Framlög Íslands til Uppbyggingarsjóðs EES hækka um 11 prósent Atli Ísleifsson skrifar 20. júlí 2015 11:12 Samningaviðræður hafa staðið yfir á annað ár þar sem mikið bar á milli aðila í upphafi. Vísir/E.Ól. Framlög Íslands til Uppbyggingarsjóðs EES munu hækka um 11,3 prósent. Samningaviðræðum milli EFTA-ríkjanna innan EES og ESB um framlög til sjóðsins fyrir tímabilið 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 er lokið. Fyrri samningur rann út í lok apríl 2014.Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að samningaviðræður hafi staðið yfir á annað ár þar sem mikið hafi borið á milli aðila í upphafi. Samhliða þessum viðræðum hafi farið fram viðræður um endurnýjun samninga um tiltekna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir sjávarafurðir frá Íslandi inn á markað ESB. „Niðurstaða samninga inniheldur neðangreind meginatriði:Hækkun framlaga til uppbyggingarsjóðs EES milli tímabila nemur 11,3% sem er í takt við verðlagsbreytingar frá árinu 2009. Árlegir tollfrjálsir kvótar fyrir humar aukast úr 580 tonnum í 1000 tonn, fyrir fersk karfaflök úr 850 tonnum í 2000 tonn og nýr kvóti bætist við fyrir unna þorskalifur upp á 2500 tonn. Samningurinn gildir í sjö ár frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 en tvö undanfarin tímabil hafa verið fimm ár. Gengið verður frá formlegum samningstextum í september og munu samningarnir að því búnu verða lagðir fyrir Alþingi í formi frumvarps til laga um breytingar á lögum um evrópska efnahagssvæðið.Um uppbyggingarsjóð EESAllt frá gildistöku EES-samningsins hafa EFTA-ríkin innan EES, Noregur, Ísland og Liechtenstein, skuldbundið sig til að leggja sitt af mörkum til að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu. Í þessari skuldbindingu felst að EES/EFTA-ríkin fjármagna í gegnum sjóðinn ýmsar umbætur og uppbyggingu í þeim aðildarríkjum ESB sem lakar standa í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Styrkþegaríki sjóðsins á yfirstandandi tímabili eru 16 talsins og öll í Suður- og Austur-Evrópu. Auk þess að draga úr ójöfnuði í Evrópu er annað meginmarkmið fólgið í að styrkja tvíhliða tengsl EES/EFTA-ríkjanna við styrkþegaríkin. Slíkt samstarf hefur m.a. leitt af sér markvissa þekkingaruppbyggingu og samfélagslegar umbætur í styrkþegaríkjunum og ekki síst skapað tækifæri til tengslamyndunar, alþjóðlegs verkefnasamstarfs og viðskipta fyrir fjölda íslenskra félagasamtaka, stofnana, skóla, fyrirtækja og einstaklinga. Á næsta starfstímabili Uppbyggingarsjóðsins munu opnast tækifæri fyrir samstarf íslenskra aðila við styrkþegaríkin á enn fjölbreyttari sviðum en hingað til hefur verið raunin,“ segir í fréttinni. Alþingi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Framlög Íslands til Uppbyggingarsjóðs EES munu hækka um 11,3 prósent. Samningaviðræðum milli EFTA-ríkjanna innan EES og ESB um framlög til sjóðsins fyrir tímabilið 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 er lokið. Fyrri samningur rann út í lok apríl 2014.Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins segir að samningaviðræður hafi staðið yfir á annað ár þar sem mikið hafi borið á milli aðila í upphafi. Samhliða þessum viðræðum hafi farið fram viðræður um endurnýjun samninga um tiltekna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir sjávarafurðir frá Íslandi inn á markað ESB. „Niðurstaða samninga inniheldur neðangreind meginatriði:Hækkun framlaga til uppbyggingarsjóðs EES milli tímabila nemur 11,3% sem er í takt við verðlagsbreytingar frá árinu 2009. Árlegir tollfrjálsir kvótar fyrir humar aukast úr 580 tonnum í 1000 tonn, fyrir fersk karfaflök úr 850 tonnum í 2000 tonn og nýr kvóti bætist við fyrir unna þorskalifur upp á 2500 tonn. Samningurinn gildir í sjö ár frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2021 en tvö undanfarin tímabil hafa verið fimm ár. Gengið verður frá formlegum samningstextum í september og munu samningarnir að því búnu verða lagðir fyrir Alþingi í formi frumvarps til laga um breytingar á lögum um evrópska efnahagssvæðið.Um uppbyggingarsjóð EESAllt frá gildistöku EES-samningsins hafa EFTA-ríkin innan EES, Noregur, Ísland og Liechtenstein, skuldbundið sig til að leggja sitt af mörkum til að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu. Í þessari skuldbindingu felst að EES/EFTA-ríkin fjármagna í gegnum sjóðinn ýmsar umbætur og uppbyggingu í þeim aðildarríkjum ESB sem lakar standa í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Styrkþegaríki sjóðsins á yfirstandandi tímabili eru 16 talsins og öll í Suður- og Austur-Evrópu. Auk þess að draga úr ójöfnuði í Evrópu er annað meginmarkmið fólgið í að styrkja tvíhliða tengsl EES/EFTA-ríkjanna við styrkþegaríkin. Slíkt samstarf hefur m.a. leitt af sér markvissa þekkingaruppbyggingu og samfélagslegar umbætur í styrkþegaríkjunum og ekki síst skapað tækifæri til tengslamyndunar, alþjóðlegs verkefnasamstarfs og viðskipta fyrir fjölda íslenskra félagasamtaka, stofnana, skóla, fyrirtækja og einstaklinga. Á næsta starfstímabili Uppbyggingarsjóðsins munu opnast tækifæri fyrir samstarf íslenskra aðila við styrkþegaríkin á enn fjölbreyttari sviðum en hingað til hefur verið raunin,“ segir í fréttinni.
Alþingi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira