Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2025 11:14 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri varð oddviti Samfylkingarinnar í borginni þegar Dagur B. Eggertsson var kjörinn á Alþingi. Vísir/Vilhelm Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í fyrradag. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að samþykkt hafi verið einróma að efna til prófkjörs í Reykjavík og fela flokksmönnum þannig vald til að velja sex efstu sæti listans í bindandi flokksvali. Niðurstaða prófkjörs verður bindandi fyrir efstu sex sæti listans en uppstillingarnefnd verður falið að stilla upp í sæti 7 til 46 á listanum. Framboðsfrestur er til hádegis þann 3. janúar 2026. Flokksvalið mun fara fram með rafrænni kosningu 24. janúar og verður kosningin opin frá miðnætti til 18:00. Í flokksvalinu hafa einungis flokksmenn kosningarétt samkvæmt lögum flokksins. Boðið verður upp á atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Þá verður framboðslistinn paralisti og er vísað beint til laga flokksins í tilkynningunni. „Kvenframbjóðandi skal hið minnsta skipa annaðhvort sæti 1 eða 2, hið minnsta annaðhvort næstu tveggja sæta og svo koll af kolli í hver tvö sæti.“ „Mikil tækifæri til endurnýjunar“ Haft er eftir Björk Vilhelmsdóttur formanni fulltrúaráðsins að það sé í samræmi við sterka lýðræðislega hefð Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hafi allt frá stofnun stuðst við prófkjörsleiðir við uppstillingu efstu sæta á lista borgarstjórnarkosningar. „Með þessari aðferð sköpum við mikil tækifæri til endurnýjunar, enda hafa prófkjör þar sem flokksmenn geta valið sína frambjóðendur gefið góða raun hjá okkur í gegnum tíðina. Við lítum svo á að lýðræðislegt flokksval hafi verið lykilatriði og muni áfram leggja grunn að góðum árangri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Aðrir flokkar boða nú ýmist uppstillingu þar sem uppstillingarnefnd er falið þetta vald eða þá leiðtogaprófkjör þar sem aðeins er kosið um efsta sæti á lista.“ Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að samþykkt hafi verið einróma að efna til prófkjörs í Reykjavík og fela flokksmönnum þannig vald til að velja sex efstu sæti listans í bindandi flokksvali. Niðurstaða prófkjörs verður bindandi fyrir efstu sex sæti listans en uppstillingarnefnd verður falið að stilla upp í sæti 7 til 46 á listanum. Framboðsfrestur er til hádegis þann 3. janúar 2026. Flokksvalið mun fara fram með rafrænni kosningu 24. janúar og verður kosningin opin frá miðnætti til 18:00. Í flokksvalinu hafa einungis flokksmenn kosningarétt samkvæmt lögum flokksins. Boðið verður upp á atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Þá verður framboðslistinn paralisti og er vísað beint til laga flokksins í tilkynningunni. „Kvenframbjóðandi skal hið minnsta skipa annaðhvort sæti 1 eða 2, hið minnsta annaðhvort næstu tveggja sæta og svo koll af kolli í hver tvö sæti.“ „Mikil tækifæri til endurnýjunar“ Haft er eftir Björk Vilhelmsdóttur formanni fulltrúaráðsins að það sé í samræmi við sterka lýðræðislega hefð Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hafi allt frá stofnun stuðst við prófkjörsleiðir við uppstillingu efstu sæta á lista borgarstjórnarkosningar. „Með þessari aðferð sköpum við mikil tækifæri til endurnýjunar, enda hafa prófkjör þar sem flokksmenn geta valið sína frambjóðendur gefið góða raun hjá okkur í gegnum tíðina. Við lítum svo á að lýðræðislegt flokksval hafi verið lykilatriði og muni áfram leggja grunn að góðum árangri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Aðrir flokkar boða nú ýmist uppstillingu þar sem uppstillingarnefnd er falið þetta vald eða þá leiðtogaprófkjör þar sem aðeins er kosið um efsta sæti á lista.“
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira