Nemendum í þremur grunnskólum í Hafnarfirði býðst sálfræðiþjónusta Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. apríl 2015 10:29 Áfallateymi Hafnarfjarðarbæjar voru virkjuð um leið og fyrstu fréttir af slysinu við Reykdalsstíflu bárust í gær. Vísir/Ernir Áfallateymi Hafnarfjarðarbæjar var virkjað um leið og fyrstu fréttir af slysinu við Reykdalsstíflu bárust. Þetta segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Tveir drengir voru hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. „Það eru þrír grunnskólar í nágrenninu; það er Lækjarskóli og Setbergsskóli og svo er Öldutúnsskóli líka í þessu hverfi,“ segir Steinunn. „Við settum strax í gær af stað hjá okkur áfallateymin í þessum skólum og áfallateymi bæjarins. Allir kennarar voru upplýstir um stöðuna og ef krakkarnir vildu ræða málin þá voru þeir til.“ Drengirnir tveir eru ekki nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar. Þær upplýsingar lágu þó ekki fyrir fyrr en síðar um daginn en slysið átti sér stað um hálf þrjú í gærdag. Öllum nemendum var í gærkvöldi boðin sálfræðiþjónusta. „Við sendum tölvupóst í gær á alla foreldra í þessum þremur skólum þar sem við sendum númer hjá sálfræðingum bæjarins ef að það hefði eitthvað komið upp í gærkvöldi,“ segir hún. Enginn hafði samband við sálfræðingana en boðið verður áfram upp á þjónustu þeirra í dag. Sérstök áhersla er lögð á nemendur í Lækjarskóla en slysið átti sér stað rétt hjá skólanum. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar munu aðstoða lögreglu eftir bestu getu við rannsókn málsins, að sögn Steinunnar. „Fyrst og fremst hugsum við til þessa fólks sem lendir í þessu. Hugur okkar er hjá þessu fólki,“ segir hún. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. 15. apríl 2015 07:00 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Áfallateymi Hafnarfjarðarbæjar var virkjað um leið og fyrstu fréttir af slysinu við Reykdalsstíflu bárust. Þetta segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Tveir drengir voru hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. „Það eru þrír grunnskólar í nágrenninu; það er Lækjarskóli og Setbergsskóli og svo er Öldutúnsskóli líka í þessu hverfi,“ segir Steinunn. „Við settum strax í gær af stað hjá okkur áfallateymin í þessum skólum og áfallateymi bæjarins. Allir kennarar voru upplýstir um stöðuna og ef krakkarnir vildu ræða málin þá voru þeir til.“ Drengirnir tveir eru ekki nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar. Þær upplýsingar lágu þó ekki fyrir fyrr en síðar um daginn en slysið átti sér stað um hálf þrjú í gærdag. Öllum nemendum var í gærkvöldi boðin sálfræðiþjónusta. „Við sendum tölvupóst í gær á alla foreldra í þessum þremur skólum þar sem við sendum númer hjá sálfræðingum bæjarins ef að það hefði eitthvað komið upp í gærkvöldi,“ segir hún. Enginn hafði samband við sálfræðingana en boðið verður áfram upp á þjónustu þeirra í dag. Sérstök áhersla er lögð á nemendur í Lækjarskóla en slysið átti sér stað rétt hjá skólanum. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar munu aðstoða lögreglu eftir bestu getu við rannsókn málsins, að sögn Steinunnar. „Fyrst og fremst hugsum við til þessa fólks sem lendir í þessu. Hugur okkar er hjá þessu fólki,“ segir hún.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. 15. apríl 2015 07:00 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51
Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Tveir drengir lentu ofan í fossi við stífluna í bæjarlæknum í Hafnarfirði. Endurlífgunartilraunir tókust á öðrum en hinum var haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tveir fullorðnir í bráðri hættu við björgunarstörf. 15. apríl 2015 07:00
Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47