Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 10:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom hálfhlæjandi í pontu á Alþingi í morgun eftir fyrirspurn Árna Páls Árnasonar. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðaði sig á fyrirspurn sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir hann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Fyrirspurnin sneri að nauðasamningum föllnu bankanna og stöðuleikaframlags þeirra vegna afnáms gjaldeyrishafta en geri þrotabúin samninga munu þau ekki þurfa að greiða 39% stöðugleikaskatt. Þrotabúin þurfa hins vegar að fallast á stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninganna en Árni Páll sagði að miklu munaði á því hvað kæmi inn í þjóðarbúið, annars vegar með stöðugleikaskatti og hins vegar með stöðugleikaskilyrðunum. „Ég vil þess vegna spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann sé algjörlega sannfærður um að það séu efnisrök fyrir því að veita kröfuhöfunum þennan afslátt og að það sé engin leið að ganga lengra gagnvart þeim.“Eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél Forsætisráðherra kom hálfhlæjandi í pontu og sagði við upphaf ræðu sinnar að þetta væri svolítið sérkennileg fyrirspurn. Hún kæmi þó að öllu leyti ekki á óvart fyrir þá sem lesa blogg og Facebook-færslur Össurar Skarphéðinssonar. Þá sagði forsætisráðherra að það væri eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél þar sem hann væri mikið búinn að fjalla um kosti þeirra leiða sem væru til umræðu. Sigmundur Davíð sagði að nú ætti greinilega að fara þá braut að skapa einhverjar efasemdir um þetta allt saman. „Eins og háttvirtur þingmaður veit mætavel þá er munurinn á stöðugleikaskattinum og stöðugleikaskilyrðunum sá að stöðugleikaskilyrðin laga sig að umfangi vandans. Þar af leiðandi fer sú upphæð sem þar er um að ræða eftir umfangi vandans,“ sagði Sigmundur og bætti við að ýmsir aðrir liðir komi til viðbótar við stöðugleikaframlagið. Á heildina litið geti því upphæðirnar í samningaleiðinni orðið hærri en þær sem um ræðir í skattinum.Sleppti því að svara „skítkasti“ forsætisráðherra Árni Páll sagðist ætla að sleppa því að svara því sem hann kallaði „skítkast“ forsætisráðherra í sinn garð og Samfylkingarinnar. Hann ítrekaði hins vegar spurningu sína um hvort hann teldi þetta fullnægjandi niðurstöðu þar sem ekki væri ljóst hver stöðugleikaskilyrðin væru. Forsætisráðherra sagði það hins vegar liggja fyrir hvað fælist í stöðugleikaskilyrðunum. „Þau snúast um stöðugleikaframlag og ýmsar aðrar ráðstafanir sem háttvirtur þingmaður hlýtur að þekkja og hlýtur að vera búinn að kynna sér og hlýtur líka að vera þeirrar skoðunar að ef að þetta er hannað til að tryggja það að sama hversu stór vandinn verður muni það skila nægilega háum upphæðum til að takast á við þann vanda.“Uppfært klukkan 11.40: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt í fyrirsögn að fyrirspurnin hefði snúist um stöðugleikaskatt. Hið rétta er að hún varðaði stöðuleikaskilyrðin og hefur það nú verið lagfært. Alþingi Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðaði sig á fyrirspurn sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir hann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Fyrirspurnin sneri að nauðasamningum föllnu bankanna og stöðuleikaframlags þeirra vegna afnáms gjaldeyrishafta en geri þrotabúin samninga munu þau ekki þurfa að greiða 39% stöðugleikaskatt. Þrotabúin þurfa hins vegar að fallast á stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninganna en Árni Páll sagði að miklu munaði á því hvað kæmi inn í þjóðarbúið, annars vegar með stöðugleikaskatti og hins vegar með stöðugleikaskilyrðunum. „Ég vil þess vegna spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort hann sé algjörlega sannfærður um að það séu efnisrök fyrir því að veita kröfuhöfunum þennan afslátt og að það sé engin leið að ganga lengra gagnvart þeim.“Eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél Forsætisráðherra kom hálfhlæjandi í pontu og sagði við upphaf ræðu sinnar að þetta væri svolítið sérkennileg fyrirspurn. Hún kæmi þó að öllu leyti ekki á óvart fyrir þá sem lesa blogg og Facebook-færslur Össurar Skarphéðinssonar. Þá sagði forsætisráðherra að það væri eins og Árni Páll væri að stíga út úr tímavél þar sem hann væri mikið búinn að fjalla um kosti þeirra leiða sem væru til umræðu. Sigmundur Davíð sagði að nú ætti greinilega að fara þá braut að skapa einhverjar efasemdir um þetta allt saman. „Eins og háttvirtur þingmaður veit mætavel þá er munurinn á stöðugleikaskattinum og stöðugleikaskilyrðunum sá að stöðugleikaskilyrðin laga sig að umfangi vandans. Þar af leiðandi fer sú upphæð sem þar er um að ræða eftir umfangi vandans,“ sagði Sigmundur og bætti við að ýmsir aðrir liðir komi til viðbótar við stöðugleikaframlagið. Á heildina litið geti því upphæðirnar í samningaleiðinni orðið hærri en þær sem um ræðir í skattinum.Sleppti því að svara „skítkasti“ forsætisráðherra Árni Páll sagðist ætla að sleppa því að svara því sem hann kallaði „skítkast“ forsætisráðherra í sinn garð og Samfylkingarinnar. Hann ítrekaði hins vegar spurningu sína um hvort hann teldi þetta fullnægjandi niðurstöðu þar sem ekki væri ljóst hver stöðugleikaskilyrðin væru. Forsætisráðherra sagði það hins vegar liggja fyrir hvað fælist í stöðugleikaskilyrðunum. „Þau snúast um stöðugleikaframlag og ýmsar aðrar ráðstafanir sem háttvirtur þingmaður hlýtur að þekkja og hlýtur að vera búinn að kynna sér og hlýtur líka að vera þeirrar skoðunar að ef að þetta er hannað til að tryggja það að sama hversu stór vandinn verður muni það skila nægilega háum upphæðum til að takast á við þann vanda.“Uppfært klukkan 11.40: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt í fyrirsögn að fyrirspurnin hefði snúist um stöðugleikaskatt. Hið rétta er að hún varðaði stöðuleikaskilyrðin og hefur það nú verið lagfært.
Alþingi Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira