Pútín sem spyr um leið hvort að fólk haldi að rússneska leyniþjónustan fylgist með hverjum einasta bandaríska milljónamæringi. Þá segist Pútín einnig efast um að Trump myndi hafa áhuga á samneyti við vændiskonur þar sem hann hafi allajafna verið umkringdur fegurstu konum heims í þeim fegurðarsamkeppnum sem hann hefur skipulagt. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Forseti Rússlands, Vladimír Pútín segir að frásagnir fjölmiðla þess efnis að rússnesk yfirvöld hafi undir höndunum skaðlegar upplýsingar um Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, séu þvættingur. BBC greinir frá. Umræddar frásagnir byggja á á skýrslu sem skrifuð var af breskum fyrrverandi leyniþjónustumanni sem starfar nú sjálfstætt. Upplýsingarnar um Trump í skýrslunni eru sagðar vera bæði af persónulegu og fjárhagslegu tagi. Skýrslunni hefur verið lekið á netið. Sagt er að Rússar hafi meðal annars undir höndum myndband sem sýnir Trump með hópi vændiskvenna á hóteli í Moskvu árið 2013 og eru sögusagnir um að hann hafi látið vændiskonurnar pissa á hvora aðra í rúminu fyrir framan hann. Trump hefur áður þvertekið fyrir að sannindi felist í fréttum fjölmiðla þar ytra.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Í ummælum sínum um upplýsingarnar sem Rússar eru sagðir hafa um Trump spyr Pútín meðal annars hvaða ástæðu rússneska leyniþjónustan ætti að hafa fyrir því að njósna um Trump á þeim tíma sem hann var ekki byrjaður að taka þátt í stjórnmálum, líkt og árið 2013. Pútín segir að umrædd skýrsla sé „augljóslega fölsuð“ og birt í þeim tilgangi að grafa undan lögmæti Trumps sem forseta. „Þegar Trump kom til Moskvu var hann ekki orðinn stjórnmálaleiðtogi og við höfðum ekki hugmynd um fyrirætlanir hans í stjórnmálum“ segir Pútín sem spyr um leið hvort að fólk haldi að rússneska leyniþjónustan fylgist með hverjum einasta bandaríska milljónamæringi. Þá segist Pútín einnig efast um að Trump myndi hafa áhuga á samneyti við vændiskonur þar sem hann hafi allajafna verið umkringdur fegurstu konum heims í þeim fegurðarsamkeppnum sem hann hefur skipulagt.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira