Davíð skrifar ekki leiðara Morgunblaðsins í kosningabaráttunni Erla Björg Gunnarsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 10. júní 2016 10:00 Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins VÍSIR/Anton Brink Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins ætlar ekki að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum fari svo að hann hljóti ekki kjör sem forseti. Um þetta hefur verið hávær orðrómur undanfarnar vikur en í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag tekur Davíð af allan vafa um þetta. „Nei þetta kemur ekki til greina. Ég hætti í stjórnmálum fyrir ellefu árum síðan og var ekki einn af þeim sem var þvingaður úr stjórnmálum. Mig hefur aldrei langað til að súa til baka. Mér þótti óskaplega gaman að vera borgarstjóri, ég var ungur og hafði gaman af því. En mig hefur aldrei langað til að verða það aftur. Ég hafði gaman af því að vera forsætisráðherra en aldrei langað að fara þangað aftur. Mér fannst gaman að vera jólasveinn á jólaböllum en mig langar ekkert að fara í það aftur,“ segir Davíð. Davíð sér aftur á móti fyrir sér að setjast aftur í ritstjórastól Morgunblaðsins að forsetakosningum loknum. „Já já já. Ég held að það sé ofboðslega gott að vera starfsmaður Morgunblaðsins í þessum kosningum. Það er svo auðvelt að taka afstöðu. Ef að starfsfólkið kann vel við mig, sem kannski einhver kann, þá kannski kjósa þau mig. Og ef einhver þolir mig ekki þá geta þau sagst kjósa mig svo kallinn komi ekki uppeftir aftur. Nei ég segi þetta svona til gamans.“ Síðustu vikur hefur ekki bara verið hávær orðrómur um að Davíð hyggi á endurkomu í stjórnmálin, hvernig svo sem forsetakosningarnar fara, en líka að hann skrifi sjálfur leiðara Morgunblaðsins á meðan kosningabaráttunni stendur. Þessum orðrómi vísar Davíð til föðurhúsanna. Hann segir að leiðaraskrif samhliða kosningabaráttu myndu reynast honum um of. „Ég vil nú ekki að hann Haraldur, minn góði vinur, heyri það en ég er ekki einu sinni að lesa þá [leiðarana] núna. Ég bara tók mér frí frá því, ekki bara að skrifa þá heldur líka að lesa þá. Þetta má ég ekki segja en er búinn að missa það út úr mér núna. Ég er viss um að þeir eru ágætir og fínir hjá Haraldi. Hann er mjög flinkur en ég er bara í öðru. Ég get ekki bætt þessu við,“ segir Davíð og á þá við Harald Johannessen, annan ritstjóra Morgunblaðsins. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins ræddu saman forsetaframbjóðendurnir Davíð, Elísabet Jökulsdóttir og Hildur Þórðardóttir. Davíð ræddi meðal annars móður sína, föður og eiginkonu, Ástríði Thorarensen sem hann segir hafa staðið með sér í gegnum stjórnmálabröltið í öll þessi ár. „Stundum hefur hún sagt að hún hafi bara ætlað að giftast 9 til 5 manni en sitji uppi með karl sem getur aldrei verið til friðs. Ef ég yrði kosinn núna myndi hún gera það mjög vel. En ef ég kæmi heim á kosninganóttu og hefði ekki unnið – sko – sú yrði kát.“Hlusta má á allt viðtalið við Davíð, Elísabetu og Hildi í hlaðvarpi Vísis.is Forsetakosningar 2016 Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Tilfinningar voru ekki í boði Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum. 10. júní 2016 11:00 Sterkasti drifkrafturinn er höfnun Elísabet Jökulsdóttir segir forsetaframboð sitt vera manndómsvígslu. 