Stjórnarskrárfélagið sendir Sameinuðu þjóðunum bréf um vanefndir ríkisstjórnarinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. maí 2015 08:04 Ný stjórnarskrá var samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu en hefur ekki enn litið dagsins ljós. Vísir/Pjetur Stjórnarskrárfélagið hefur sent Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna bréf til að vekja athygli á vanefndum Alþingis í stjórnarskrármálinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Mannréttindanefndin sendi frá sér álit um breytingar á fiskveiðistjórninni árið 2007 með bindandi tilmælum til ríkisstjórnarinnar. Þar var ríkisstjórn Íslands gert að breyta reglum um fiskveiðstjórn í landinu til að girða fyrir mismunun sem af þeim hljótast og einnig að greiða tveimur sjómönnum sem höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu fyrir nefndinni bætur. Sjómennirnri eru þeir Erlingur Sveinn Haraldsson og Ernir Snævar Sveinsson. Mannréttindanefndin lét hins vegar málið niður falla með bréfi árið 2012 og vísaði til þess að ríkisstjórn Íslands hefði í bréfi árið 2009 gefið fyrirheit um nýja stjórnarskrá með ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu að auki. Sjá einnig: Ósáttar við spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðsluMeginforsenda nefndarinnar reyndist röng „Stjórnarskrárfélagið minnir á að ný stjórnarskrá var samþykkt með 67 prósent atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og ákvæði um auðlindir í þjóðareigu sérstaklega með 83 prósent atkvæða,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi vanefnda Alþingis í stjórnarskrármálinu hvetur Stjórnarskrárfélagið Mannréttindanefndina til að taka málið upp aftur og ítreka fyrri bindandi tilmæli sín til ríkisstjórnarinnar um að breyta fiskveiðistjórninni.“ Stjórnarskrárfélagið hvetur Mannréttindanefnd til að endurskoða málið í ljósi þess að „meginforsenda Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir ákvörðun hennar um að athuga mál þetta ekki frekar samkvæmt málsmeðferð um eftirfylgni“ reynst röng.“ Þetta segir í bréfi félagsins til Mannréttindanefndar. „Við hvetjum því nefndina til að endurskoða mál nr. 1306/2004 og stuðla þar með að því að ríkisstjórn Íslands láti af mannréttindabrotum sínum á sviði fiskveiðistjórnar.“ Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarskráin eina kosningamálið Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. 4. maí 2015 15:36 Sigurður Ingi ræðir makrílfrumvarpið í Umræðunni í kvöld Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra verður gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld strax eftir fréttir. 4. maí 2015 17:11 Tæp 28 þúsund hafa skrifað undir #þjóðareign Grundvallarbreyting á eignarhaldi sem verður í raun ekki afturkölluð segir Jón Steinsson, hagfræðingur. 3. maí 2015 20:58 Vilja að heildarendurskoðun stjórnarskrár verði lokið á 70 ára afmælinu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. 6. mars 2013 14:45 Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. 7. mars 2013 20:01 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið hefur sent Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna bréf til að vekja athygli á vanefndum Alþingis í stjórnarskrármálinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Mannréttindanefndin sendi frá sér álit um breytingar á fiskveiðistjórninni árið 2007 með bindandi tilmælum til ríkisstjórnarinnar. Þar var ríkisstjórn Íslands gert að breyta reglum um fiskveiðstjórn í landinu til að girða fyrir mismunun sem af þeim hljótast og einnig að greiða tveimur sjómönnum sem höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu fyrir nefndinni bætur. Sjómennirnri eru þeir Erlingur Sveinn Haraldsson og Ernir Snævar Sveinsson. Mannréttindanefndin lét hins vegar málið niður falla með bréfi árið 2012 og vísaði til þess að ríkisstjórn Íslands hefði í bréfi árið 2009 gefið fyrirheit um nýja stjórnarskrá með ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu að auki. Sjá einnig: Ósáttar við spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðsluMeginforsenda nefndarinnar reyndist röng „Stjórnarskrárfélagið minnir á að ný stjórnarskrá var samþykkt með 67 prósent atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og ákvæði um auðlindir í þjóðareigu sérstaklega með 83 prósent atkvæða,“ segir í tilkynningunni. „Í ljósi vanefnda Alþingis í stjórnarskrármálinu hvetur Stjórnarskrárfélagið Mannréttindanefndina til að taka málið upp aftur og ítreka fyrri bindandi tilmæli sín til ríkisstjórnarinnar um að breyta fiskveiðistjórninni.“ Stjórnarskrárfélagið hvetur Mannréttindanefnd til að endurskoða málið í ljósi þess að „meginforsenda Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir ákvörðun hennar um að athuga mál þetta ekki frekar samkvæmt málsmeðferð um eftirfylgni“ reynst röng.“ Þetta segir í bréfi félagsins til Mannréttindanefndar. „Við hvetjum því nefndina til að endurskoða mál nr. 1306/2004 og stuðla þar með að því að ríkisstjórn Íslands láti af mannréttindabrotum sínum á sviði fiskveiðistjórnar.“
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarskráin eina kosningamálið Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. 4. maí 2015 15:36 Sigurður Ingi ræðir makrílfrumvarpið í Umræðunni í kvöld Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra verður gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld strax eftir fréttir. 4. maí 2015 17:11 Tæp 28 þúsund hafa skrifað undir #þjóðareign Grundvallarbreyting á eignarhaldi sem verður í raun ekki afturkölluð segir Jón Steinsson, hagfræðingur. 3. maí 2015 20:58 Vilja að heildarendurskoðun stjórnarskrár verði lokið á 70 ára afmælinu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. 6. mars 2013 14:45 Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. 7. mars 2013 20:01 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Stjórnarskráin eina kosningamálið Komið hefur fram sú hugmynd að einungis eitt mál verði á dagskrá í næstu þingkosningu. 4. maí 2015 15:36
Sigurður Ingi ræðir makrílfrumvarpið í Umræðunni í kvöld Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra verður gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld strax eftir fréttir. 4. maí 2015 17:11
Tæp 28 þúsund hafa skrifað undir #þjóðareign Grundvallarbreyting á eignarhaldi sem verður í raun ekki afturkölluð segir Jón Steinsson, hagfræðingur. 3. maí 2015 20:58
Vilja að heildarendurskoðun stjórnarskrár verði lokið á 70 ára afmælinu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttur, formaður VG, og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, leggja í dag fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá sem heimilar stjórnarskrárbreytingar á næsta kjörtímabili og tillögu til þingsályktunar um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs verði lokið á 70 ára afmæli lýðveldisins árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar. Þar kemur líka fram að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa verið upplýstir um þennan tillöguflutning. Vonir standa til að unnt verði að mæla fyrir báðum málunum í dag og koma þeim til nefndar. 6. mars 2013 14:45
Stjórnarskrárferlið kostaði milljarð Stjórnarskrárfrumvarpið hefur kostað skattgreiðendur um eitt þúsund milljónir króna en fjögur ár tók að undirbúa málið. Þingmenn eyddu fimmtíu klukkustundum í tala um frumvarpið sem var tekið af dagskrá í gær. 7. mars 2013 20:01