Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir LÍN-frumvarp Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. september 2016 22:00 Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir að LÍN-frumvarp menntamálaráðherra verði samþykkt enda málið ekki nógu gott. Þetta segir þingmaður Pírata en frumvarpið var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag. LÍN-frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Háskóla Íslands, BHM og ASÍ. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og framsögumaður málsins í nefndinni, segir meirihlutann gera þó nokkrar breytingar á frumvarpinu. „Það eru breytingar sem að snúa að því að það verði auknar heimildir til að fella niður afborganir verði fólk fyrir óvæntum tekjumissi,“ segir Líneik. Þá sé námstími fyrir doktorsnám rýmkaður og heimilt verður að greiða námslán og styrki samhliða námi eftir að fyrsta misseri er lokið. Frumvarpið hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir að auka ójöfnuð, kemur meirihlutinn til móts við þá gagnrýni? „Ekki til móts við þá gagnrýni, enda tel ég hana ekki eiga rétt á sér,“ segir Líneik. Byggist á villandi forsendum Minnihluti nefndarinnar lagðist gegn því að málið yrði afgreitt úr henni í dag. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir breytingartillögur meirihlutans ekki ganga nógu langt og frumvarpið sé illa unnið. Kemur til greina að klára þetta frumvarp á þessu þingi? „Stjórnarandstaðan mun setja fótinn fyrir hurðina þar. Það er alltof mikið að þessu frumvarpi. Meira að segja útreikningarnir sem eru til grundvallar, um að það verði lægri afborgunarbyrði, hún byggist á mjög villandi forsendum,“ segir Ásta. Með hvaða hætti mun stjórnarandstaðan reyna að koma í veg fyrir málið? „Við munum leggja fram frávísunartillögu þess efnis að þetta verði sent aftur til ráðuneytisins þar sem ráðherra verðu falið að skipa þverpólitíska nefnd. Við munum gera allt sem í okkar krafti stendur til þess að koma í veg fyrir að þetta frumvarp verði að lögum, einfaldlega af því að þetta frumvarp er ekki nógu gott,“ segir Ásta. Alþingi Tengdar fréttir Læknanemar gagnrýna LÍN-frumvarp Félag læknanema hefur sent inn umsögn um frumvarp til breytinga á núverandi námslánakerfi. 28. ágúst 2016 18:41 Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Ósáttir við LÍN-frumvarp Félag læknanema gerir alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 29. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir að LÍN-frumvarp menntamálaráðherra verði samþykkt enda málið ekki nógu gott. Þetta segir þingmaður Pírata en frumvarpið var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag. LÍN-frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Háskóla Íslands, BHM og ASÍ. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og framsögumaður málsins í nefndinni, segir meirihlutann gera þó nokkrar breytingar á frumvarpinu. „Það eru breytingar sem að snúa að því að það verði auknar heimildir til að fella niður afborganir verði fólk fyrir óvæntum tekjumissi,“ segir Líneik. Þá sé námstími fyrir doktorsnám rýmkaður og heimilt verður að greiða námslán og styrki samhliða námi eftir að fyrsta misseri er lokið. Frumvarpið hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir að auka ójöfnuð, kemur meirihlutinn til móts við þá gagnrýni? „Ekki til móts við þá gagnrýni, enda tel ég hana ekki eiga rétt á sér,“ segir Líneik. Byggist á villandi forsendum Minnihluti nefndarinnar lagðist gegn því að málið yrði afgreitt úr henni í dag. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir breytingartillögur meirihlutans ekki ganga nógu langt og frumvarpið sé illa unnið. Kemur til greina að klára þetta frumvarp á þessu þingi? „Stjórnarandstaðan mun setja fótinn fyrir hurðina þar. Það er alltof mikið að þessu frumvarpi. Meira að segja útreikningarnir sem eru til grundvallar, um að það verði lægri afborgunarbyrði, hún byggist á mjög villandi forsendum,“ segir Ásta. Með hvaða hætti mun stjórnarandstaðan reyna að koma í veg fyrir málið? „Við munum leggja fram frávísunartillögu þess efnis að þetta verði sent aftur til ráðuneytisins þar sem ráðherra verðu falið að skipa þverpólitíska nefnd. Við munum gera allt sem í okkar krafti stendur til þess að koma í veg fyrir að þetta frumvarp verði að lögum, einfaldlega af því að þetta frumvarp er ekki nógu gott,“ segir Ásta.
Alþingi Tengdar fréttir Læknanemar gagnrýna LÍN-frumvarp Félag læknanema hefur sent inn umsögn um frumvarp til breytinga á núverandi námslánakerfi. 28. ágúst 2016 18:41 Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Ósáttir við LÍN-frumvarp Félag læknanema gerir alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 29. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Læknanemar gagnrýna LÍN-frumvarp Félag læknanema hefur sent inn umsögn um frumvarp til breytinga á núverandi námslánakerfi. 28. ágúst 2016 18:41
Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00
Ósáttir við LÍN-frumvarp Félag læknanema gerir alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 29. ágúst 2016 07:00