10. júní 2016 11:00 Óttast ekki höfnun Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu. 10. júní 2016 07:00 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins ætlar ekki að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum fari svo að hann hljóti ekki kjör sem forseti. Um þetta hefur verið hávær orðrómur undanfarnar vikur en í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag tekur Davíð af allan vafa um þetta. „Nei þetta kemur ekki til greina. Ég hætti í stjórnmálum fyrir ellefu árum síðan og var ekki einn af þeim sem var þvingaður úr stjórnmálum. Mig hefur aldrei langað til að súa til baka. Mér þótti óskaplega gaman að vera borgarstjóri, ég var ungur og hafði gaman af því. En mig hefur aldrei langað til að verða það aftur. Ég hafði gaman af því að vera forsætisráðherra en aldrei langað að fara þangað aftur. Mér fannst gaman að vera jólasveinn á jólaböllum en mig langar ekkert að fara í það aftur,“ segir Davíð. Davíð sér aftur á móti fyrir sér að setjast aftur í ritstjórastól Morgunblaðsins að forsetakosningum loknum. „Já já já. Ég held að það sé ofboðslega gott að vera starfsmaður Morgunblaðsins í þessum kosningum. Það er svo auðvelt að taka afstöðu. Ef að starfsfólkið kann vel við mig, sem kannski einhver kann, þá kannski kjósa þau mig. Og ef einhver þolir mig ekki þá geta þau sagst kjósa mig svo kallinn komi ekki uppeftir aftur. Nei ég segi þetta svona til gamans.“ Síðustu vikur hefur ekki bara verið hávær orðrómur um að Davíð hyggi á endurkomu í stjórnmálin, hvernig svo sem forsetakosningarnar fara, en líka að hann skrifi sjálfur leiðara Morgunblaðsins á meðan kosningabaráttunni stendur. Þessum orðrómi vísar Davíð til föðurhúsanna. Hann segir að leiðaraskrif samhliða kosningabaráttu myndu reynast honum um of. „Ég vil nú ekki að hann Haraldur, minn góði vinur, heyri það en ég er ekki einu sinni að lesa þá [leiðarana] núna. Ég bara tók mér frí frá því, ekki bara að skrifa þá heldur líka að lesa þá. Þetta má ég ekki segja en er búinn að missa það út úr mér núna. Ég er viss um að þeir eru ágætir og fínir hjá Haraldi. Hann er mjög flinkur en ég er bara í öðru. Ég get ekki bætt þessu við,“ segir Davíð og á þá við Harald Johannessen, annan ritstjóra Morgunblaðsins. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins ræddu saman forsetaframbjóðendurnir Davíð, Elísabet Jökulsdóttir og Hildur Þórðardóttir. Davíð ræddi meðal annars móður sína, föður og eiginkonu, Ástríði Thorarensen sem hann segir hafa staðið með sér í gegnum stjórnmálabröltið í öll þessi ár. „Stundum hefur hún sagt að hún hafi bara ætlað að giftast 9 til 5 manni en sitji uppi með karl sem getur aldrei verið til friðs. Ef ég yrði kosinn núna myndi hún gera það mjög vel. En ef ég kæmi heim á kosninganóttu og hefði ekki unnið – sko – sú yrði kát.“Hlusta má á allt viðtalið við Davíð, Elísabetu og Hildi í hlaðvarpi Vísis.is
Forsetakosningar 2016 Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Tilfinningar voru ekki í boði Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum. 10. júní 2016 11:00 Sterkasti drifkrafturinn er höfnun Elísabet Jökulsdóttir segir forsetaframboð sitt vera manndómsvígslu. 10. júní 2016 11:00 Óttast ekki höfnun Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu. 10. júní 2016 07:00 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Tilfinningar voru ekki í boði Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum. 10. júní 2016 11:00
Sterkasti drifkrafturinn er höfnun Elísabet Jökulsdóttir segir forsetaframboð sitt vera manndómsvígslu. 10. júní 2016 11:00
Óttast ekki höfnun Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu. 10. júní 2016 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels