Handtekinn í gær grunaður um heimilisofbeldi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. júlí 2015 09:56 Ellefu morð hafa verið framin hér á landi síðan árið 2003 sem rekja má til heimilisofbeldis. Vísir/Getty Ölvaður maður var handtekinn í gær grunaður um líkamsárás en grunur leikur á að um tilfelli af heimilisofbeldi sé að ræða. Maðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Ekki er fleira vitað um málið að svo stöddu. Alþingi samþykkti nýverið lagabreytingu á almennum hegningarlögum sem gerir heimilisofbeldi refsivert samkvæmt lögum. Þessi lagabreyting kemur í kjölfar átaks sem hófst þann 12. janúar síðastliðinn. Átakið er gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu og hefur skilað sér í auknum fjölda tilkynninga til lögreglu en þeim hefur fjölgað úr tuttugu á mánuði í fimmtíu. Sjá einnig: Heimilisofbeldi vandamál á 200 heimilum á landinu „Það er mjög jákvætt, sjálft átakið skapar ekki ofbeldi. Það sem er að gerast er að fólk hefur fengið meiri trú á kerfið, trú á það að þegar lögreglan er kölluð til þá gerist eitthvað,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, í samtali við Vísi í júní. Hún hefur starfað að undirbúningi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Heiða segir það afar mikilvægt að ofbeldismaður sé fluttur af heimilinu en ekki fórnarlambið. Meirihluta morða á Íslandi má til að mynda rekja til heimilisofbeldis og því er mikilvægt að grípa inn í áður en ástandið verður svo slæmt að of seint er að bregðast við. Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. Það eru um 60 prósent morða sem framin voru á þessu tímabili. Þetta er eitt af því sem fram kemur í bæklingnum kynlegar tölur sem gefinn er út af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar í tilefni af 8. mars á þessu ári. 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Alþingi Tengdar fréttir Hótaði að klippa fingur af sambýlskonu sinni og veita henni brunasár Maður sætir fjögurra vikna nálgunarbanni fyrir ofbeldi gegn sambýliskonu sinni. Áfrýjun var vísað frá Hæstarétti þar sem gögn bárust of seint. 30. júní 2015 18:00 Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Ölvaður maður var handtekinn í gær grunaður um líkamsárás en grunur leikur á að um tilfelli af heimilisofbeldi sé að ræða. Maðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Ekki er fleira vitað um málið að svo stöddu. Alþingi samþykkti nýverið lagabreytingu á almennum hegningarlögum sem gerir heimilisofbeldi refsivert samkvæmt lögum. Þessi lagabreyting kemur í kjölfar átaks sem hófst þann 12. janúar síðastliðinn. Átakið er gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu og hefur skilað sér í auknum fjölda tilkynninga til lögreglu en þeim hefur fjölgað úr tuttugu á mánuði í fimmtíu. Sjá einnig: Heimilisofbeldi vandamál á 200 heimilum á landinu „Það er mjög jákvætt, sjálft átakið skapar ekki ofbeldi. Það sem er að gerast er að fólk hefur fengið meiri trú á kerfið, trú á það að þegar lögreglan er kölluð til þá gerist eitthvað,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, í samtali við Vísi í júní. Hún hefur starfað að undirbúningi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Heiða segir það afar mikilvægt að ofbeldismaður sé fluttur af heimilinu en ekki fórnarlambið. Meirihluta morða á Íslandi má til að mynda rekja til heimilisofbeldis og því er mikilvægt að grípa inn í áður en ástandið verður svo slæmt að of seint er að bregðast við. Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. Það eru um 60 prósent morða sem framin voru á þessu tímabili. Þetta er eitt af því sem fram kemur í bæklingnum kynlegar tölur sem gefinn er út af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar í tilefni af 8. mars á þessu ári. 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti.
Alþingi Tengdar fréttir Hótaði að klippa fingur af sambýlskonu sinni og veita henni brunasár Maður sætir fjögurra vikna nálgunarbanni fyrir ofbeldi gegn sambýliskonu sinni. Áfrýjun var vísað frá Hæstarétti þar sem gögn bárust of seint. 30. júní 2015 18:00 Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Hótaði að klippa fingur af sambýlskonu sinni og veita henni brunasár Maður sætir fjögurra vikna nálgunarbanni fyrir ofbeldi gegn sambýliskonu sinni. Áfrýjun var vísað frá Hæstarétti þar sem gögn bárust of seint. 30. júní 2015 18:00
Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13