Hlín leggur fram nauðgunarkæru Viktoría Hermannsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 5. júní 2015 07:00 Systurnar voru yfirheyrðar vegna málsins á miðvikudag. Hér sést Malín yfirgefa lögreglustöðina í bíl lögmanns síns að yfirheyrslum loknum. Fréttablaðið/Vilhelm Hlín Einarsdóttir ætlar að kæra manninn sem hefur kært hana og systur hennar, Malín Brand, vegna fjárkúgunar. Þetta segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar Einarsdóttur. „Á morgun [í dag] verður lögð fram kæra vegna nauðgunar. Ég staðfesti það að umbjóðandi minn fór á neyðarmóttöku fljótlega eftir atvikið og gögn eru aðgengileg lögreglu vegna þess,“ sagði Kolbrún.Hlín EinarsdóttirMalín Brand sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í gær þar sem hún segir meinta fjárkúgun hafa verið sáttatillögu um greiðslu á miskabótum en ekki kúgun. Í yfirlýsingunni kemur fram að maðurinn hafði komið sér í samband við systurnar og sannfærði þær um að kæra vegna nauðgunar myndi valda honum verulegum mannorðshnekki. Í kjölfarið sættist Hlín á að þiggja frá honum miskabætur og lagði Hlín til tiltekna upphæð til að ná sáttum. Malín starfaði sem milliliður milli þeirra tveggja og tók meðal annars við greiðslu miskabótanna. Maðurinn fór fram á sönnun þess efnis að hann hefði greitt þeim og fékk hana í formi bréfs sem skrifað var á bréfsefni Morgunblaðsins þar sem Malín starfaði sem blaðamaður. Einu eintaki hélt Malín eftir og maðurinn öðru. Meðal sönnunargagna sem lögregla hefur undir höndum vegna fjárkúgunarkæru á hendur systrunum Hlín og Malín er upptaka af símtali. Á upptökunni er samtal milli Malínar og mannsins sem hefur kært systurnar fyrir fjárkúgun gegn sér. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fóru nokkur símtöl milli mannsins og Malínar eftir að systurnar höfðu komið til hans með þá kröfu að hann borgaði þeim pening. Eftir að hafa hugsað sig um í nokkra daga borgaði maðurinn systrunum tiltekna upphæð.Yfirheyrðar hvor í sínu lagi Eftir að fréttir voru sagðar af fjárkúgunarmáli systranna gegn forsætisráðherra ákvað maðurinn að kæra þær. Systurnar voru yfirheyrðar á miðvikudag vegna málsins en ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort þær hafi játað að hafa staðið að kúguninni og eins hvort þær hafi kært manninn fyrir nauðgun. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi og stóðu yfirheyrslur yfir þeim fram á kvöld en þeim var sleppt að þeim loknum. Líkt og áður hefur komið fram voru systurnar handteknar í fyrra skiptið á föstudaginn í síðustu viku eftir að hafa sent eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra bréf, þar sem því var hótað að upplýsingum sem kæmu honum illa yrði lekið í fjölmiðla ef ekki yrðu borgaðar átta milljónir sem koma átti fyrir í tösku á tilteknum stað við Vallahraun í Hafnarfirði. Þar handtók lögreglan systurnar sem í kjölfarið voru yfirheyrðar og játuðu aðild sína að málinu. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Skilorðsbundnir dómar fyrir að kúga fé út úr forstjóra Nóa Siríus Samkvæmt refsirammanum gætu systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Fordæmi leiða líkur að mun vægari dómum. 4. júní 2015 07:00 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Segir Hlín hafa leitað á bráðamóttöku vegna meintrar nauðgunar „Samskiptin fóru í gegnum mig því systir mín treysti sér ekki til að eiga þau.“ 4. júní 2015 16:40 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hlín Einarsdóttir ætlar að kæra manninn sem hefur kært hana og systur hennar, Malín Brand, vegna fjárkúgunar. Þetta segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar Einarsdóttur. „Á morgun [í dag] verður lögð fram kæra vegna nauðgunar. Ég staðfesti það að umbjóðandi minn fór á neyðarmóttöku fljótlega eftir atvikið og gögn eru aðgengileg lögreglu vegna þess,“ sagði Kolbrún.Hlín EinarsdóttirMalín Brand sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í gær þar sem hún segir meinta fjárkúgun hafa verið sáttatillögu um greiðslu á miskabótum en ekki kúgun. Í yfirlýsingunni kemur fram að maðurinn hafði komið sér í samband við systurnar og sannfærði þær um að kæra vegna nauðgunar myndi valda honum verulegum mannorðshnekki. Í kjölfarið sættist Hlín á að þiggja frá honum miskabætur og lagði Hlín til tiltekna upphæð til að ná sáttum. Malín starfaði sem milliliður milli þeirra tveggja og tók meðal annars við greiðslu miskabótanna. Maðurinn fór fram á sönnun þess efnis að hann hefði greitt þeim og fékk hana í formi bréfs sem skrifað var á bréfsefni Morgunblaðsins þar sem Malín starfaði sem blaðamaður. Einu eintaki hélt Malín eftir og maðurinn öðru. Meðal sönnunargagna sem lögregla hefur undir höndum vegna fjárkúgunarkæru á hendur systrunum Hlín og Malín er upptaka af símtali. Á upptökunni er samtal milli Malínar og mannsins sem hefur kært systurnar fyrir fjárkúgun gegn sér. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fóru nokkur símtöl milli mannsins og Malínar eftir að systurnar höfðu komið til hans með þá kröfu að hann borgaði þeim pening. Eftir að hafa hugsað sig um í nokkra daga borgaði maðurinn systrunum tiltekna upphæð.Yfirheyrðar hvor í sínu lagi Eftir að fréttir voru sagðar af fjárkúgunarmáli systranna gegn forsætisráðherra ákvað maðurinn að kæra þær. Systurnar voru yfirheyrðar á miðvikudag vegna málsins en ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort þær hafi játað að hafa staðið að kúguninni og eins hvort þær hafi kært manninn fyrir nauðgun. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi og stóðu yfirheyrslur yfir þeim fram á kvöld en þeim var sleppt að þeim loknum. Líkt og áður hefur komið fram voru systurnar handteknar í fyrra skiptið á föstudaginn í síðustu viku eftir að hafa sent eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra bréf, þar sem því var hótað að upplýsingum sem kæmu honum illa yrði lekið í fjölmiðla ef ekki yrðu borgaðar átta milljónir sem koma átti fyrir í tösku á tilteknum stað við Vallahraun í Hafnarfirði. Þar handtók lögreglan systurnar sem í kjölfarið voru yfirheyrðar og játuðu aðild sína að málinu.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Skilorðsbundnir dómar fyrir að kúga fé út úr forstjóra Nóa Siríus Samkvæmt refsirammanum gætu systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Fordæmi leiða líkur að mun vægari dómum. 4. júní 2015 07:00 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Segir Hlín hafa leitað á bráðamóttöku vegna meintrar nauðgunar „Samskiptin fóru í gegnum mig því systir mín treysti sér ekki til að eiga þau.“ 4. júní 2015 16:40 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Skilorðsbundnir dómar fyrir að kúga fé út úr forstjóra Nóa Siríus Samkvæmt refsirammanum gætu systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Fordæmi leiða líkur að mun vægari dómum. 4. júní 2015 07:00
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25
Segir Hlín hafa leitað á bráðamóttöku vegna meintrar nauðgunar „Samskiptin fóru í gegnum mig því systir mín treysti sér ekki til að eiga þau.“ 4. júní 2015 16:40