Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2016 15:16 Þórður sagði í stöðuuppfærslu á Facebook að hann hefði fengið nokkra vini og ættingja til að kjósa sig. Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þar sem að regla sem bannar kosningasmölun tók ekki gildi fyrr en eftir að smölun lauk hefur það engin áhrif. Framkvæmd prófkjörsins var kærð af framkvæmdastjóra Pírata og kosningastjóra flokksins. Þeir kölluðu eftir úrskurði nefndarinnar um það hvort Þórður hefði gerst sekur um smölun eftir að umræður þess efnis spruttu upp á Pírataspjallinu.Sjá einnig:Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna Úrskurðarnefndin leitaði álits kerfisstjóra Pírata en hann taldi ýmislegt benda til þess að Þórður hefði smalað fólki. Meðal þess var að af þeim 95 sem greiddu atkvæði voru átján sem settu Þórð í fyrsta sæti en röðuðu engum öðrum. Í stöðufærslu á Facebook viðurkenndi Þórður einnig að hafa fengið systkin sín auk tuttugu til þrjátíu aðra til að skrá sig og kjósa sig. Taldi úrskurðarnefndin því að um kosningasmölun hefði verið að ræða. „Tilgangur siðareglna í prófkjörsreglum Pírata í NV-kjördæmi var að sporna gegn slíkri smölun. Þessar reglur voru samþykktar á fundi kjördæmaráð þann 10. júlí 2016. Í þeim sömu reglum kom fram að aðeins þeir sem skráðir höfðu verið í Pírata 30 dögum fyrir upphaf prófkjörs hafi til þess kosningarétt. Prófkjörið hófst þann 8. ágúst og því gátu einungis þeir sem voru skráðir í Pírata þann 9. júlí eða fyrr tekið þátt. Því er ljóst að kosningasmölunin hafi átt sér stað áður en reglurnar sem banna slíkt voru settar.“ Af þeim sökum braut Þórður ekki af sér. Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni var landskosningu Pírata, um staðfestingu listans, slegið á frest. Þeirri frestun hefur nú verið aflétt. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þar sem að regla sem bannar kosningasmölun tók ekki gildi fyrr en eftir að smölun lauk hefur það engin áhrif. Framkvæmd prófkjörsins var kærð af framkvæmdastjóra Pírata og kosningastjóra flokksins. Þeir kölluðu eftir úrskurði nefndarinnar um það hvort Þórður hefði gerst sekur um smölun eftir að umræður þess efnis spruttu upp á Pírataspjallinu.Sjá einnig:Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna Úrskurðarnefndin leitaði álits kerfisstjóra Pírata en hann taldi ýmislegt benda til þess að Þórður hefði smalað fólki. Meðal þess var að af þeim 95 sem greiddu atkvæði voru átján sem settu Þórð í fyrsta sæti en röðuðu engum öðrum. Í stöðufærslu á Facebook viðurkenndi Þórður einnig að hafa fengið systkin sín auk tuttugu til þrjátíu aðra til að skrá sig og kjósa sig. Taldi úrskurðarnefndin því að um kosningasmölun hefði verið að ræða. „Tilgangur siðareglna í prófkjörsreglum Pírata í NV-kjördæmi var að sporna gegn slíkri smölun. Þessar reglur voru samþykktar á fundi kjördæmaráð þann 10. júlí 2016. Í þeim sömu reglum kom fram að aðeins þeir sem skráðir höfðu verið í Pírata 30 dögum fyrir upphaf prófkjörs hafi til þess kosningarétt. Prófkjörið hófst þann 8. ágúst og því gátu einungis þeir sem voru skráðir í Pírata þann 9. júlí eða fyrr tekið þátt. Því er ljóst að kosningasmölunin hafi átt sér stað áður en reglurnar sem banna slíkt voru settar.“ Af þeim sökum braut Þórður ekki af sér. Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni var landskosningu Pírata, um staðfestingu listans, slegið á frest. Þeirri frestun hefur nú verið aflétt.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira