Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2025 15:59 Karlmaðurinn lést fyrr á árinu eftir að hafa glímt við Alzheimer-sjúkdóminn. Vísir/Lýður Hæstiréttur hefur veitt dóttur látins manns áfrýjunarleyfi í máli þar sem hún krefst opinberra skipta á dánarbúi föður síns og að seturéttur ekkju hans í óskiptu búi verði felldur úr gildi. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu áður dæmt ekkjunni í vil, en Hæstiréttur telur að málið geti haft fordæmisgildi. Málið á rætur að rekja til þess að faðir konunnar lést á árinu. Hann og ekkjan höfðu verið gift frá 2006 og búið saman í fasteign. Dóttirin hafði ekki komið á heimili föður síns í tíu ár þó að einhver samskipti hefðu verið á þeirra feðgina. Árið 2022 undirritaði faðirinn erfðaskrá þar sem ekkjunni var veitt heimild til að sitja í óskiptu búi eftir andlát föðurins sem var orðinn heilsuveill. Erfðaskráin var undirrituð í viðurvist lögbókanda sem lýsti því að hjónin hefðu verið „heil heilsu andlega“ og undirritað erfðaskrána af fúsum og frjálsum vilja. Flutti í minna og ódýrara húsnæði Dóttirin mótmælir þessu og byggir á því að faðir hennar hafi þá þegar glímt við langt genginn Alzheimer-sjúkdóm. Hún telur erfðaskrána því ógilda og bendir á að hún hafi sótt um að faðir hennar yrði sviptur fjárræði skömmu fyrir andlátið. Þá hafði ekkjan samþykkt kauptilboð í fasteign þeirra. Kaupsamningur var undirritaður í maí 2025 fyrir 166 milljónir króna og ekkjan festi síðar kaup á minni íbúð fyrir 62 milljónir. Þau skulduðu 110 milljónir króna í fasteign sinni. Nokkrum dögum eftir andlátið veitti sýslumaður ekkjunni leyfi til setu í óskiptu búi. Dóttirin telur að sýslumaður hefði átt að bíða, enda hafi hún þá þegar vefengt erfðaskrána. Hún gerir einnig athugasemdir við að ekkjan hafi auglýst ýmsa muni til sölu á Facebook á meðan málið var til meðferðar, sem hún telur óeðlilegt. Ekki komið í húsið í tíu ár Lögmaður ekkjunnar svaraði því að um persónulega muni ekkjunnar væri að ræða og að dóttirinni hefði staðið til boða að sækja allt sem hún teldi tilheyra föður sínum, en dóttirin sagðist ekki geta gert lista þar sem hún hefði ekki komið í húsið í tíu ár. Við flutninga í mun minni fasteign væri viðbúið að allir munir þeirra kæmust ekki fyrir. Héraðsdómur og síðar Landsréttur töldu ekki sýnt fram á að skilyrði erfðalaga væru uppfyllt til að krefjast opinberra skipta. Hæstiréttur telur hins vegar að úrlausnin geti haft fordæmisgildi, meðal annars um það hversu hratt sýslumaður megi veita leyfi til setu í búi eftir andlát. Sömuleiðis hvernig meta skuli erfðaskrár þegar grunur sé um skerðingu á hæfni fólks til undirritunar. Fjölskyldumál Dómsmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Málið á rætur að rekja til þess að faðir konunnar lést á árinu. Hann og ekkjan höfðu verið gift frá 2006 og búið saman í fasteign. Dóttirin hafði ekki komið á heimili föður síns í tíu ár þó að einhver samskipti hefðu verið á þeirra feðgina. Árið 2022 undirritaði faðirinn erfðaskrá þar sem ekkjunni var veitt heimild til að sitja í óskiptu búi eftir andlát föðurins sem var orðinn heilsuveill. Erfðaskráin var undirrituð í viðurvist lögbókanda sem lýsti því að hjónin hefðu verið „heil heilsu andlega“ og undirritað erfðaskrána af fúsum og frjálsum vilja. Flutti í minna og ódýrara húsnæði Dóttirin mótmælir þessu og byggir á því að faðir hennar hafi þá þegar glímt við langt genginn Alzheimer-sjúkdóm. Hún telur erfðaskrána því ógilda og bendir á að hún hafi sótt um að faðir hennar yrði sviptur fjárræði skömmu fyrir andlátið. Þá hafði ekkjan samþykkt kauptilboð í fasteign þeirra. Kaupsamningur var undirritaður í maí 2025 fyrir 166 milljónir króna og ekkjan festi síðar kaup á minni íbúð fyrir 62 milljónir. Þau skulduðu 110 milljónir króna í fasteign sinni. Nokkrum dögum eftir andlátið veitti sýslumaður ekkjunni leyfi til setu í óskiptu búi. Dóttirin telur að sýslumaður hefði átt að bíða, enda hafi hún þá þegar vefengt erfðaskrána. Hún gerir einnig athugasemdir við að ekkjan hafi auglýst ýmsa muni til sölu á Facebook á meðan málið var til meðferðar, sem hún telur óeðlilegt. Ekki komið í húsið í tíu ár Lögmaður ekkjunnar svaraði því að um persónulega muni ekkjunnar væri að ræða og að dóttirinni hefði staðið til boða að sækja allt sem hún teldi tilheyra föður sínum, en dóttirin sagðist ekki geta gert lista þar sem hún hefði ekki komið í húsið í tíu ár. Við flutninga í mun minni fasteign væri viðbúið að allir munir þeirra kæmust ekki fyrir. Héraðsdómur og síðar Landsréttur töldu ekki sýnt fram á að skilyrði erfðalaga væru uppfyllt til að krefjast opinberra skipta. Hæstiréttur telur hins vegar að úrlausnin geti haft fordæmisgildi, meðal annars um það hversu hratt sýslumaður megi veita leyfi til setu í búi eftir andlát. Sömuleiðis hvernig meta skuli erfðaskrár þegar grunur sé um skerðingu á hæfni fólks til undirritunar.
Fjölskyldumál Dómsmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira