Eldhúsdagsumræður: Bjarni harmar að samningar við BHM og hjúkrunarfræðinga skyldu ekki nást Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 20:31 Bjarni talaði á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í ræðu sinni á Alþingi í kvöld en þar fara nú fram Eldhúsdagsumræður og sagði stjórnarandstöðuna ekki hafa gert það í málflutningi sínum í ár. Bjarni segist vilja breyta fyrirkomulagi um ræðutíma en hann telur að það þurfi að setja ræðutíma þingmanna frekari mörk og hann vill einnig að mál geti lifað milli þinga. Hann viðurkenndi að vel yrði að vera staðið að slíkum breytingum en taldi þær verða til bóta ef vel yrði frá gengið. „Fleira mætti hér nefna svo sem eins og að forseti Alþingis hafi óskorað vald til að stýra þingstörfum í samræmi við starfsáætlun. Góðir landsmenn, þótt ég nefni eitt og annað sem miklu getur skipt til að bæta þingstörfin og þróun lýðræðisins er það ofar öllu öðru að hér á Alþingi sé ávallt til staðar virðing fyrir því grundvallarhlutverki sem Alþingi gegnir í stjórnskipan okkar.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði einnig að störf þingsins væru í höndum þingmanna, engir væru betur til þess fallnir að breyta starfsháttum heldur en fólkið á þingi. Bjarni sagði framtíðina bjarta, hagvöxtur væri að aukast – í raun og veru værum við uppi á lengsta samfellda hagvaxtartímabilinu og að jöfnuður væri mestur á Íslandi. „Skuldir heimilanna voru í hámarki árið 2009 þegar hær fóru í 126% af vergri landsframleiðslu. Nú stefnir í að skuldirnar lækki í um 86% og sætir furðu hve margir hafa, í þeim tilgangi að koma höggi á ríkisstjórnina, andmælt þessum aðgerðum. Þeir hinir sömu hafa tapað sjónum af mikilvægi þess og þýðingu að heimilin standi betur og ráði við skuldbindingar sínar. Skuldir heimilanna eru nú lægri en í Bretlandi og svipaðar og í Noregi. Góðir landsmenn, þrátt fyrir vaxandi kaupmátt og bjartari horfur hafa kjaradeilur verið áberandi það sem af er ári. Um tíma stefndi í að um helmingur vinnumarkaðarins færi í verkfall. En samningar tókust á almennum markaði og aðkoma stjórnvalda með lækkun skatta og öðrum ráðstöfunum hjálpaði til við að binda enda á deilurnar. Ég harma að ekki skuli hafa tekist samningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að viðræður stæðu svo vikum skipti og ríkið hafi boðið um 20% hækkanir næstu árin. Væntingar um að ríkið geti samið fram úr og upp fyrir almenna markaðinn, sem þó hafði samið um verulegar hækkanir launa næstu árin, eru án allrar innistæðu.“ Hann gagnrýndi málflutning jafnaðarmanna í kjaradeilum, sagði þá tala í hring og gagnrýna til þess eins að gagnrýna. Alþingi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í ræðu sinni á Alþingi í kvöld en þar fara nú fram Eldhúsdagsumræður og sagði stjórnarandstöðuna ekki hafa gert það í málflutningi sínum í ár. Bjarni segist vilja breyta fyrirkomulagi um ræðutíma en hann telur að það þurfi að setja ræðutíma þingmanna frekari mörk og hann vill einnig að mál geti lifað milli þinga. Hann viðurkenndi að vel yrði að vera staðið að slíkum breytingum en taldi þær verða til bóta ef vel yrði frá gengið. „Fleira mætti hér nefna svo sem eins og að forseti Alþingis hafi óskorað vald til að stýra þingstörfum í samræmi við starfsáætlun. Góðir landsmenn, þótt ég nefni eitt og annað sem miklu getur skipt til að bæta þingstörfin og þróun lýðræðisins er það ofar öllu öðru að hér á Alþingi sé ávallt til staðar virðing fyrir því grundvallarhlutverki sem Alþingi gegnir í stjórnskipan okkar.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði einnig að störf þingsins væru í höndum þingmanna, engir væru betur til þess fallnir að breyta starfsháttum heldur en fólkið á þingi. Bjarni sagði framtíðina bjarta, hagvöxtur væri að aukast – í raun og veru værum við uppi á lengsta samfellda hagvaxtartímabilinu og að jöfnuður væri mestur á Íslandi. „Skuldir heimilanna voru í hámarki árið 2009 þegar hær fóru í 126% af vergri landsframleiðslu. Nú stefnir í að skuldirnar lækki í um 86% og sætir furðu hve margir hafa, í þeim tilgangi að koma höggi á ríkisstjórnina, andmælt þessum aðgerðum. Þeir hinir sömu hafa tapað sjónum af mikilvægi þess og þýðingu að heimilin standi betur og ráði við skuldbindingar sínar. Skuldir heimilanna eru nú lægri en í Bretlandi og svipaðar og í Noregi. Góðir landsmenn, þrátt fyrir vaxandi kaupmátt og bjartari horfur hafa kjaradeilur verið áberandi það sem af er ári. Um tíma stefndi í að um helmingur vinnumarkaðarins færi í verkfall. En samningar tókust á almennum markaði og aðkoma stjórnvalda með lækkun skatta og öðrum ráðstöfunum hjálpaði til við að binda enda á deilurnar. Ég harma að ekki skuli hafa tekist samningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að viðræður stæðu svo vikum skipti og ríkið hafi boðið um 20% hækkanir næstu árin. Væntingar um að ríkið geti samið fram úr og upp fyrir almenna markaðinn, sem þó hafði samið um verulegar hækkanir launa næstu árin, eru án allrar innistæðu.“ Hann gagnrýndi málflutning jafnaðarmanna í kjaradeilum, sagði þá tala í hring og gagnrýna til þess eins að gagnrýna.
Alþingi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira