Smári McCarthy um myndskeiðið: „Réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2016 17:49 Smári McCarthy, einn af stofnendum Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi, segir ummæli sín um atvinnuleysi hafa verið mistök. Sex ára gamalt myndskeið þar sem Smári segist vilja sjá atvinnuleysi í 40 til 50 prósentum hefur verið í dreifingu um netið að undanförnu. Smári segist ekki hafa komið orðum sínum nægilega vel frá sér og að sú gagnrýni sem hann hafi fengið sé réttmæt. „Það sem ég var að tala um þarna var í rauninni tvennt. Annars vegar það að fólk ætti að geta unnið miklu minna í dag. Þá meina ég ekki að einhver stór hluti af samfélaginu geti verið atvinnulaus heldur frekar að fólk geti dregið úr vinnunni sinni. […]Svo er hitt að það á ekki að koma til launaskerðingar heldur þvert á móti. Meirihluti af arðinum í samfélaginu á að geta farið til almennings. Þess vegna höfum við talað mikið um þessi borgaralaun og þess háttar,” segir Smári í Reykjavík síðdegis. Í myndbandinu segir Smári:„Við erum hér að stefna á 40-50 prósent atvinnuleysi sem yrði bara frábært. Svo lengi sem fólk geti lifað mannsæmandi lífi með einhvers konar framfærslu.” Smári tekur fram í viðtali við Reykjavík síðdegis að þessi ummæli hafi verið látin falla þremur árum áður en Píratar urðu að stjórnmálaflokki. Umrætt myndband hafi reglulega farið á flakk undanfarin ár. Hann segir ákveðinn hóp fólks koma myndbandinu í dreifingu til þess eins að koma höggi á sig. „Menn gera mistök og þetta var asnalega orðað hjá mér, ég viðurkenni það fúslega. En það er rosalega merkilegt að þetta myndband fer alltaf í dreifingu þegar það er verið að reyna að koma einhverju höggi á mig. Þetta er vissulega réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur þarna en ég vona allavega að ég nái að svara vel fyrir og í rauninni frábært að fá að tala um þessa stóri hluti, því þetta er ekki eitthvað sem kemur upp í hefðbundinni pólitískri umræðu,” segir hann. Hlusta má á viðtalið við Smára í spilaranum hér fyrir ofan, en umrætt myndband er hér fyrir neðan. X16 Suður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Smári McCarthy, einn af stofnendum Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi, segir ummæli sín um atvinnuleysi hafa verið mistök. Sex ára gamalt myndskeið þar sem Smári segist vilja sjá atvinnuleysi í 40 til 50 prósentum hefur verið í dreifingu um netið að undanförnu. Smári segist ekki hafa komið orðum sínum nægilega vel frá sér og að sú gagnrýni sem hann hafi fengið sé réttmæt. „Það sem ég var að tala um þarna var í rauninni tvennt. Annars vegar það að fólk ætti að geta unnið miklu minna í dag. Þá meina ég ekki að einhver stór hluti af samfélaginu geti verið atvinnulaus heldur frekar að fólk geti dregið úr vinnunni sinni. […]Svo er hitt að það á ekki að koma til launaskerðingar heldur þvert á móti. Meirihluti af arðinum í samfélaginu á að geta farið til almennings. Þess vegna höfum við talað mikið um þessi borgaralaun og þess háttar,” segir Smári í Reykjavík síðdegis. Í myndbandinu segir Smári:„Við erum hér að stefna á 40-50 prósent atvinnuleysi sem yrði bara frábært. Svo lengi sem fólk geti lifað mannsæmandi lífi með einhvers konar framfærslu.” Smári tekur fram í viðtali við Reykjavík síðdegis að þessi ummæli hafi verið látin falla þremur árum áður en Píratar urðu að stjórnmálaflokki. Umrætt myndband hafi reglulega farið á flakk undanfarin ár. Hann segir ákveðinn hóp fólks koma myndbandinu í dreifingu til þess eins að koma höggi á sig. „Menn gera mistök og þetta var asnalega orðað hjá mér, ég viðurkenni það fúslega. En það er rosalega merkilegt að þetta myndband fer alltaf í dreifingu þegar það er verið að reyna að koma einhverju höggi á mig. Þetta er vissulega réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur þarna en ég vona allavega að ég nái að svara vel fyrir og í rauninni frábært að fá að tala um þessa stóri hluti, því þetta er ekki eitthvað sem kemur upp í hefðbundinni pólitískri umræðu,” segir hann. Hlusta má á viðtalið við Smára í spilaranum hér fyrir ofan, en umrætt myndband er hér fyrir neðan.
X16 Suður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira