Brendan Rodgers skammast sín ekki fyrir tapið á Gíbraltar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 12:30 Stjóraferill Brendan Rodgers hjá skoska félaginu Celtic byrjaði ekki glæsilega því liðið tapaði óvænt 1-0 á Gíbraltar í gær í fyrri leik sínum á móti Lincoln Red Imps í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Brendan Rodgers er fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool en var látinn fara í október á síðasta ári og Jürgen Klopp tók síðan við á Anfield. Rodgers fékk hinsvegar annað tækifæri hjá stærsta félagi Skotlands. Brendan Rodgers skrifaði undir tólf mánaða samning í maí og tók við starfi Ronny Deila. Hann er nú strax kominn í erfiða stöðu þrátt fyrr að Celtic hafi aðeins spilað einn keppnisleik undir hans stjórn. Þetta var fyrsti leikur Rodgers sem knattspyrnustjóri Celtic en fyrrverandi Liverpool-stjórinn tók við Skoska stórveldinu eftir að síðasta tímabili lauk í skosku úrvalsdeildinni. Tapið er ansi vandræðalegt fyrir Rodgers sjálfan sem lofaði því á fyrsta blaðamannafundi að leggja ríka áherslu á gott gengi í Evrópu. Eftir fall Rangers niður í fjórðu efstu deild hefur Celtic leikið sér að því að vinna skosku úrvalsdeildina en árangurinn í Evrópu hefur ekki verið neitt sérstakur.Sjá einnig:Rodgers lofaði að gera vel í Evrópu en byrjaði á tapi gegn liði frá Gíbraltar Eins og á Íslandi er fótboltinn á Gíbraltar áhugamennska en í liði Red Imps í gær voru meðal annars lögreglumaður, tollvörður og leigubílstjóri sem allir þurftu að klára vakt í sínum vinnum áður en þeir gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Celtic. Ensku miðlarnir gera mikið úr tapinu og flestir benda á það að í liði Lincoln Red Imps frá Gíbraltar hafi meðal annars verið tollvörður, slökkviliðsmaður og leigubílstjóri. Sigurmarkið skoraði lögreglumaðurinn Lee Casciaro. Þeim leiðist heldur ekki að benda á það að á Gíbraltar búi 30 þúsund manns en að Celtic Park, heimavöllur skoska liðsins, taki 60832 manns í sæti. Brendan Rodgers talaði um það í viðtölum eftir leikinn að það væri enginn skömm af því að tapa fyrir þessu liði frá Gíbraltar. „Þetta er ekki áfall fyrir mig því svona úrslit geta komið fyrir. Við erum rólegir og þurfum bara að standa okkur í næstu viku," sagði Brendan Rodgers við BBC. „Við vorum miklu betri og sköpuðum okkur nóg af færum en stundum kemur svona fyrir. Þeir náðu einni sókn og boltinn lá í markinu," sagði Brendan Rodgers. „Við leyfum heimaliðinu að njóta kvöldsins og stundarinnar. Við höldum áfram okkar skriði, náum annarri góðri æfingaviku og verðum betri," sagði Rodgers. „Við höfum búið til verkefni fyrir okkur en það er engin örvænting. Þetta eru tveir leikir og okkar markmið er að komast áfram. Það var alltaf ljóst að þetta myndi ráðast á okkar heimavelli og þar þurfum við góðan stuðning," sagði Brendan Rodgers. Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira
Stjóraferill Brendan Rodgers hjá skoska félaginu Celtic byrjaði ekki glæsilega því liðið tapaði óvænt 1-0 á Gíbraltar í gær í fyrri leik sínum á móti Lincoln Red Imps í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Brendan Rodgers er fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool en var látinn fara í október á síðasta ári og Jürgen Klopp tók síðan við á Anfield. Rodgers fékk hinsvegar annað tækifæri hjá stærsta félagi Skotlands. Brendan Rodgers skrifaði undir tólf mánaða samning í maí og tók við starfi Ronny Deila. Hann er nú strax kominn í erfiða stöðu þrátt fyrr að Celtic hafi aðeins spilað einn keppnisleik undir hans stjórn. Þetta var fyrsti leikur Rodgers sem knattspyrnustjóri Celtic en fyrrverandi Liverpool-stjórinn tók við Skoska stórveldinu eftir að síðasta tímabili lauk í skosku úrvalsdeildinni. Tapið er ansi vandræðalegt fyrir Rodgers sjálfan sem lofaði því á fyrsta blaðamannafundi að leggja ríka áherslu á gott gengi í Evrópu. Eftir fall Rangers niður í fjórðu efstu deild hefur Celtic leikið sér að því að vinna skosku úrvalsdeildina en árangurinn í Evrópu hefur ekki verið neitt sérstakur.Sjá einnig:Rodgers lofaði að gera vel í Evrópu en byrjaði á tapi gegn liði frá Gíbraltar Eins og á Íslandi er fótboltinn á Gíbraltar áhugamennska en í liði Red Imps í gær voru meðal annars lögreglumaður, tollvörður og leigubílstjóri sem allir þurftu að klára vakt í sínum vinnum áður en þeir gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Celtic. Ensku miðlarnir gera mikið úr tapinu og flestir benda á það að í liði Lincoln Red Imps frá Gíbraltar hafi meðal annars verið tollvörður, slökkviliðsmaður og leigubílstjóri. Sigurmarkið skoraði lögreglumaðurinn Lee Casciaro. Þeim leiðist heldur ekki að benda á það að á Gíbraltar búi 30 þúsund manns en að Celtic Park, heimavöllur skoska liðsins, taki 60832 manns í sæti. Brendan Rodgers talaði um það í viðtölum eftir leikinn að það væri enginn skömm af því að tapa fyrir þessu liði frá Gíbraltar. „Þetta er ekki áfall fyrir mig því svona úrslit geta komið fyrir. Við erum rólegir og þurfum bara að standa okkur í næstu viku," sagði Brendan Rodgers við BBC. „Við vorum miklu betri og sköpuðum okkur nóg af færum en stundum kemur svona fyrir. Þeir náðu einni sókn og boltinn lá í markinu," sagði Brendan Rodgers. „Við leyfum heimaliðinu að njóta kvöldsins og stundarinnar. Við höldum áfram okkar skriði, náum annarri góðri æfingaviku og verðum betri," sagði Rodgers. „Við höfum búið til verkefni fyrir okkur en það er engin örvænting. Þetta eru tveir leikir og okkar markmið er að komast áfram. Það var alltaf ljóst að þetta myndi ráðast á okkar heimavelli og þar þurfum við góðan stuðning," sagði Brendan Rodgers.
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira