Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 12:16 Forsvarsmenn BHM og meðlimir í samninganefndinni í Hæstarétti í morgun. Vísir/GVA Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. Ástráður Haraldsson, lögmaður BHM, segist telja það líklegt að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að í júní. „Ég tel að það séu veigamiklum spurningum ósvarað í því sem kemur fram í héraðsdómi, og þá einkum það að lagasetningin samrýmist stjórnskipulegri meðalhófsreglu og spurningum um það hvernig það var hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það hafi verið neyð sem réttlætti þessa niðurstöðu. Svo eru líka atriði sem varða það hvernig lagasetningin er framsett og sem að héraðsdómur kaus að fjalla ekki um, sem verður fróðlegt að sjá hvernig Hæstiréttur tekur á,“ segir Ástráður í samtali við Vísi. Bandalag háskólamanna beið lægri hlut gegn íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í júní. Málið fékk sjálfkrafa flýtimeðferð fyrir Hæstarétti en málflutningur hófst klukkan níu í morgun. BHM metur það sem svo að allri nauðsynlegri heilbrigðis- og öryggisþjónustu hafi verið sinnt í verkföllunum, og að engin slík vá hafi verið fyrir dyrum sem réttlæti svo víðtæka íhlutun í stjórnarskrárvarin réttindi, sem lagasetningin var, að því er segir í tilkynningu frá Bandalaginu. Þá sé það jafnframt mat BHM að standi stjórnvöld frammi fyrir raunverulegri neyðarstöðu, sem þeim beri skylda til að aflétta, og verði í því skyni að takmarka mannréttindi, leiði stjórnskipuleg meðalhófsregla til þess að slík takmörkun verði að vera eins umfangslítil og skerða mannréttindi eins lítið og framar sé unnt. Lagasetning Alþingis fól meðal annars í sér að gerðardómur myndi úrskurða í kjaradeilu BHM og ríkisins, næðust samningar ekki fyrir síðustu mánaðamót, en gerðardómur hefur frest til að kveða upp úrskurð sinn fram að viku lokum. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi, sem bendir til þess að dómurinn vilji kveða upp dóm sinn, áður en gerðardómur gerir það. Alþingi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. Ástráður Haraldsson, lögmaður BHM, segist telja það líklegt að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að í júní. „Ég tel að það séu veigamiklum spurningum ósvarað í því sem kemur fram í héraðsdómi, og þá einkum það að lagasetningin samrýmist stjórnskipulegri meðalhófsreglu og spurningum um það hvernig það var hægt að komast að þeirri niðurstöðu að það hafi verið neyð sem réttlætti þessa niðurstöðu. Svo eru líka atriði sem varða það hvernig lagasetningin er framsett og sem að héraðsdómur kaus að fjalla ekki um, sem verður fróðlegt að sjá hvernig Hæstiréttur tekur á,“ segir Ástráður í samtali við Vísi. Bandalag háskólamanna beið lægri hlut gegn íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í júní. Málið fékk sjálfkrafa flýtimeðferð fyrir Hæstarétti en málflutningur hófst klukkan níu í morgun. BHM metur það sem svo að allri nauðsynlegri heilbrigðis- og öryggisþjónustu hafi verið sinnt í verkföllunum, og að engin slík vá hafi verið fyrir dyrum sem réttlæti svo víðtæka íhlutun í stjórnarskrárvarin réttindi, sem lagasetningin var, að því er segir í tilkynningu frá Bandalaginu. Þá sé það jafnframt mat BHM að standi stjórnvöld frammi fyrir raunverulegri neyðarstöðu, sem þeim beri skylda til að aflétta, og verði í því skyni að takmarka mannréttindi, leiði stjórnskipuleg meðalhófsregla til þess að slík takmörkun verði að vera eins umfangslítil og skerða mannréttindi eins lítið og framar sé unnt. Lagasetning Alþingis fól meðal annars í sér að gerðardómur myndi úrskurða í kjaradeilu BHM og ríkisins, næðust samningar ekki fyrir síðustu mánaðamót, en gerðardómur hefur frest til að kveða upp úrskurð sinn fram að viku lokum. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi, sem bendir til þess að dómurinn vilji kveða upp dóm sinn, áður en gerðardómur gerir það.
Alþingi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira