Starfsmenn Fiskistofu gagnrýna breytingar á lögum um Stjórnarráðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2015 16:58 Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/Stefán/Valli Starfsmenn Fiskistofu hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands er mótmælt harðlega. Beinist gagnrýnin aðallega að því ákvæði laganna að ráðherra hafi óhefta heimild til flutnings á aðsetri ríkisstofnana. Það vakti mikla athygli síðastliðið haust þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu að flytja ætti stofnunina til Akureyrar nú í sumar. Mættu áform ráðherrans mikilli andstöðu starfsmönnum Fiskistofu auk þess sem ýmsir töldu ráðherra skorta lagaheimild til að flytja stofnunina. Að lokum fór það svo að málið var sett á ís og sagði Sigurður Ingi að flutningur Fiskistofu yrði ekki keyrður í gegn á þessu ári. Í yfirlýsingu sinni segja þó starfsmenn stofnunarinnar þetta: „Sá varnagli var settur í lögin á óhefta heimild ráðherra til flutnings stofnana, að hyggist viðkomandi ráðherra nýta sér valdheimildir sínar, þá verður hann að gefa Alþingi skýrslu áður en ákvörðun þar um verður tekin. Sá böggull fylgir þó skammrifi í umræddri lagasmíð að „skýrsluákvæðið“ tekur ekki gildi fyrr en 1. september 2015. Það þýðir að ráðherra kann að álykta að hann geti farið óhindrað fram í flutningi Fiskistofu til Akureyrar, innan þess tíma, taki hann ákvörðun þar um. Ráðherra hefur með bréfi til starfsmanna Fiskistofu 13. maí sl. sagt: „Aðrir núverandi starfsmenn stofnunarinnar [aðrir en fiskistofustjóri] sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins.“ Vandséð er hvernig starfsemi stofnunarinnar verður háttað taki ráðherra ákvörðun um flutning hennar til Akureyrar, meðan flest allir núverandi starfsmenn starfa áfram á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Fiskistofu skora á ráðherra að hverfa alfarið frá áformum sínum um fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. Það er mat starfsmanna Fiskistofu að ráðherra verði, hyggist hann nú taka ákvörðun um flutning Fiskistofu, að ígrunda vandlega ábendingar umboðsmanns Alþingis í áliti hans nr. 8181/2014 frá 22. apríl sl.“ Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að starfsmenn Fiskistofu hyggist mynda starfshóp „til að standa vörð um loforð ráðherra og vandaða stjórnsýsluhætti komi til flutnings höfuðstöðva Fiskistofu. Það er gert til að tryggja að staðið verði við yfirlýsingar ráðherra, varðandi réttmætar væntingar núverandi starfsmanna Fiskistofu, sem fram koma í bréfi hans 13. maí sl. Starfsmenn Fiskistofu ætla jafnframt með öllum ráðum að koma í veg fyrir að farið verði gegn fyrirheitum ráðherra, með þrýstingi eða sniðgöngu, um að núverandi starfsmenn stofnunarinnar hafi val um starfsstöð.“ Alþingi Tengdar fréttir Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Nær öruggt er að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1.júlí eins og stefnt var að. Margir Sjálfstæðismenn hafa heitið því að berjast gegn því að sjávarútvegsráðherra fái heimild fyrir að flytja stofnunina. 15. janúar 2015 19:45 Starfsfólk þarf ekki norður Stofnunin verður flutt engu að síður og nýjar höfuðstöðvar verða nyrðra. 14. maí 2015 10:30 Vaxandi ótti meðal opinberra starfsmanna Óljósar yfirlýsingar um að flytja eigi fleiri stofnanir, og þar með opinbera starfsmenn, valda verulegu óöryggi í þeirra röðum. 15. júlí 2014 12:44 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Starfsmenn Fiskistofu afhentu ráðuneytinu áskorun: „Svona gerir maður ekki“ Fólkið skorar á ráðherrann að hætta við að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. 1. desember 2014 13:03 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Starfsmenn Fiskistofu hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands er mótmælt harðlega. Beinist gagnrýnin aðallega að því ákvæði laganna að ráðherra hafi óhefta heimild til flutnings á aðsetri ríkisstofnana. Það vakti mikla athygli síðastliðið haust þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu að flytja ætti stofnunina til Akureyrar nú í sumar. Mættu áform ráðherrans mikilli andstöðu starfsmönnum Fiskistofu auk þess sem ýmsir töldu ráðherra skorta lagaheimild til að flytja stofnunina. Að lokum fór það svo að málið var sett á ís og sagði Sigurður Ingi að flutningur Fiskistofu yrði ekki keyrður í gegn á þessu ári. Í yfirlýsingu sinni segja þó starfsmenn stofnunarinnar þetta: „Sá varnagli var settur í lögin á óhefta heimild ráðherra til flutnings stofnana, að hyggist viðkomandi ráðherra nýta sér valdheimildir sínar, þá verður hann að gefa Alþingi skýrslu áður en ákvörðun þar um verður tekin. Sá böggull fylgir þó skammrifi í umræddri lagasmíð að „skýrsluákvæðið“ tekur ekki gildi fyrr en 1. september 2015. Það þýðir að ráðherra kann að álykta að hann geti farið óhindrað fram í flutningi Fiskistofu til Akureyrar, innan þess tíma, taki hann ákvörðun þar um. Ráðherra hefur með bréfi til starfsmanna Fiskistofu 13. maí sl. sagt: „Aðrir núverandi starfsmenn stofnunarinnar [aðrir en fiskistofustjóri] sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins.“ Vandséð er hvernig starfsemi stofnunarinnar verður háttað taki ráðherra ákvörðun um flutning hennar til Akureyrar, meðan flest allir núverandi starfsmenn starfa áfram á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Fiskistofu skora á ráðherra að hverfa alfarið frá áformum sínum um fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. Það er mat starfsmanna Fiskistofu að ráðherra verði, hyggist hann nú taka ákvörðun um flutning Fiskistofu, að ígrunda vandlega ábendingar umboðsmanns Alþingis í áliti hans nr. 8181/2014 frá 22. apríl sl.“ Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að starfsmenn Fiskistofu hyggist mynda starfshóp „til að standa vörð um loforð ráðherra og vandaða stjórnsýsluhætti komi til flutnings höfuðstöðva Fiskistofu. Það er gert til að tryggja að staðið verði við yfirlýsingar ráðherra, varðandi réttmætar væntingar núverandi starfsmanna Fiskistofu, sem fram koma í bréfi hans 13. maí sl. Starfsmenn Fiskistofu ætla jafnframt með öllum ráðum að koma í veg fyrir að farið verði gegn fyrirheitum ráðherra, með þrýstingi eða sniðgöngu, um að núverandi starfsmenn stofnunarinnar hafi val um starfsstöð.“
Alþingi Tengdar fréttir Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Nær öruggt er að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1.júlí eins og stefnt var að. Margir Sjálfstæðismenn hafa heitið því að berjast gegn því að sjávarútvegsráðherra fái heimild fyrir að flytja stofnunina. 15. janúar 2015 19:45 Starfsfólk þarf ekki norður Stofnunin verður flutt engu að síður og nýjar höfuðstöðvar verða nyrðra. 14. maí 2015 10:30 Vaxandi ótti meðal opinberra starfsmanna Óljósar yfirlýsingar um að flytja eigi fleiri stofnanir, og þar með opinbera starfsmenn, valda verulegu óöryggi í þeirra röðum. 15. júlí 2014 12:44 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Starfsmenn Fiskistofu afhentu ráðuneytinu áskorun: „Svona gerir maður ekki“ Fólkið skorar á ráðherrann að hætta við að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. 1. desember 2014 13:03 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Nær öruggt er að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1.júlí eins og stefnt var að. Margir Sjálfstæðismenn hafa heitið því að berjast gegn því að sjávarútvegsráðherra fái heimild fyrir að flytja stofnunina. 15. janúar 2015 19:45
Starfsfólk þarf ekki norður Stofnunin verður flutt engu að síður og nýjar höfuðstöðvar verða nyrðra. 14. maí 2015 10:30
Vaxandi ótti meðal opinberra starfsmanna Óljósar yfirlýsingar um að flytja eigi fleiri stofnanir, og þar með opinbera starfsmenn, valda verulegu óöryggi í þeirra röðum. 15. júlí 2014 12:44
„Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30
Starfsmenn Fiskistofu afhentu ráðuneytinu áskorun: „Svona gerir maður ekki“ Fólkið skorar á ráðherrann að hætta við að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. 1. desember 2014 13:03