Messi, Neymar og Suárez skorað eða lagt upp tæplega 400 mörk fyrir Barcelona Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. september 2016 08:30 MSN skorar mörk. vísir/getty Barcelona gerði lítið úr skosku meisturunum í Celtic þegar liðin mættust á Nývangi í fyrstu leikviku Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi en Börsungar fögnuðu 7-0 sigri. Eins og alltaf var MSN-framherjatríóið; Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar, í miklu stuði en það kom að öllum sjö mörkum Barcelona í leiknum. Lionel Messi skoraði þrennu en þetta var sjötta þrennan hans í Meistaradeildinni og sú 36. fyrir Barcelona. Enginn hefur skorað fleiri þrennur en Messi í Meistaradeildinni. Argentínumaðurinn minnkaði líka forskot Cristiano Ronaldo í markakeppni þeirra í Meistaradeildinni en Messi er nú með 86 mörk á móti 93 mörkum Ronaldo sem mætir til leiks með Real Madrid í kvöld. Luis Suárez skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en Lionel Messi lagði upp bæði mörkin fyrir hann og kom því með beinum hætti að fimm af sjö mörkum Barcelona. Suárez lagði upp þriðja mark Messi. Brasilíumaðurinn Neymar lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt beint úr aukaspyrnu en hann lagði upp tvö mörk fyrir Lionel Messi og eitt fyrir Andrés Iniesta sem kom inn á sem varamaður í hálfleik. Messi, Suárez og Neymar hafa spilað saman síðan byrjun tímabils 2014-2015 og skorað á þeim tíma 266 mörk samtals og lagt upp önnur 128. Í heildina hefur þríeykið komið með beinum hætti að 394 mörkum fyrir Barcelona og nálgast nú óðfluga 400 mörk. Á fyrstu tveimur leiktíðum þeirra saman skoraði Lionel Messi 99 mörk og lagði upp 57, Suárez skoraði 78 og lagði upp 50 og Neymar skoraði 70 og lagði upp 38. Algjörlega fáránlegar tölur. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Börsungar í sjöunda himni Lionel Messi skoraði þrennu þegar Barcelona rúllaði yfir Celtic, 7-0, á Nývangi í C-riðli. 13. september 2016 20:30 Rodgers: Suárez er besti framherji heims Brendan Rodgers mætir sínum gamla lærisveini þegar Celtic mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 13. september 2016 09:30 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Barcelona gerði lítið úr skosku meisturunum í Celtic þegar liðin mættust á Nývangi í fyrstu leikviku Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi en Börsungar fögnuðu 7-0 sigri. Eins og alltaf var MSN-framherjatríóið; Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar, í miklu stuði en það kom að öllum sjö mörkum Barcelona í leiknum. Lionel Messi skoraði þrennu en þetta var sjötta þrennan hans í Meistaradeildinni og sú 36. fyrir Barcelona. Enginn hefur skorað fleiri þrennur en Messi í Meistaradeildinni. Argentínumaðurinn minnkaði líka forskot Cristiano Ronaldo í markakeppni þeirra í Meistaradeildinni en Messi er nú með 86 mörk á móti 93 mörkum Ronaldo sem mætir til leiks með Real Madrid í kvöld. Luis Suárez skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en Lionel Messi lagði upp bæði mörkin fyrir hann og kom því með beinum hætti að fimm af sjö mörkum Barcelona. Suárez lagði upp þriðja mark Messi. Brasilíumaðurinn Neymar lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt beint úr aukaspyrnu en hann lagði upp tvö mörk fyrir Lionel Messi og eitt fyrir Andrés Iniesta sem kom inn á sem varamaður í hálfleik. Messi, Suárez og Neymar hafa spilað saman síðan byrjun tímabils 2014-2015 og skorað á þeim tíma 266 mörk samtals og lagt upp önnur 128. Í heildina hefur þríeykið komið með beinum hætti að 394 mörkum fyrir Barcelona og nálgast nú óðfluga 400 mörk. Á fyrstu tveimur leiktíðum þeirra saman skoraði Lionel Messi 99 mörk og lagði upp 57, Suárez skoraði 78 og lagði upp 50 og Neymar skoraði 70 og lagði upp 38. Algjörlega fáránlegar tölur.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Börsungar í sjöunda himni Lionel Messi skoraði þrennu þegar Barcelona rúllaði yfir Celtic, 7-0, á Nývangi í C-riðli. 13. september 2016 20:30 Rodgers: Suárez er besti framherji heims Brendan Rodgers mætir sínum gamla lærisveini þegar Celtic mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 13. september 2016 09:30 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Börsungar í sjöunda himni Lionel Messi skoraði þrennu þegar Barcelona rúllaði yfir Celtic, 7-0, á Nývangi í C-riðli. 13. september 2016 20:30
Rodgers: Suárez er besti framherji heims Brendan Rodgers mætir sínum gamla lærisveini þegar Celtic mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 13. september 2016 09:30