Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 15:23 Þórdís Jóna, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skóla. Vísir/Ívar Fannar Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skóla segir að þau hyggist ekki slíta samstarfi þeirra við gervigreindarfyrirtækið Anthropic. Rithöfundasamband Íslands krafðist þess að samstarfinu yrði slitið. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í samstarfi við Kennarasamband Íslands sér núna um verkefni þar sem sex hundruð kennarar víðs vegar um landið fá aðgang að annað hvort gervigreind Google, sem heitir Gemini, eða Anthropic, sem heitir Claude. Kennararnir fá að nýta mállíkönin til að aðstoða sig við að undirbúa kennslu. Rithöfundasamband Íslands gagnrýndi harðlega samstarfið þar sem fyrirtækið hefur viðurkennt að nota milljónir stolinna bóka til að þjálfa gervigreindina. Anthropic gerði dómssátt um hluta bókanna sem fyrirtækið stal en íslenskir rithöfundar fá ekki greitt þar sem að aðrar reglur gilda um höfundarrétt hérlendis. Meðal bóka sem voru nýttar í þjálfun gervigreindarinnar voru bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason og Halldór Laxness. „Við fengum frá þeim bréf til okkar um þetta mál og við sem sagt svöruðum því,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segist taka undir áhyggjur Rithöfundasambandsins og þakkar þeim fyrir að deila sínum áhyggjum. Þórdís segir það sjálfsagt að virða höfundarrétt og siðferðislega nýtingu. Hins vegar ætla þau ekki að slíta samstarfinu líkt og sambandið krefst. „Í þessu verkefni með Anthropic snýst þetta alls ekki um það, við erum ekki að setja neitt þannig efni inn í gervigreindina heldur erum við bara að nýta opinbert efni, hvort sem það er aðalnámskrá eða Barnasáttmálinn“ segir Þórdís. „Við alla veganna teljum að það sé búið að gera sátt um þetta mál og að fyrirtækið hafi látið af þessari háttsemi.“ Verkefnið sé þegar hafið og þar sé unnið eftir mjög skýrum viðmiðum og gildum. Þau séu að stíga fyrstu skref í verkefninu en komi til með að bjóða út verkefnið ef til kemur að öllum kennurum verði boðinn aðgangur að gervigreindinni. Í útboðinu yrði þá hugsanlega gert ráð fyrir hver viðmið fyrirtækjanna eru. „Það gæti alveg verið, en þá eigum við alveg eftir að finna út úr því hvernig þetta er að nýtast og hvað verður gert í framhaldinu.“ Gervigreind Skóla- og menntamál Grunnskólar Stjórnsýsla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í samstarfi við Kennarasamband Íslands sér núna um verkefni þar sem sex hundruð kennarar víðs vegar um landið fá aðgang að annað hvort gervigreind Google, sem heitir Gemini, eða Anthropic, sem heitir Claude. Kennararnir fá að nýta mállíkönin til að aðstoða sig við að undirbúa kennslu. Rithöfundasamband Íslands gagnrýndi harðlega samstarfið þar sem fyrirtækið hefur viðurkennt að nota milljónir stolinna bóka til að þjálfa gervigreindina. Anthropic gerði dómssátt um hluta bókanna sem fyrirtækið stal en íslenskir rithöfundar fá ekki greitt þar sem að aðrar reglur gilda um höfundarrétt hérlendis. Meðal bóka sem voru nýttar í þjálfun gervigreindarinnar voru bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason og Halldór Laxness. „Við fengum frá þeim bréf til okkar um þetta mál og við sem sagt svöruðum því,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segist taka undir áhyggjur Rithöfundasambandsins og þakkar þeim fyrir að deila sínum áhyggjum. Þórdís segir það sjálfsagt að virða höfundarrétt og siðferðislega nýtingu. Hins vegar ætla þau ekki að slíta samstarfinu líkt og sambandið krefst. „Í þessu verkefni með Anthropic snýst þetta alls ekki um það, við erum ekki að setja neitt þannig efni inn í gervigreindina heldur erum við bara að nýta opinbert efni, hvort sem það er aðalnámskrá eða Barnasáttmálinn“ segir Þórdís. „Við alla veganna teljum að það sé búið að gera sátt um þetta mál og að fyrirtækið hafi látið af þessari háttsemi.“ Verkefnið sé þegar hafið og þar sé unnið eftir mjög skýrum viðmiðum og gildum. Þau séu að stíga fyrstu skref í verkefninu en komi til með að bjóða út verkefnið ef til kemur að öllum kennurum verði boðinn aðgangur að gervigreindinni. Í útboðinu yrði þá hugsanlega gert ráð fyrir hver viðmið fyrirtækjanna eru. „Það gæti alveg verið, en þá eigum við alveg eftir að finna út úr því hvernig þetta er að nýtast og hvað verður gert í framhaldinu.“
Gervigreind Skóla- og menntamál Grunnskólar Stjórnsýsla Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira